Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 7

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 7
FREYR. 115 torfgarðar, torf- og grjótgarðar, óhöggnir grjót- garðar tvíhlaðnir, óhöggnir einhlaðnir og sein- ast garðar úr höggnu grjóti, að þeim er að eins lítið unnið. Lokræsin eru aðallega malaræsi, þá holræsi og minsta af pípuræsum. í lokræsagjörðinni er fremur afturför en framför þessi síðustu ár. Safnhús og þrór gjörðar með mesta móti þetta ár, þó heldur minna en árið næsta á undan. Móskurðurinn fer árlega í vöxt og bendir það vafalaust á betri meðferð áburðarins. Um vinnutímann til sveita eftir Pétftr Stefánsson í Fjallsseli. Eátæktin er vor fylgikona, íslendinga, og hefir lengi verið. Það má svo að orði kveða, að vér eigum sífelt í höggi við hana. Hún er versti þröskuldurá vegi vorura til framfara og menningar og bannar oss betri lífskjörog meiri þægindi en vér eigum við að búa. Því er von til, að reynt sé að komast fyrir helztu orsakir hennar — Það er auðvitað, að engin ein orsök er til fátæktar vorrar, henni veldur margt sem von er, en ein veruleg orsök hennar er að mínu á- liti óreglan. Hún bindur oss þungan bagga í framsóknarbaráttunni, en hún hefir þann hul- iðshjálm, að vér veitum henni litla athygli og eftirtekt, athugum ekki sem skyldi, hveþungthún stendur oss fyrir sönnum þjóðþrifum og vel- farnaði. Óreglunnar verður víða vart hjá oss í fél- agslífi, iifnaðarháttum og atvinnugreinum. Ég ætla ekki að fara að rekja feril hennar eða sýna hana i öllum sínum myndum, enda væri það rueira en ég gæti at hendi leyst, að eins ætla ég að minnast á eitt atriði þ. e. vinnu- tímann. Vinnutíminn hefir verið óreglubundinn hér á landi sjálfsagt frá því land bygðist. A sið- ustu árum hafa þó orðið nokkrar breytingar á honum, einkum að því leyti, að hann hefir ver- ið styttur nokkuð að mun, en minni á hinu, að hann yrði reglubundinn. Opinber vinna er þó með nokkurri reglu og ef til vill er „hand- verksvinna11 reglubundin, en landbúnaðarvinna hjá bændum er of viða óreglubundin. Ég tel það mikið mein, að vinnutíminn er ekki alment reglubundinn hjá bændum, að svo miklu leyti, sem því má við koma eftir at- vikum. Það er vitanlegt, að þetta má ekki taka of strangt, til þess eru störfin of marg- breytileg hjá oss og undir atvikum komin; eu það er sök sér þó að útaf þyrfti að bregða,. þegar nauðsyn bæri til. Þegar um þetta mál er að ræða eru máls- aðilar bændur og vinnuhjú, og verður það að skoðast frá beggja hliðum. Það er orðið alment álitið og viðurkent um hinn mentaða heim, að erfiðismaðurinn þurfi auk svefns og hvíldar einnig tómstundir, til þess að geta lifað ánægður og nor.ið sín. Þetta hlýtur þá einnig að ná til vor Islendinga. Sumir kunna að kalla þetta „slóðahugsunar- hátt“, en munu þó komast að raun um, að ekki verður til lengdar hægt að kefja niður þann hugsunarhátt. Þetta er alda vakin af blæ menningarinnar og frelsisins. Ég er'hræddur um að vér höfum orðið helzt til seinir ti) í því efni að rýmka frelsi verkafólksins, og vér erum áreiðanlega farnir að súpa seyðið af því og það ekki sem sæt- ast, þar sem vinnufólkseklan er. Um leið og vinnutíminn er ákveðinn svo og svo margar kl.st. á dag, þá er annar timi einnig ákveðinn, þ. e. tími sem ekki er vinnu- timi. Sé vinnutíminn hæfilega langur, verður hinn tíminn eigi aðeins til svefns og máltiða heldur verður og einhver tími afgangs á hverj- um sólarhring, sem verður þá tómstundir, frí- tími. Það hefir eigi verið venja til sveita að ætla raönnum tómstundir á rúmhelgum dögum svo heitið geti, hitt hefir þótt nægja að menn hefðu svefn og hvíld og tíma til máltíða, (ef ekki vantar á að svo sé sumstaðar). Minna er fengist um þó slegið sé slöku við og slór- að í vinnunni, það er að eins verið lengur við verkið og álitið að allt muni jafua sig. Þetta er svo gamall og almennur siður, sem flestir hafa alist upp við og vanist frá barnæsku, að menn finna eigi svo mjög til

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.