Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 3
FREYR. 135 nóg er komið. En það gengur misjafnlega. .Að vísu reynir náttúran alltaf að græða þá bletti, sem komnir eru í auðn, en menn og skepnur gera sitt til að aftra þeim gróðri. Melurinn sáir fræi sínu þar sem hann get- ur og vex og dafnar. Eái hann verulegt við- nám, dregur hann úr sandfokinu og aðrar jurtir koma svo smám saman og leysa hann af verði. Svona fer það þar sem vel gengur, og það gengur vel alstaðar þar sem melurinn nær sér niðri á annað borð og mennirnir lofa honum að vaxa í friði. En þessu er ekki að heilsa í Meðallandinu og reyndar viðar í sýslunni, þó verst sé það þar. Meðferðin á melnum hefir verið svipuð þar og meðferðin á skógum hefir verið annarsstaðar á laudinu. Eg tel engan vafa á því, að Meðallending- ar eiga sjálfir sök á því, hversu landið þeirra er orðið af sér gengið. Vitaskuld er náttúran dutlungasöm þar, eldgos, ofviðri og vatnagang- ur. En hefðu mennirnir hlúð að nýgræðingn- um, eða að minsta kosti látið vera að varna honum viðnáms, þá væri sveitin þeirra kosta- sveit nú. Sá siður hefir haldist öldum saman í Með- allandi og Álftaveri að safna melkorninu og hafa það til matar. Eggert Ólafsson skrif- ar um það í ferðabók sinni og 9 árum seinna skrifar Sæmundur prestur Magnússon Holm langa og rækilega ritgjörð í 1. og 2. úri Lær- dómslistafélagsritanna „Um meltakið í vestur- parti Skaftafellssýslu“. Hað er ýtarleg rit- gjörð og lærdómsrik að mörgu leyti, þótt því sé haldið frara þar hve gagnleg meltekjan sé. Aðferðinni við melskurðinn og meðferð korns- ins er nákvæmlega lýst. Ræður hann og til að sá korninu til þsss að fá nýtt kornskurðar- land og bæta upp það sem úr sér gengur. Skrifar hann langt mál um ýmsar sáningarað- ferðir sem hann hafi reynt. Meltekjan var talin jarðarhlunnindi og er það skiljanlegt að svo hafi verið fyr á tímum eftir því sem samgöngur og aðrir lifnaðarhætt- ir voru þá. En nú á tímum er alveg rangt að telja meltekjuna hlunnindi. Islenzkakornið verður Meðallendingum vafalaust mikið dýrara •en útlendur kornmatur. Það fer langur tfmi í að skera kornið og þar við bætist að þetta verður venjulega að gerast áður en heyskapur er úti. A vetrum fer og mikil vinna í að hreinsa og hirða um kornið, en sleppum því. Til einhvers þarflegs mætti þó nota þann tíma. Sagt var mér í suraar, þarna austur frá, að einn maður skæri melstöng á 2 hesta á dag og að 10—12 hesta af góðri stöng þyrfti til að gera eina korntunnu. — Það virðist svo sem heppilegra væri að nota þennan tíma til heyskapar eða jarðabóta og ekki er vinnukraft- urinn of mikill í Meðallandi fremur eu annar- staðar. Sumir bæir i þessari sveit hafa fram að síðustu árum ekki notað annan kornmat yfir veturinn en melkornið. Sagt er þó, að á eng- um bæ hafi fengist meira af því en 5 tunnur. Nú orðið eru það nokkrir bæir sem engu íslenzku korni safna. Það virðist vera auðráðin gáta, að það- tefji fyrir viðgangi melsins, að kornið sé tekið en ekki lofað að sá sér aftur. Væri hvert einasta korn tekið mundi melurinn fara þverrandi og deyja út að lokum. En auðvitað verður altaf nokkuð eftir af þroskuðum stöngum, sem á hverju hausti verður að nýju útsæði og þess- vegna helzt melgresið nokkuð við. Eitt er það enn, sem. gert er til að eyða melgresinu og það er meljurif. Jarðstöngla og rætur melgresisins kalla Skaftfellingar „busku“ og „sumtag". Þetta rífa þeir óspart. Úr buskunni gera þeir reiðinga, bæði til heima- brúkunar og sölu, en sumtagið hafa þeir í ýmis- konar bönd, gjarðir, hnappheldur o. fl. í hvassviðrum fýkur úr melakollum, melj- urnar verða berar og losna, er þá siðurinn sá, að rífa alt lauslegt og flytja heim. Eengju meljurnar að vera kyrrar, mundu þær tefja fyrir áframhaldandi foki og sumar mundu gróa á ný. í hvassviðri miklu, sem gekk um Meðal- landið síðastliðið vor, losnaði feiknin öll af meljura. Var þá öllu lausu safnað. Heyrði eg það haft eftir einhverjum gömlum manni þar, að mikil blessun hefði þetta verið fyrir sveitina. Það er ekki von að betur sé ástatt en rairain er á, i sandfokshéraði, þar sem hugsun- arhátturinn er svona. Reyndar eiga ekki allir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.