Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1925, Blaðsíða 6
32 TÍMARIT V. F. I. 1925. (til hægri á myndinni). Tölumar að neðan á myndinni tákna gildið á n, en tölurnar að ofan tákna gildi á m. Sveiflutala þeirrar línu sem merkt er 3—1 finst eftir formúlunni, með því að setja n = 1 og m = 3. Á tilsvarandi hátt finnast sveiflutölur hinna línanna. þessar línur mynda línu- flokk.1) Hæsta sveiflutalan í þeim flokki og jafnframt sú hæsta, sem til er í spektrinu, finst eftir formúl- unni með því að setja n = 1 og m = óendanlegt. Sveiflutalan verður þá = K. Lægsta sveiflutala í flokknum fæst ef n = 1 og m = 2. þá er v = s/4 . K. Setji maður n = 2 og m = 3, 4, 5, o. s. frv., fást sveiflutölur fyrir línur í þeim flokki, sem kall- ast Balmersflokkur. Hæsta sveiflutalan í þeim flokki fæst, ef n = 2 og m = óendanlegt. þá verður v = !/4 . K. Lægsta sveiflutala fæst ef n = 2 og m = 3. þá er v = V36 • K. Sveiflutölur fyrir 3. flokk fást ef n = 3 og m = 4, 5 o. s. frv. Sveiflutölur 4. flokks fást ef n = 4 og m = 5, 6, 7, o. s. frv. Fieiri flokkar þekkjast ekki. það sjest á því, sem hjer er sagt, að sveiílutölur fyrir línur hvers flokks fást með því að láta n vera einhverja heila tölu en m breytast, þó verður m að minsta kosti að vera einum hærri en n, og jafnframt heil tala. Mynd 1 sýnir, að línuflokkarnir grípa ekki hver inn í annan nema flokkamir lengst til vinstri lítið eitt. það sjest líka ef reiknaðar eru út eftir formúlunni hæstu og lægstu sveiflutölur i hverjum flokki. Ilæsta sveiflutalan í Balmers flokkn- um (v = i/4 K) verður t. d. 3var sinnum lægri en lægsta sveiflutaian í útfjólubláa flokknum (v = s/4 . K), og hlýtur því að liggja vinstra megin við hana. Sveiflutala sú, sem finst eftir formúlu Bohrs, v . h = E] — E2, er í fullu samræmi við þá sveifiu- töiu, sem finst eftir formúlunni með öðrum orðum, við þá sveiflutölu, sem finst við tilraunir. þetta, sem hjer hefir verið sagt frá, er ekki nein tilgáta, það hefir fundist við tilraunir. Til þess að fylgjast betur með í skýringu Bohrs á þessum fyrirbrigðum skulum við líta á 2. mynd. Punkturinn í miðjunni á að tákna kjarna vetnis- atómsins. Hringarnir eiga að tákna brautir þær, sem rafeindin getur fylgt. Maður verður að hugsa sjer þær miklu fleiri. þær eru aðeins til hægðarauka ]) Línur hvers flokks eru merktar með sömu tölu neðan á myndinni. teiknaðar hringmyndaðar, annars eru þær flestar sporöskjulagaðar. Bohr segir nú, að vetnislitrófið myndist þannig: Flytjist rafeindin úr ytri brautum og inn í þá instu, fást línur í útfjólubláa línuflokknum. Sveilíutala þeirrar línu, sem myndast, þegar rafeindin flytst úr braut nr. 2. í nr. 1, finst eftir áðurnefndri formúlu, með því að setja n = 1 og m = 2. Flutningur úr braut nr. 3 í nr. 1 samsvarar línu með sveiflutölu, er fæst, þegar n = 1 og m = 3, o. s. frv. Til flutnings úr ystu braut og í instu svarar lín- an með hæstu sveiflutölu, því við þenna flutning gef- ur frumeiridin mesta orku frá sjer. Flutningur úr braut nr. 2 í nr. 1 gefur línu þá, sem lægsta sveiflu- tölu hefir í þessum flokki. það er eftirtektarvert að til þessa flutnings svarar meiri orkugeislun en til flutnings úr ystu braut inn í braut nr. 2. Balmers línuflokkurinn samsvarar flutningi úr ytri brautum og inn í nr. 2 og útrauðu flokkarnir tveh samsvara flutningi rafeindarinnar inn í braut nr. 3 og 4. Geislar þeir, sem myndast við fiutning rafeindar inn í brautir þær, sem liggja utar en nr. 2, koma í útrauða hiuta spektursins. Orka sú, sem þessir geisl- ar flytja með sjer, er fremur lítil, og þarf því mjög r.æm áhöld, til þess að þeirra verði vart. Ef lína á að geta orðið sýnileg, þarf auðvitað sam- safn af atómum til þess að mynda hana. Hreyfing- ar í öllum atómum eru ekki eins á sama augna- bliki, þess vegna geta ailar línuraar myndast sam- timis. Svo jeg nefni fátt eitt af því, sem kenning Bohr hefir af sjer fætt, þá er það: 1) skýring á Balmers íormúlu fyrir vetnislitrófið, 2) ákvörðun á Rydbergs Konstant eða K í áðumefndri fomiúlu, 3) ákörðun á þvermáli vetnisatómsins. 1 stuttu máli sagt, hefir verið hægt með þessari kenningu að skýra mjög vel eiginleika vetnis og heliums. örðugra verður auðvitað alt, þegar til stærri atóma kemur. En þar gildir hið sama og um vetnið, að lit- rófin hafa verið góður leiðarvísir. Jafnframt verður auðvitað að taka tillit til ýmissa staðreynda viðvíkj- andi kemiskum eignleikum efnanna. það er ekki nægi-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.