Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 3
FREYR. 111 ar plantan er freðin. Hitinn er neðan við 0° þegar plantan frýs, því vökvar hennar eru ekki hreint vatn, en upplausnir af ýmsum efnum. Til dæmis má taka að kartöflur frjósa ekki fyrr en kuldinn er hér um bil -4- 1,5°, og ís- myndunin kemur ekk fyr en kuldinn er ennþá meiri. Mörgum plöntum verður ekkert meint við þó þær frjósi og má til þess einkum nefna plöntur heimskautalandanna og tró og vetur- grænar plöntur annarsstaðar þar sem vetrar- ríki er. Ýmsar geriltegundir halda lífi hve mikið sem þær eru kældar, því er ekki auðið að nota kuldann til gerileyðingar. ís getur t. a. m. verið fullur af gerlum, og þó þeir eigi þar ekki við sem bezt kjör að búa, lifa þeir þó og rakna skjótt við þegar ísinn leysir. Þar sem loftslag er heitt, deyja þó plönt- urnar úr kulda löngu fyr en ís fer að mynd- ast í þeim, en þar sem kaldara er, deyja plönt- urnar eða plöntuhlutarnir ekki fyr en ísinn er kominn í vefina. Að deyja úr kulda og frjósa i hel er þvi ekki alveg það sama. Sem dæmi upp á plöntur, sem helfrjósa má nefna kart- ;öflur; reyndar má lækka frostpunktinn nokkuð með því að láta þær búa við hér um bil 0° ihita í langan tíma. Hámarkið er miklu ákveðnara en lágmark- ið. Allflestar plöntur deyja í 50 stiga hita og nokkuð lægri hiti drepur allmargar plöntur, er til lengdar lætur. Margar geriltegundir þola þó meiri hita, en allflestar þeirra deyja í hér um bil 60 stiga hita*, þó þola gróin miklu bet- ur hitann; sum þola suðuhita en önnur langt um meira, Berklagerillinn drepst ekki fyr en hitinn er hér um bil 85°, þegar hann er í mjólk. Gró heygerilsins (hættulaus, alstaðar nálægur) þola 100 stiga hita í 3 klukkustundir, 105° í fjórðung stundar og 110° í 5 mínútur. Af þessu má ráða, að suðuhiti er ekki nægilega tryggur til gerileyðingar. Nærri markinu má þó kom- ast sé soðið hvað eftir annað t. a. m. með dags millibili, því gróin, sem hafa lifað af fyrstu suðuna spira þegar og deyja því i seinni suðunni. *) Hveraþörungar og hveragerlar lifa þó oft góðu lifi í hita, sem talsvert nálgast suðumark- ið (100°). Plantan þolir því ver mikinn hita sem hún er safameiri, en þurkuð fræ geta t. a. m. þol- að 65—80 stiga hita tímunum saman. Þurk- aðir gerlar eru og miklu verri viðfangs en hin- ir, sem eru í fullu fjöri og hafa í sér raka. Til þess að drepa gerla í þurru ástandi þarf 150 stiga hita í hálfa eða heila klukkustund. Hitinn er mjög mismunandi á hinum ýmsu pörtum jarðarinnar og hefir því og í för með sér mismunandi gróður. Eftir því sem breidd- arstigunum fjölgar norður á bóginn eða suður, breytist gróðurinn stöðugt, og vér rekum oss á svipaða breytingu ef vér t. a. m. göngum upp eftir háum fjöllum þó í heitum löndum séu. Það er ekki svo mjög komið undir meðalhit- anum hvort ákveðin tegund getur þrifist á þeim og þeim stað, sem hinu, hve mikill hitinn getur orðið, en einna mest mun það þó komið undir því, hve lár hitinn getur orðið eða vetrarkuldanum. Ljósið. Grænar plöntur geta ekki lifað án ljóss, því þá geta þær ekki unnið fæðu úr kol- sýru loftsins; ljósið veitir plöntunni mátt til verksins en grænkornin eru „smiðjan11. Mjög mikill munur er þó á því, hve plöntur eru ljós- frekar, sumar eru því kallaðar ljósplöntur en aðrar skuggaplöntur. Birkið okkar og víðir- inn eru t. a. m. ljósplöntur, en skuggaplöntur má sjá hér á landi t. a. m. í hraungjótum, (einkum mosategundir). Á þéttgrónum velli og þó einkum í skógum er mikil baratta um ljós- ið bæði milli hinna ýmsu tegunda og milli ein- staklinganna, hver skarar eld að sinni köku og teygir sig sem mestí birtuna, breytir blað- stöðunni þannig að fletirnir nái sem mestu ljósi o. s. frv. Þess eru þó dæmi að birtan getur verið of skörp og á það sér einkum stað í heitum löndum, en plönturnar hafa ráð við því og snúa þá blöðunum þannig að sem minst ljós komi á þau. Gerlarnir þola illa birtuna og veslast upp f sólskini, af því má ráða hve afar nauðsynlegt það er að haga íbúðarhúsum manna og alidýra þannig, að þau sé björt og sólskinið komist sem bezt inn í þau. Jarðvegur. Áhrif jarðvegsins á plönturn- ar eru margbrotin og afarflókin; þau eru þó

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.