Freyr - 01.01.1904, Page 11
FREYR.
7
eru fléstar bæði endingarlitlar og ílt að halda
þeím hreinum. Það er því oft Utill og vafa-
samur ávinningur fyrir gæði mjólkurinnar, þótt
_hún renni gegnum þær, enda eru síurnar stundum
bæði götóttar og fullar af súrum mjólkurleifum.
Að nauðsynlegt sé að sía mjólkina að lokn-
um. mjöltum, efa víst fáir, enda getur hver
sannfært sig um það, sem veitir því eftirtekt,
hve mikil óhreinindi. setjast á fötubotninn, sem
mjólk heflr staðið í lengri eða skemri tíma.
Það er einnig viðurkent, að þrifnaður í með-
ferð mjplkur og þar á meðal síing hennar, sé
fyrsta skilyrðið til þess, að hún sé bragðgóð
og haldist óskemd við geymsluna.
Pyrir því hafa verið gerðar margar tilraunir
til þess að búa til mjólknrsíur, sem hefðu þá
kosti til að bera, að hreinsa mjólkina sem bezt,
að auðvelt sé að halda þeim hreinum og að
endingin sé góð.
Ntx hefir nýlega vei'ið fundin upp mjólkur-
sía, er tekur þeim frarn, sem áður eru þektar,
og uppfyllir þá kosti, er nefndir voru. —
Þessi sía er kend við Ulander — þann, sem
fann hana upp — og þykir gefast mjög vel.
Af-henni eru 4 mismunandi stærðir:
Nr. 00 fyrir 1—2 kýr á 3 kr.
•- 0 — 3—12 - — 7 —
— 1 — 13—25 — —10 —
— 2 — 26—50 — — 12 —
Aðalsíunni fylgja bómullar plötúr, hreinsarar,
sem kaupa verður sérstaklega. Kosta plöturnar
í búntum (150 í hverju) kr. 0,75—2,00 eftir
því hver sían er.
Allir þeir, sem sendix rjóma til rjómabúanna
ættu að eignast þessa siu. Með góðri meðferð
endist hún lengi og slítur mörgum síum af
vanalegri gerð. — Það eru að eins bómullar-
plöturnar, sem þarf að útvega sér eftir því sem
þær eyðast. Hver einstök plata verður eigi
notuð nema einu sinni. Verðið á hverri er
*/j— 1V8 eyrir eftir .stærð síxxnnar, og só mikið
keypt í einu, fæst afsláttur.
Eyrir þá, er selja mjólk til Reykjavíkur eða
í kaupstaði, er þessi sía nauðsynleg. Plestir
kaupendur og neytendur mjólkurinnar óska að
hún sé sem bezt og hreinust og laus við allan
óþverra.
Tveir af mjólkursölum Reykjavikurbæjar
hafa þegar fengið þessa síu. Það eru þeir
óðalsbóndi Eggert Briem í Viðey og lector
Þói'h. Bjarnason.
Það ættxx fleiri að fara að dærni þessara manna.
S. Sigurðsson.
Mánaðaskrá,
til minnis um helztu garðyrkjustörf.
Eftir Mnar Helgasón.
Janúar.
Rétt er að nota viunukraftinn í þessunx
mánuði til að flytja út ábxxrð, efþað hefir ekki
áðnr verið gert og því verðxxr við komið. Sé
hægt að ná í þang og þara, er því safnað og
flutt xxr flæðarnxáli í hauga, svo það geti í'otn-
að og orðið að ábxxrði. — Aburður er látinn
kringum ribs, rósir og reyuivið, ef ekki er bú-
j ið að því. — Nú er timi til að hreinsa gulrófna-
fræ. — Stofuplöntur fá minna en endranær af
vatni, meðan dagarnir eru stuttir og veði'ið
kalt. Þær sem eru með þéttnm, sterkum blöð-
um (ai'alíxxr, pálmar o, fl.) eru þvegnar og döggv-
aðar einu sinni í viku, vegna ryksins, sem
sækir á blöðin, einkum á vetrum frá lömpuxn
og ofnum.
Febrúar.
Aframhald af sömu vinnu og í janúar. Sein-
ast i mánuðinum er sáð fræi í kassa eða jurta-
potta, sem látnir ■eru standa í hlýjxx herbergi,
af blómkáli og rauðkáli og af blómstxxrplöntun-
um asters, levkoje, reseda, þrílitri fjólu (sted-
moderblomst) og cinerariu. Þær stofuplöntur,
sem geymdar hafa verið í kjöllurum eða í
köldum herbergjum eru seinni part mánaðar-
ins flxxttar inn í hlýiudin, eftir að skift hefir
verið xxm mold á þeim.. Þá er skorið ofan af
greinum rósanna, fúchsíanna og fleiri stofu-
plantna; settir niður gróðrarkvistir af fúchsí-
um og ýmsum fleiri plöntum.
Marz.
Nú er bezt að skera af greinum ribsanna