Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 5
FREYB, 113 gefist yfirleitt vel fyrirfarandi ár, en þó mun það viðast hvar vera fremur dauft en sterkt og því réttast að bólusetjarar fari variega i það, að minka skamtinn með því að blanda í fleira en 50 úr glasinu. — Samskonar efni fæst við að blanda saman 1 gl. „hvítu". og úr grammi af serum. Eins og í fyrra get ég miðl- að þeim, sem kunna að eiga til „hvítt“ efni frá fyrri árum, dálitlu af serum, og sendi ég það í glösum, er innihalda 1 gram hvert. Skýrsl- ur um fé, sem bólusett er með bláu efni eða hvftu, blönduðu með serum, skrifist á hvít eyðu- blöð frá í fyrra. Artalinu breytt og bóluefnið tilgreint 2. Gulir þrœðir nefnast þeir, sem eru í glös- um með gulum miðum. Það eru samskonar þræðir og komið hafa undanfarið. Þótt reynsla fyrirfarandi ára hafi bent til þess, að þeir væru fremur ótrygt varnarmeðal gegn pestinni, hef- ir prófessor Jensen þó ekki þótt þeir reyndir til hlitar og hefir hann því sent mér af þeim i 9000 kindur til frekari tilrauna. Þeir, sem ég sendi þræði þessa, fá með þeim gul eyðu- blöð og eiga skýrslur um þá aðeins að ritast á þau eyðublöð. 3. JRauðir þrceðir eða þræðir í glösum með rauðum miðum er alveg ný tegund. 1 þeim er talsvert sterkara bóluefni en f gulu þráðunum, en notkuuaraðferðin við þá er öldungis sama og við hina. Þá bólusetjara, sem ég sendi þræði þessa, bið óg gæta þess vandlega að skrifa skýrslur sínar um þá að eins á rauð eyðu- blöð, sem ég sendi með. Af þráðum þessum hefi ég að eins fengið í 2000 kindur. Alls hefi ég nú bóluefni f 26,000 fjár, og er það helzt til litið, þegar litið er til eftir- spurnar eftir bóluefni og ilt verk að skifta því niður svo, að allir verði ekki óánægðir. En aðaltilgangurinn er nú ekki, að láta hvern og einn fá nægju sína, eða gjöra alla ánægða, heldur hitt, að fá svo eða svo mikið reynt af bóluefni, og þá fá þeir auðvitað öðrum fremur bóluefni, sem sent hafa beztar skýrslur og lát- ið sér á annan hátt ant um að árangurinn af tilraununum yrði sem beztur og greinilegastur. — Þegar tilraununum er lokið, ætti hver og einn fjáreigandi að geta fengið keypt eins mik- ið og hann álítur sig þurfa með. Ég skal við þetta tækifæri leyfa mér að brýna það enn fyrir bólusetjurunum, að ganga ríkt eftir þvi, að alt það fé, er þeir bólusetja, sé merkt varanlegu merki. Að öðrum kosti er ekki unt að gefa áreiðanlega skýrslu um ár- angur bólusetningarinnar. Sé tvö eða öll þrjú efnin notuð á sama bænum, verður hvert efni að hafa sitt ákveðna merki, svo að það verði vitað með vissu, úr hvaða efni sú kind, sem síðar kann að drepast úr bráðapest, hafi verið bólusett. Einkum er ástæða til að veita því fé sérstaka athygli, sera rauðu þræðirnir eru settir í, svo að væntanlegir yfirburðir þeirra yfir gulu þræðina geti komið skýrt fram. Við samning skýrslnanna verða menu með- al annars að gæta þess vel, að taka nákvæm- lega fram, hve margt óbólusett fé hafi verið sett á vetur, hve mörg lömb, veturgamalt og fullorðið, hvert út af fyrir sig. Það er ekki síður nauðsynlegt að vita um tölu óbólusetts fjár en bólusetts, þegar dæma á um gagnsemi bólusetningarinnar. Allar skýrslur verða að vera komnar til mín fyrir sumarmál; lengur má það ekki drag- ast, því að annars er hætt við að nægur tími fáist ekki til undirbúnings og tilbúnings á bólu- efni fyrir næsta haust. Magnús Einarsson. Þriðja búnaðarþing Norðurlanda verður haldið í Kristjaníu næsta sumar um Jónsmessu- leyti. Norrænn dýralæknafundur verður að líkindum samtimis. Porgöngu þessa búnaðar- þings hefir Þjóðvinafélagið norska. Pyrsta búnaðarþing Norðurlanda var haldið í Kaup- mannahöfn 1888 og annað i Stokkhólmi 1897. I ráði er að halda garðyrkjusýningu fyrir Norðurlönd einnig í Kristjaníu næsta sumar,. en að líkindum verður hún ekki fyr en um haustið. Búist er og við að norsk landbúnað- arsýning verði haldin um sama leyti og bún- aðarþingið. Verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs hins IX. hafa þeir fengið í ár óðalsbændurn- ir Ágúst Helgason Birtingaholti í Arnessýslu og Gísli Sigmundsson á Ljótsstöðum í Skaga- firði.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.