Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Blaðsíða 5
23 TÍMARIT V. F. í. 1926 Massi beggja (ni! + m2) er því hjer um bil 3x/2 sól- armassi (efnismagn). Nú hafa menn einnig getað ákvarðað, livar þungamiðja þeirra er, og þar af leið- andi hlutföllin á milli þunga þeirra eða massa. mi ____ x ______ 2,5 m2 _________i_ m2 a—x 1 nii + m2 3.5 Sirius er 214 sinnum þyngri en dvergurinn, sem hann snýst um. Dvergstirnið hefir því hjer um hil sömu þyngd og sólin. Missirisparallaxi Siriusar er 0,37”, og svarar það til tæpra 9 ljósára. Dvergstirnið er stjarna 8.5 flokks. Ef það væri komið svo langt hurtu, að missiris- parallaxi þess væri aðeins 0.1”, væri birta þess ein- ungis }'7' af því, sem liún nú er. Nú telst liver flokk- ur stjarna liafa 2.512 meiri hirtu en sá næsti á eftir og af 3.72 = 2.512X reiknast x = 2.84. Dvergstirnið væri 8.5 + 2.84 = 11.34 flokks stjarna, ef það væri svo langt hurtu, að parallaxi þess væri 0.1”. En sól vor í sömu fjarlægð væri 4.9 floklcs stjarna. þar af má álykta, að dvergstirnið sje 2.512 = 2.512 6 44 = 375 sinnum ljósdaufara en sól vor. Yæri þetta dvergstirni jafn heitt og sólin, ætti eft- ir birtunni, sem það sendir frá sjer, yfirborð þess að vera aðeins y37r, af yfirborði sólar. En nú sýnir rann- sóknin á ljósinu, sem dvergurinn sendir frá sjer, að hann er um 8000° heitur, en sólin 5900° heit, og eft- ir lögmáli Stefáns og Boltzmanns á því dvergurinn að senda frá sjer (-~^-)4 = 3.38 sinnum meira ljós en jafn stór sól. Yfirborð dvergsins er þess vegna að- eins ' 375 • 3,38 = 1^8 úr yfirborði sólar. Og með því að draga út kvaðratrót af 1268, fæst, að radius dvergsins er aðeins 3sV6 úr radius sólar. Breytingin á ljósöldum frá þessum stjörnudverg verður því, samkvæmt afstæðiskenningunni, 35.6 sinnum meiri en á Ijósöldum frá sólunni, eða A'76'10-6. petta sjest meðþvíaðlátamassann íformál- anum (1 a) vera óbreyttan, en setja }^6~ í staðinn fyrir r. pessi ölduhreyting er svo mikil, að vel er liægt að mæla hana. Reyndar gerir Sirius athugan- irnar erfiðar, þvi að Iiann er svo nálægt dvergnum og margfalt skærari, en samt hefir W. Adams tekist að gera þessar mælingar i stjörnuturninum í Mount Wilson. Mælingar þessar koma mjög vel heim við afstæðiskenninguna. Reyndar koma lijer ýms vafa- atriði til greina, eins og við athuganir á sólunni, en vegna þess að breytingin er lijer miklu stærri hafa þessar mótbárur minna að segja. Jeg vil þó geta um eitt af þessum vafaatriðum. Eins og áður er getið, er massi (eða þungi) dvergsins talinn jafn massa sól- arinnar, en radius lians 35.6 sinnum minni. En þar af leiðir, að eðlisþungi dvergsins er 35.63 = 45000 sinnum meiri en eðlisþyngd sólar, eða með öðrum orðum, eðlisþyngd dvergsins verður 50—60 þúsund sinnum eðlisþyngd vatnsins. Fyrir flesta er það nokkuð erfitt að átta sig á þess- ari miklu eðlisþyngd, en stjörnufræðingum kvað ekkert þykja undarlegt við hana. Jeg kem nú að því, sem jeg hefði reyndar átt að hyrja á, tilraun Michelson’s. Tilraun hans geklc út á að finna, hvert vjer bærumst í ljósvakanum (etern- um). í ritgerð dr. Ólafs er þessari tilraun lýst, svo að jeg get verið stuttorður. Ljósgeisla er skift i tvent með því að láta hann falla skáhalt (45°) á gler- plötu, annar hluti geislans fer i gegnum plötuna (A) og að spegli (B) i fjarlægðinni 1 og kastast þaðan aftur á glerplötuna. Hinn kastast þvert úr leið af glerplötunni og á spegil (C) i sömu fjarlægð, I, og svo til baka aftur. Frá glerplötunni verða nú háðir geislarnir aftur samferða. Ef þeir hafa farið ná- kvæmlega jafnlanga leið, verður engin breyting á Ijósinu, en ef önnur leiðin er örlítið lengri, dofnar ljósið, og hverfur, ef munurinn verður liálf öldu- breidd eða 3 hálfar ölduhreiddir osfrv. Ef vjer nú berumst í ljósvakanum í áttina AC en þvert á AB með hraðanum v, þyrfti ljósið tímann 21 1 •-----til að fara fram og aftur á milli A og C, en 2_1 tímann fram og aftur á milli A og B. Ljósið sem fer til C verður þvi á undan og sá tímamunur telst: 2 I /_1 ___1___, 2 1 / c (l - ^ “ YT^i = c(l-4) * l1 = ___2_1____í 1 v2 c (1 - -£) 12 c* + ' eða um það bil = Ef öldul'jöldi ljóssins er n á sekúndu verður ljósið, sem fór til C öldum á undan, þar sem J er öldubreiddin. Ef vjer hinsvegar herumst í áttina AD, sem mynd- ar hornið /3 við AC verður munurinn —^-|2 cos 2 /? Ef mæliáhaldinu er snúið, ætti þvi að koma fram interferens, en hverfa á milli, þegar cos 2 /? = 0, eða /3 = 45°> /S = 135° o. s. frv., það er 4 sinnum í hverjum heilsnúning. En 4 sinnum verður munurinn mestur; þá er cos2/9 = + 1 og þar af má sjá, hvert oss ber í ljósvak- anum. Samt er ekki liægt að sjá, hvort oss ber áfram eða

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.