Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 8
140 FREYR. er, að svo lítið af hákarlslýsi hefir koinið ámark- aðinn í ár, hér um bil helmingi minna en í fyrra. Verðið á því er nú: Ljóst hákarlslýsi 33—35 kr. tunnan, dökt 28—30 kr., Ijóst þorska- lýsi 31—33 kr., dökt 28 — 30 kr. og sellýsi 33 kr. tunnan. Æðardúnn hefir einnig hækkað í verði. öóður kaldhreinsaður dúnn seist á 12,50 kr. eg sá bezti jafnvel á 13,50 kr. pundið. Hafsild. Þrátt fyrir góðan afla. hefir sild- in verið í háu verði í sumar og farið hækk- andi. Seinast seldist tunnan af beztu síld á 44. kr. þar sera lítið hafði borist að af henni. Smælki. Svínarækt. Á rjómabúunum fellur mikið til af áfum, sem víðast hvar verða að litlum uotum. Elestum kemur saman um, að bezt megi hagnýta þessar áfir með því að rjóma- búin kaupi að vorinu, þegar þau byrja að starfa, 6—8 vikna gamla grísi, ali þá á áfunum yfir sumarið, og selja svo til íteykjavíkur seinni hluta sumars og að haustinu, þegar þau hætta að starfa. Að kaupa grísi frá útlöndum er dýrt og ýmsum vandkvæðum bundið, og auk þess nú bannað með lögum að flytja þá inn, nema leyfi sé fengið hjá landsstjórninni og sérstökum varúð- arreglum fylgt. Landsbúnaðarfélagið samdi því í fyrra suraar við Sturla kaupmann Jóns- son um að kaupa nokkur svín og ala í Braut- arholti, svo að rjómabúin gætu fengið þar grísi af góðu kyni með hæfilegu verði. Hr. S. J. keypti i fyrra haust. sjö 5—6 mánaða gamla grísi í Danmörku af svinarækt- arbúum þar, 1 gölt og 4 gyltur afYorkshire- kyni og einn gölt og eina gyltu af innlendu dönsku kyni. Grísirnir kostuðu 55. kr. að meðaltali. I vor fékk hr. S. J. dankan vinnumann, sem vanur er svinarækt, og verið hefir síðan í Brautarholti og verður þar næsta ár. Nú eru gylturnar i Brautarholti orðnar 7, og geta því rjómabúin, svo framarlega sem ekkert óhapp keinur fyrir, fengið þar i vor grisi eftir þörfum. Verðið á þeim 6—8 vikna mun verða 16—20 krónur. Góð eftirtekja. Jón bóndi Þórðarson í Hvítadal í Dalasýslu heyjaði í sumar 400 hesta af töðu og 200 hesta af töðugæfu útheyi. Bandið var fremur vænt, um og yfir 100 pd. baggar, og hefir því heyfengurinn verið um 120000 pd. alls. Sé heyið metið á 2'/2 eyrir pd. upp og niður, sem síst er ofmikið með núver- andi háu verði á búsafurðum, hefir heyaflinn allur verið 3000 kr. virði. Heyskapartíminn var tæpar 9 vikur, og að heyvinnu gengu sem svarar Vjt karlmaður og 2 kvenmenn. Eftir hvert þeirra hafa þannig fengist 171 þurrabandshestur að m.t. jrfir sumarið eða 19 hestar á viku. Það verð- ur með ofannefndu matsverði 875 kr. eftir mann- inn yfir sláttinn eða rúmar 95 kr. á viku. Hvað hestur getur stokkið. Sem dæmi ura það, er þess getið um hest í Ameríku, að hann hafi stokkið yfir 7'/a fets háa girðingu. Bændaskólinn á Hvanneyri. Skólastjóra- staðan við þann skóla er veitt búfræðiskandi- dat Halldóri Vilhjálmssyni á Eiðum, og tekur hann við honum ásamt skólabúinu í fardögum næsta ár. Jörðina með jarðarhúsunum, búslóð og búpeuingi tekur hann á leigu fyrir ákveðið árgjald. m skólann sótti auk Halldórs Hjörtur Snorrason núverandi skólastjóri á Hvanneyri, en eigi vildi hann taka búið á leigu, og mun það hafa ráðið úrslitum, Um bændaskólann á Hólum hefir enginn sótt. Sigurður Sigurðsson, núverandi skóla- stjóri á Hólum, vill eigi vera þar áfram, mun honum þykja launakjör þau, sem í boði eru, léleg. I ráði mun vera, að hann verji starfs- kröftum sínnm eftirleiðis, eingöngu í þarfir Ræktunarfélags Norðurlands.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.