Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 2

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 2
110 FREYR. plantan fái sem mest upp úr þeirri kröíunni, sem kjörin uppfylla kvað lakast. AUar vel vaxnar villiplöntur hafa auðvitað lagað sig eftir kjörunum á vaxtarstaðnum, því annars gætu þær ekki lifað þar. Einnig má komast svo að orði, að allar þær plöntutegundir, er þrífast vel á einhverjum ákveðnum gróðravelli, heri vott um gæði staðarins. Kröíur plantn- anna geta verið svo mismunandi að önnur deyr þar sem hin lifir góðu lífí. Einna áþreifanleg- ast dæmi til að sýna þetta eru vátnaplöntur og þurlendisplöntur. Yatnaplönturnar hafa byggingu, sem hæfir þeim í vatninu; loftgang- arnir eru víðir, húðin veik og stoðvefir litlir, en þurlendisplöntur hafa þröngva loftganga, sterka húð og mikla stoðvefi. Ekki væri til neins að ætla sér að gróðursetja vatnasóley í grasbrekkunum eða fjallafifilinn í tjörnum; dauðinn væri báðum vís. Það er þó ekki ávalt svo auðvelt, að benda á ákveðin ein- kenni, er sýni að plöntur séu lagaðar eftir ákveðnum kjörum, og má þar til einkum nefna tegundir þær, er fá allar lífskröfur uppfyltar vel og greiðlega. Oðru máli er að gegna þeg- ar lifsskilyrðunum, einu eða fleirum, er ekki fullnægt að staðaldri svo líf plantnanna er í hættu, eins og t. a. m. á eyðimörkum, söltum jarðvegi, háfjöllum, heimsskautalöndum, rok- sandi o. s. frv. A plöntum á þesskonar stöð- um eru glögg einkenni, er sýna hvar þær eiga heima, þvi líkamsbyggingin hefir orðið að breyta sér í mjög mörgu tilliti, til þess að „alnbogabörn11 þessi gætu dregið fram lífið. Plönturnar laga sig þó ekki einungis eftir hinni ólífrænu náttúru, heldur einnig eftir öðrum lifandi verum, sumpart til að verja sig (brennihár, eiturefni) og sumpart til sambúðar. Öll þessi aðlögun, er nú var getið, er ætt- geng ; en þar að auki lagar hver einstakling- ur sig eftir kjörunum bæði í uppvextinum og síðar, það er að segja: hver einstaklingur leit- ast við að komast í samræmi við æfikjörin. Sem dæmi upp á þetta skal að eins benda á hvernig blöðin breyti stöðu sinni eftir ljósinu. Að því er aðlögun einstaklingsins snertir er þó hinn mesti munur á hinum ýmsu tegundum. Urn áhrif hitans. Öll lífsstörf í líkama pilöntunnar geta því að eins átt sér stað að hitinn sé hvorki of lár né of hár. Þessi hita- stig eru talsvert mismunandi fyrir hinar ýmsu plöntutegundir og meira að segja mismunandi að því er hin ýmsu lífsstörf í líkamanum snert- ir. Sem dæmi má nefna, að þegar hitinn er á því stigi að plantan vex sem örast, er önd- unin á háu stigi, en talsvert dregur úr mætti plöntunnar til að vinna fæðu úr kolsýru lofts- ins. Þannig er auðsætt að hitastig þau, er örva eitt lífsstarfið, geta staðið plöntunni fyrir þrifum, þegar á alt er litið. Lámark köllum vér hið lægsta hitastig, sem þarf til þess að eitthvert lífsstarfið geti átt sér stað; beztan köllum vér hitann þegar starfið gengur bezt, og hámark er mesti hitinn. kallaður, er vinnan getur átt sér stað i. Sem dæmis má geta þess að berklagerillinn hvorki vex né deilist, þegar hitinn er undir 29° eða yfir 41°, en hann lifir beztu lífi í 37—38 stiga hita. Annað dæmi má og benda á, og lýtur það að áhrifum hitans á spírun fræja: Spíraöi ekki þegar hitinn var undir: Splraði örast jSp. ekki þegar þegarhitinnvanihitiim var yfir: Rúgur 1—2° 25° 30° Bygg 3—4°(?) 20° 30° Mais 3—10° 32—35° 40—44° Hitinn sem plantan vex örast í er þó alls ekki sem hollastur fyrir hana í heild sinni,því andardráttinn og sundurleysing efnasambanda í líkamanum keyrir þá oft úr öllu hófi, en ekki er hér rúm til að skýra það frekar. Þau hitastig, er vér nefndum lámark, beztan hita og hámark, ber ekki að taka sem ó- bifanleg. Yér hljótum ávalt að hafa hugfast, að plantan hefir eiginleika til að laga sig eftir kjörunum, og meðan á tilraunum stendur get- ur plantan því lagað sig eftir hinum breyttu kjörum. Niðurstaðan er því ekki hin sama þegar tilraunirnar eru 3kammvinnar. Það er og auðsætt að einungis langvarandi tilraunir geta frætt oss, svo að nokkru verulegu gagni sé, um líf plantnanna í náttúrunni. Að því er lægsta hitastigið snertir, er þarf til þess að lífsstarf plantnanna geti átt sér stað, getum vér ekki sagt neitt ákveðið. Þó er óhætt að fullyrða að alt lífsstarf hættir þeg-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.