Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1926, Blaðsíða 3
Afstæðiskenningin og tilraun Michelsons. Erindi flutt á fundi V. F. í. 19. apríl 1926 af p o r k e 1 i porkelssyni cand. mag. Hjer um árið hjelt dr. Ólafur Danielsson fyrir- lestur í þessu fjelagi um afstœðiskenninguna (um timarúm Minkowskis í sambandi við afstæðiskenn- inguna þrengri (Tímarit V. F. í. 1921, bls. 14). Enn- fremur hefir bann ritað um afstæðiskenninguna í Skírni. Mörgum munu því vera kunnir aðaldrættirnir i þessari merkilegu kenningu, svo að jeg get farið fljótt yfir J?á, og viðvíkjandi ýmsum útreikningum verð jeg að vísa til áður nefndra ritgerða dr. Ólafs. Einstein kom fram með afstæðiskenningu sína árið 1905; bún náði þá aðeins til jafnrar hreyfingar, en 1911 jók hann við hana, svo að bún gilti fyrir jafnt vaxandi hreyfingar og þyngdarafl. Kjarnann í kenn- ingu Einsteins mætti ef til vill sýna þannig: pegar tveir menn nálgast (eða f jarlægjast) Iivor annan með jöfnum hraða, þá eru þeir sammála um það, að þeir nálgist með jöfnum hraða, en þeir eru ósammála um orsökina, þvi að hvor um sig segist vera kyr, en hinn sje á leið til hans. Og ef þeir skyldu rekast á og af því hljótast slys, þá mundu báðir vilja fara i mál og kenna hinum slysið, af því að hann hefði rekist á sig. Og báðir hafa alveg rjett fyrir sjer, en þeir skýrðu það hvor frá sínu sjónarmiði. Og í öðru lagi, ef þeir nálgast með jafnt vaxandi liraða, en hafa ekkert annað við að miða, ]?á heldur hvor um sig að hann sjálfur sje kyr, en hinn færist að honum með jafnt vaxandi hraða vegna þyngdar- afls, sem ]?ar sje. Og verði árekstur fer á sömu leið og áður, hvor kennir öðrum um, en báðir hafa á jafn rjettu að standa. Ef flugvjel hrapar úr háa lofti geta farþegarnir, sem í henni eru reyndar sagt að jörðin sje að detta á þá (upp i móti) þótt hitt sje venjan að segja, að þcir sjeu að detta niður á jörðina, og skoða þeir þá jörðina óbifanlega. pk hefir Einstein þótt nauðsynlegt að setja hrað- anum takmörk og má orða það á þessa leið: Enginn hlutur fer harðara en ljósið. Hraði ljóssins er efri takmörk hraðans. petta skilyrði er nauðsynlegt, en allmargir eiga erfitt með að sætta sig við það, og hefir það líldega fremur en margt annað valdið þeirri tregðu hjá sumum að fallast á afstæðiskenninguna. Út frá þessu má nú finna margí merkilegt, sem í fljótu bragði skoðað virðist ekkert eiga skylt við af- stæðiskenninguna. Jeg vil nú geta um sumt af þessu, og vel þá þáð, sem hægt hefir verið að prófa með tilraunum eða styðst við einhverjar athuganir. 1. Massi (efnismagn) hluta breytist með hraðanum eftir afstæðiskenningunni. Ef liraði hlutarins er v en ljóshraðinn c, þá verður massi hlutar á hreyfingu (transversal massi) m = m0 VT ar þar sem m0 er massinn, þá er hluturinn er kyr. Eftir þessum for- mála vex massinn, þá er hraðinn eykst. Massaaukans gætir þó ekki, nema hluturinn fari mjög hart; hraði hans sje töluverður hluti úr hraða ljóssins. I kaþóðugeislum og ^-geislum fara hinar negatífu rafagnir, elektrónurnar, svo hart, að hægt er að prófa þetta. Tilraunirnar korna heim við for- málann 11) o 2. Leverrier fann, að sólarnámundi (perihelium) plánetunnar Merkúrs breytist, en orsök þess var eigi kunn, því að aðdráttarlögmál Newtons skýrði eigi þessa breytingu. Menn töldu, að hreytingin næmi 41” (bogasekúndu) á öld. Afstæðiskenningin skýrir þessa breytingu á sól- arnámunda Merkúrs og átti hún að vera 43”. petta væri ágæt staðfesting á kenningunni. En menn fóru að rannsaka betur athuganirnar og komust að þeirri niðurstöðu að breytingin væri eigi nema 38” eða jefnvel 29”, og þá varð samræmið miður golt og þetta litill stuðningur afstæðiskenningunni. 3. Ljósgeislar sem fara fram hjá sólunni eiga að breyta stcfnu, samkv. afstæðiskenningunni, á sama hátt og steinn eða liver annar hlutur mundi á þeirri leið breyta stefnu sinni, ef honum væri kastað með hraða ljóssins. pá er almyrkvi verður á sólu má prófa þetta. Stjörnurnar, sem ættu að sjást rjett hjá

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.