Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Blaðsíða 5
TÍMARIT V. F. 1. 1925. 31 þær sjer í flokka mismunandi langt frá kjamanum, ems og síðar skal lýst verða. Brautirnar liggja ekki í sama fleti. Einföldust er vetnisfrumeindin, kjarnj með aðeins eina rafeind. Rafeindin er ekki altaf i sömu braut. þær eru hugsaðar margar, sem hún get- ur fluzt á milli, og fjarlægð þeirra frá kjarnanum er mismunandi. þegar rafeindin er í instu braut- ínni* 1 1 * 3), er atómið í sínu eðlilega ástandi, og orka atómsins er þá það minsta, sem getur verið. Ef rafeindin á að geta komist í ytri braut, þarf utan- aðkomandi orku, og því meiri, sem hún á að komast lengra frá kjarnanum. Sje rafeindin komin í ein- hverja af hinum ytri brautum, hefir hún tilhneigingu til að leita inn á við aftur. Sú orka, sem hún hafði áður tekið á móti við flutninginn út á við, leysist þá aftur úr læðingi og kemur fram sem rafsegulöldur, eða með öðrum orðum ljósgeislar. Einmitt frá þess- minst á það, sem hjer á undan hefir sagt verið um sveiflutölu ljósgeislanna og sambandið milli litar og sveiflutölu. þar hefir verið skýrt frá, að blátt ljós þarf meiri sveiflutölu eða meiri öldufjölda á sekúndu en rautt ljós. Bohr segir nú, að sveiflutalan, eða með öðrum orðum litur ljóssins, ákvaiðist af því, hve mikla orku atómið gefi frá sjer við flutning rafeind- anna milli brauta, og sveiflutalan finnist eftir formúl- unni. Et-—E2 = h . v. I-Ijer er v sveiflutalan, h. er svonefndur Plancks Konstant, E, orkuinnihald frumeindarinnar áðui en rafeindin hefur göng'u sína úr ytri braut í innri og E2 orkuinnhald hennar, þegar göng- unni er lokið. Af formúlunni sjest, að því meiri mun- ur sem er á E^ og E2, því stærra verður v, það þýðir að sú lína, sem myndast við flutning rafeindarinnar, fta/snrr -,)rrte 'r> »oo5 x J 9 Lvman Srrtc 2 j f 5 6roo nr ,14 1 222 2 1 j mynd. V * S.290 !0 a/JL - -V,) \/n*t* (n um sömu geislum getur atómið fengið orku þá, sem þarf til flutnings rafeindarinnar út á við. Áður höfðu menn hugsað sjer, að rafsegulöldur þær, sem mynda ljósið, stöfuðu af hreyfingu rafeind- anna um einhvern jafnvægisdepil í atómunum eða hreyfingu í vissum brautum, en Bohr segir, að Ijósöldurnar myndist við flutning rafeindar úr ytri braut í innri. Flutningur milli ákveðinna brauta gef- ur ákveðna línu í litrófi viðkomandi efnis. Eldri raf- eindakenningin gat í raun og veru ekki skýrt þetta fyrirbrigði, þ. e. myndun fastra Iína í litrófum efn- anna. Nú mun margur spyrja, hvað er þá það, sem ræð- ur lit ljóssins? í sambandi við þá spurningu skal 1) þvermál þessarar brautar er c. 3 tíumiljónustu af mm. Væru 10 milj. atóm lögð í óslitna röð næðu þau aðeins yfir 3 mm. þvermál flestra atóma, er álíka og vetnisat- ómsins. Stærsta atómið (Cæsium) er að þverm. hjer um bil helmingi meira en vetnisatómið. Minsta atómið e.r í kólefni, þegar það er sem demant. þvermálið er þá ca. ~/a af þvermáli vetnisatómsins. það sjest á þessu að atómin eru öll mjög svipuð að stærð. Hinsvegar eru kjarnastærð- irnar mjög mismunandi. Stærsti kjarninn or talinn ca. 1000 sinnum stærri en sá minsti. Kjarnastærðin er litil í samanburði við atómsstærðina. þvermál kjamans í meðal- stóru atómi er talinn hjer um bil miljónasti hluti af þver- máli atómsins. Til samanburðar má nefna, að þvermál ystu plánetubrautarinnar í sólkerfi voru er ca. 6500 sinn- um þvermál sólarinnar. Bilið milli atómkjarna og ystu ráfeindar atóms er því tiltiilulega miklu meira en bilið milli sólar og ystu reikistjörnu hennar. liggur því nær bláa enda litrófsins, sem orkumissir- inn er meiri. Til þess að mynda bláa geisla þarf því meiri orku en til þess að mynda rauða. það sem sjerstaklega vekur eftirtekt er það, að orkuinnihald atómsins getur aldrei breyzt um meira eða minna en h . v, hvort heldur atómið tekur á móti orku eða gefur frá sjer. Hún breytist í stökk- um. það er þar sem „Kvanteteori“ Plancks kemur fram. Af því að skýring á litrófum efnanna er eitt af því helsta, sem Bohr hefir notað til stuðnings kenningu sinni, er ástæða til að athuga þetta dálítið nánar, og verður þá best að taka litróf vetnisins sem dæmi, með því að það er einfaldast og hefir oi'ðið best skýrt. Litróf vetnisins er sýnt á 1. mynd. í því eru línur með ýmsum litum. Sjerhver af þessum línum er mynduð af rafsegulöldum (ljósgeislum) með ákveð- inni sveiflutölu og maður segir líka að línurnar hafi tiisvarandi sveiflutölur. það er alllangt síðan menn komust að því að að sveiflutala línanna í litrófi vetnisins væri reglu- bundin, þannig, að hún fylgdi fonnúlunum, v1) er eins og áður sveiflutalan, K ákveðin tala (Ryd- bergs Konstant) og n og m heilar tölur. Setji maður t. d. n = 1 og m = 2, 3 o. s. frv. fæst sveiflutalan fyrir línur, sem liggja í útfjólubláa hluta litrófsins ij v e.r haft i greininni á nokkrum stöðum i stað griska stafsins v

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.