Freyr - 01.01.1904, Qupperneq 9
FRE YE.
5
þyrfti við —, ættu þeir þá að geta fengið frá
Búnaðarfélagi íslands eða úr landssjóði, en
binda skyldi styrkveitinguna þó því skilyrði,
að eigendur eða umráðamenn livers stóðhests
taki aðeins til göngu með honum hæfilega
margar hryssur af sama kyni og stóðhesturinu
er, og ekki yngri hryssur en 4 ára eða
eldri en 15.
í Noregi hefur það reynst nauðsynlegt, að láta
allar hryssurnar í
einu að vorinu til stóð-
hestanna, því að
þeir eru svo vondir
við þær, sem síðar
koma, að þeim er
ekki vært. Af því
að okkar hestar eru
svo geðgóðir, er þó
líklegt að skifta
mætti um hryssur,
og þyrfti þá ekki
að hafa nema að-
eins fáar hryssur hjá
hverjum stóðhesti í
senn, og skift-a svo
um með 9 daga
millibili — en hryss
urn ar eru álægj a einu
sinni áhverjum 9dög-
um. Mættu stóðhestagirðingarnar þá vera miklu
minni en ella og væri þá bezt að hafa þær skamt frá
bæjum. Tilraun í þessa átt verður gerð næsta
sumar í Arnessýslu; keypti ég í sumar fallegan
graðhest af reiðhestakyni, 5 vetra gamlan, er
ég seldi síðar tveim bændum í Arnessýslu;
ætla þeir að hafa hann næsta sumar í girð-
ingu heima við með 3—4 hryssum í senn, og
skifta svo um með 9 daga millibili, eftir því
sem þörf gjörist.
Er vonandi, að fleiri reyni slíkt hið sama,
enda mun nú kom
inn tími til að gjört
sé eitthvað sérlegt
til þess að kynbóta-
reglugj örðir þ ær,sem
samdar eru og sam-
þyktar fyrir hverja
sýslu landsíns, verði
eitthvað annað en
dauður bókstafur;
það er lítil bót í því
að til séu lög og
reglur, ef ekkert er
nm það hirt, að far-
ið sé eftir þeim,
enda mun og aðal-
árangur slíkra ráð-
stafana sá, að ala
upp hjá almenn-
ingi lítilsvirðingu
á lögum og reglum yfirleitt.
Guðjón Guðmundsson.
Góðir gripir.
39. númeri „ísafoldar11 fyrra ár er stuttlega
skýrt frá sýningum þeim, sem haldnar
voru siðastliðið sumar í Deildartungu í Borgar-
firði og að Sólheimum í Hreppum. Þar er
meðal annars getið um að óðalsbóndi Agúst
Helgason í Birtingaholti hafi hlotið fyrstu verð-
laun fyrir rautt naut 11/2 árs, og Sveinn bóndi
Einarsson í Syðralangholti fyrir rauða kú, 9 vetra.
Myndir af gripum þessum birtast nú hér til fróð-
leiks og skemtunar lesendum „Ereys“.
Nautið, sera myndin er af, er nú eign „Naut-
griparæktunarfélags Hreppamanna11, sem stofn-
að var i haust. Það er í meðalagi stórt og
samsvarar sér vel. Eins og myndin sýnir er
það kollótt, hauslítið, með beinum löngum
hrygg, lágfætt og með mjúkri og lausri húð