Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Blaðsíða 7
T1 M A R IT V. F. í. 1925.
33
legt, að hægt sje að skýra litrófin ef maður lendir í
ógöngum með kemisku eiginleikana. pað dugar raun-
ar ekki að æðrast, þó að ekki komi alt á svipstundu,
það verður að gæta þess, að þetta eru svo ný vísindi
og rannsóknarefnið örðugt, þar sem um jafnlitla
heild er að ræða og atómin. það er í raun og veru
undravert, að hægt er svo að segja að handsama eitt
Milli þeirra efna sem skyld eru, er höfð tenging.
þannig er t. d. með H — Li — K — Rb — Cs. 1
þeirri röð er autt sæti fyrir óþekt frumefni með
atómnúmerið 87. Á sama hátt sjest að í röðina fluor
— klor — brom — jod (F — C1 — Br — J) vantar
efni með atómnúmer 85. það er auðsætt, hve mikla
þýðingu slíkt kerfi hlýtur að hafa við leit eftir nýj -
mynd.
atóm, sem ekki er meira að þvermáli en ca. þrír 10
miljónustu hlutar úr millimetra.
Eins og nærri má geta, er það eitt af stærri hlut-
verkum á sviði atómrannsóknanna að skýra rað-
kerfi (periodiske system) frumefnanna. Til grund
vallar fyrir þessu kerfi liggur sú staðreynd, að þeg-
ar frumefnum er raðað eftir tölu hinna ytri raf-
einda (frá 1 og upp í 92), þá endurtaka eiginleikar
efnanna sig með vissu millibili, en ekki jöfnu, svo
sem sjest á 3. mvnd. par er kerfið eins og Bohr
hefir skrifað það. Fyrst verður þar fyrir manni
vetni (H) og helinum (He), þau efni mynda fyrstu
röðina. Sú næsta byrjar á Iithium (Li) og endar á
neon (Ne). þriðja byrjar á natrium (Na) og endar
á argon (A), fjórða á kalium og endar á krypton,
fimta á rubidium og endar á xenon, sjötta á cæsium
og endar á niton. Sjöunda röðin er ófullkomin. í
henni er meðal annars radium.
Fullkominn regluleiki er aðeins í 2. og 3. röðun-
um þar á eftir kemur truflun, af þeim efnum, sem
sett eru í hornklofa, en svo byrjar regluleikinn aftur.
um frumefnum. Bohr sagði t. d., að áður óþekt efni
með atómnúmer 72, ætti að líkjast zirkonium og
thoríum, og það varð til þess, að það fanst í
zirkonium steintegund. (Reiknað hefir verið út, að
í jarðskorpunni sje 0,001% af þessu efni, sem fjekk
heitið hafnium).
Jeg skal í sem stystu máli reyna að lýsa því, hvern-
ig Bohr reiknast til að bygging atómanna sje, svo
samræmanlegt verði við raðkerfið o. fl. o. fl.
Bohr hugsar sjer þá byrjað með ljettasta atómið
og síðan athugað, hvernig mögulegt væri, að þyngn
atómin yrðu bygð upp úr vetniskjömum og raf-
eindum.
Um vetnisatómið hefi jeg áður talað nokkuð.
þegar það er í sínu eðlilega ástandi, gengur rafeind-
in í hring, sem er að þvermáli ca. 3 tíumiljónustu
úr mm. I heliumatóminu eru tvær ytri rafeindir.
pær ganga í brautum, sem eru líkar að stærð og
brautin í vetnisatóminu. Brautafletimir mynda 60°
horn. (Samtímis og ytri rafeindunum fjölgar vex
kjarninn. Maður verður að hugsa sjer að í hann bæt-