Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 5
FREYR. 97 galvaniséruðuno íötum eða ílátum. — Kæling rjómans heíir yfir höfuð mikla þýðingu fyrir smjörgerðina, og ríður því á, að hún sé í lagi. 6. Þvottur á flutningafötum og mjólkur- ílátum er áríðandi og varðar því rniklu, að hann sé í góðu lagi. — Þegar föturnar sem rjóminn er fluttur í koma heim, skal undir eins þvo þær. Skulu þær fyrst skolaðar úr köldu vatni, síðan smyrja á þær kalki utan og innan og síðan eftir litla stund þvo þær úr volgu vatni, þar til alt kalk og öll óhreinindi eru farin af þeim. Siðast skal svo skola þær úr sjóðheitu vatni og láta þær svo út undir bert loft. Þannig skal og þvo önnur mjólkur- ilát, og spara ekki kalkið. An þess er ómög- legt til langframa að halda mjólkurilátum sæmi- lega hreinum og lausum við súr. — Við allan þvott skal nota brusta, sem til þess eru gerð- ir. —- Eöturnar skal svo geyma á góðum stað í hreinu lofti, þar sem engin óhreinindi kom- ast að þeim. Auk þessara atriða, er hér hafa verið nefnd, mætti minnast á mjaltir á ám, ogbenda á að þrifnaðarins vegna er betra að mjólka þær úti í færigrindum, að minsta kosti ætíð þegar gott er veður. Þessari reglu, að mjólka ær í færikvíum, ætti eins að fylgja þó þær liggi inni í húsum að nóttinni. Einnig er nauðsynlegt við mjaltir á ám að nota þær föt- ur, er búnar hafa verið til í þeimtilgangi. Ým- islegt smávegis hefir verið að þeim fundið, sem bætt verður úr. Aðalatriðið er þetta, að mjólk- in verður miklu hreinni, þegar fötur þessar eru notaðar. Þær kosta kr. 3,50. Þá er ýmislegt að athuga við flutning rjómans; en það er efni í sérstaka grein, og verður því slept að minnast frekar á það atriði í þetta sinn. Sigurður Sigurðsson. Búpeningssýningar. Tvær búpeningssýningar (hreppasýningar) voru haldnar austanfjalls í júnimánuði, önnur á Seljalandi 9. júní fyrir 3 austustu hreppa Rangárvallasýslu og hin i Villingaholti i Elóa 30. júní fyrir Gaulverjabæjar- og Villingaholts- hreppa. Á Seljalandssýningunni var verðlauna- féð 400 kr. Af því hlutu nautgripirnir 132 kr.,. hrossin 152 kr. og sauðféð 70 kr. Sýndir voru 15 graðfolar, 25 hryssur, 5 nautkálfar 38 kýr, 14 hrútar og 36 ær. Hrossaræktarfélag Austur-Landeyingahlaut fyrstu verðlaun 16 kr. fyrir brúnan graðfola 3 vetra, öl1/^. þuml. á hæð. Tvær reiðhryssur hlutu fyrstu verðl. 12 kr., önnur rauð 10 v.,. 50 þuml. eign Jóns bónda Sigurðssonar Tjörn- um, og hin jörp 8 v., eign Páls bónda Páls- sonar Hlíð. Nautin þóttu ekki verðlauna verð. Eyrir kýr fengu þeir Kj^rtan próf. Einarsson Holti og Jóu bóndi Auðunarson Hvammi fyrstu verðlaun, 12 kr. hvor. Sauðfé var rýrt, skást frá Steinmóðubæ, Tjörnum og Björnskoti. Sýningin var fjölsótt, um 300 manns. Veð- ur var vont, hvassviðri og rigning öðru hverju.. Timburskálinn, sem Seljalandsbræður bygðu í fyrra við rjómabúskálann, kom því í góðar þarfir. JÞar skemti unga fólkið sér við dans og söng fram á nótt. Verðlaunaféð á sýningunni í Villingaholti var 300 kr. Það skiftist þannig að á naut- gripina komu 140 kr., á hrossin 70 kr. og á sauðfé 50 kr. Sjmdar voru 65 kýr, 1 naut, 30 hryssur, 8 folar, rúmar 60 ær og 3 hrútar. Verðlaun hlutu: 22 kýr, nautið, 11 hryssur, 2 folar, 16 ær, og hrútarnir allir. Einar prestur Pálsson Gaulverjabæ fékk 12 kr. verðlaun fyrir rauðhryggjótt naut V/2 árs, og Sigfús bóndi Thórarensen Hróarsholti fyrstu verðl. 12 kr. fyrir rauðskjöldótta kú 11 vetra. Átta bændur fengu 2. verðl. 8 kr. fyrir kýr. Eolarnir voru allir lélegir, tveir þeirra hlutu þó 3. verðlaun. Engin fýrstu verðl. voru veitt fyrir hryssur; engin sem skariði fram úr, en 4 hlutu 2. verðl. 3 kr. Verðlaun fyrir sauðfé voru aðeins tvenn. Hærri verðlaun fyrir hrúta 5 kr. og þau lægri 8 kr., en fyrir ær 4 kr. og 2 kr. Veður var ágætt allan daginn, enda sýning- in mjög vel sótt. G. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.