Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Blaðsíða 7
25 T í M A R I T V. F. í. 1926 ar, en smátt og smátt vann hún á, sumpart vegna þess að menn urðu heillaðir af þeirri einföldu en yfirgripsmiklu hugsun, sem þar lá bak við, en sum- part af þvi, að hún útskýrði margt, sem annars var torskilið. Hún hefir komið af stað merkilegum til- raunum, sem áttu að gera út um það, hvort hún væri rjett, en þótt margt hafi fundist, sem er eftir hennar anda og liugsun, hefir ekki ennþá tekist að sanna hana, svo að ótvírætt sje. En margt nýtt hefir hennar vegna komið í ljós. Ennþá eru samt nokkrir henni fráhverfir, og enn- þá fleiri, sem skoða hana eigi nema hálfan sann- leika, en þó eru þeir sennilega flestir, sem hafa sann- færst um það, að hún væri í alla staði rjett. Hún er orðin svo samgróin hugsun margra, að þeir reyna ekki að uppræta hana aftur úr hugsun sinni, nema knýjandi staðreyndir neyði þá til þess. Fyrst verða tilraunirnar, sem ganga í öfuga átt, vjefengdar, og ef ekki er liægt að vjefengja þær, þá verður reynt að finna nýjar leiðir til að samríma afstæðiskenn- inguna tilraununum, ef til vill með því að breyta einhverju í afstæðiskenningunni, en síðast verður sá kosturinn tekinn að kasta henni alveg fyrir ofur- borð. En jafnvel þó að svo færi, hefði hún eigi verið til einskis, því að auk hins nýja, sem henni er að þakka, hefir hún sett sitt mót á liugsun þeirra vis- indamanna, sem nú eru uppi, og þeirra áhrifa gætir lengi. Fj elagsmál. Fundahöld. 100. fundur V. F. I. var haldinn þriðjud. 20. okt. 1925, á Ingólfshvoli. Voru mættir 11 fjelagsmenn og 7 konur þeirra sem gestir, og auk þess J. M. Rasmus- sen, verkfræðingur frá Danmörku. Sest var að borð- haldi kl. 8. Yfir borðum mælti Jón porlálcsson, fjár- málaráðherra, fyrir minni fjelagsins og Knud Zim- sen, horgarstjóri, fyrir minni kvenna. Samþykt að senda O. Forberg, landssímastjóra, sem lá veik- ur í Osló, samúðarskeyti frá fundinum. Að máltíð lokinni var fundur settur í samkvæmis- sölum Ingólfshvols. Flutti formaður Th. Ivrabbe fjör- ugt erindi um fundarstarfsemi fjelagsins á undan- gengnum 99 fundum. — Á eftir skemtu menn sjer við dans og spil fram á nótt. 101. fundur V. F. í. var haldinn miðvikudaginn 25. nóv. 1925 kl. 7 síðdegis, á Hótel ísland. Formað- ur setti fund og stýrði. 12 fjelagsmenn voru á fundi og auk þess verkfræðingarnir J. M. Rasmussen og Munch framkvæmdastjóri frá Flydedokken í Kaup- mannahöfn. Að loknu venjulegu borðhaldi voru fundargerðir 2ja síðustu funda lesnar upp og samþyktar. pví næst las form. upp þakkarbrjef frá O. Forberg landssíma- stjóra fyrir skeyti, er bonum hafði verið sent á 100. fundinum. Siðan annað brjef frá Iðnaðarmannafje- laginu í Rcykjavík um stofnun Iðnbókasafnsins, og að reglur fyrir það hefðu verið endanlega samþyktar, og Ii. H. Eiríksson verkfr. kosinn af þess hálfu i stjórn- arnefndina. Af hálfu verkfræðingafjelagsins var síðan kosinn Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri í stjórnarnefnd bókasafnsis. Ennfremur gat formaður þess, að nefnd sú, sem skipuð liefði verið til þess að semja reglur um eftirlit vjela á landi, liefði enn eigi lokið störfum sínum, og að stjórnin hefði bætt Ben. Gröndal verkf. í hana til þess að fá málið á rekspöl. Að þessu loknu flutti .1. M. Rasmussen fróðlegt er- indi um Kryolithnámuna í Ivigtut í Grænlandi og lífið þar. Taldi hann framtíðarhorfur Grænlands ekki eins glæsilegar og af hefði verið látið í seinni líð. Út af þvi gerði direktör Munch fyrirspurn um það, livort horfur væru litlar um arðvænlegan atvinnurekstur þar norður frá. Svaraði fyrirlesari því svo, að það yrði að minsta kosti að vera með öðru lagi, en til þessa hefði verið gert ráð fyrir. pví næst sagði direktör Munch frá reynslu sinni í Ruhrhjeraðinu, meðan Frakkar hjeldu þvi herskildi, en þar hafði hann verið á ferð oftsinnis, sem fulltrúi iðnrekenda í Danmörku. Var það fróðleg og skemti- leg frásögn. Báðum ræðumönnunum var þakkað með lófaklappi. 102. fundur V. F. I. var haldinn miðvikudaginn 13. jan. 1926 á Hótel ísland. Fundurinn hófst kl. 7Ú2 með venjulegu borðhaldi og sátu það 11 fjelagsmenn. Varaformaður setti fund og stjórnaði í fjarveru for- manns, sem var veikur á sjúkrahúsi í Danmörku. Að horðhaldi loknu var lesin upp fundargerð síð- asta fundar og samþykt. pví næst flutti Geir. G. Zoéga fróðlegt erindi um vegamálin í Noregi, er birt- ist á öðrum stað í Tímaritinu. — Út af erindinu töl- uðu ritari og Jón porláksson fjármálaráðherra nokk- ur orð og þökkuðu ræðumanni, en liann svaraði aftur. Samþykt var tillaga frá ritara um að senda form. Th. Iírabbe nýárskveðju í símskeyti frá fundinum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.