Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 6

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 6
2 FREYÍt. mörku benda á, að allar skynsamlegar fram- kvæmdir, er miða að því að auka álit hrossa vorra erlendis, muni bera góðan árangur. Iteyndar býst eg við að áhrif sýningarinnar á hrossamarkaðinn danska verði ekki langvinn, því hrossasalar vorir hafa gjört sitt til að eyðileggja þau. Sá helzti þeirra hefir t. d. bæði í sumar og fyrra sumar flutt stóra hópa af ungum og óvöldum tryppum til Danmerkur og selt á uppboði jafnvel fyrir hvað lítið sem í þau hefir vorið boðið. Anuar (kaupmaður hér í Reykjavík) hefir tvö undanfarin haust flutt til Danmerkur marga tugi af útþvældum og hálíhoruðum bikkjum, og má nærri geta hvernig meðmæli það eru með íslenzkum hest.um Danmörku. Eg hefi í 19. árgangi Búnaðarritsins 4. hefti leitt rök að því, að markaðshorfur fyrir ís- lenzka hesta í Danmörku séu góðar, svo fram- arlega sem vér sendum þangað aðeins góðahesta þroska aldri. Hið sama mun mega segja nm enska markaðinn, þótt mér sé það ekki eins kunnugt. Eg álít óþarft að skýra hér frá, hvaða kostir það séu á íslenzkum hestum, er sérstak- lega auka verðmæt þeirra á erlendum markaði. Það hefi eg gjört í áminstri ritgjörð 1 Búnað- ritinu og í 16. árgangi sama rits his. 158— 163. Hér vil eg aðeins athuga, hvað gjöra eigi og gjöra megi með skynsamlegri takmörkun á útflutningi hrossa og betri meðferð í flutningn- um, til þess að auka álit íslenzkra hesta á út- lendum markaði, og gjöra þá tryggari og arð- meiri útflutningsvöru. Á Bretlandi og í Danmörku eru hestakyn- iu svo bráðþroska, að hestarnir eru teknir til brúkunar þegarþeir eru 2. ára, ogfullvaxnir eru þeir 4 ára. Vorir hestar eru aftur á móti ekki fullþroska fyr en þeir eru 6 ára, og þótt varúð sé við höfð, má eigi byrja að brúka þá, fyr en þeir eru 4 vetra. Þetta virða útlend- ingar ekki skilja og geta ekki skilið, sem vonlegt er. Þeir taka því íslenzku tryppin tilbrúkunar strax og þeir fá þau, þótt þau séu eigi nema 2 eða 3 vetra, en þaf dregur mjög úr þroska þeirra og kjarki, og gjörir þau löt og stöð, sem einmitt eru aðal ókostirnir á hrossum vorum í augum útlendinga auk smærðariunar. Ákjósan- legast væri, að engin hross væru flutt til út- landa yngri en 5 ára, en ,það mundi flestum þykja of langt farið, en yngri en 4 vetra mega þau ekki vera. Það aldurstakmark er auð- velt að ákveða. Þá haía tryppin fengið 4 breiðar tennur. Eins og gefur að skilja, skaðar það- álit íslenzkra hesta í útlöndum ef gamlir, útslitnir hestar eru sendir þangað. Helzt ætti eigi að flytja út eldri hesta en 8—9 vetra. Eg gjöri þó ráð fyrir, að það þyki ganga of nærri hags- munum einstakra manna, og legg því til, að efra aldurstakmarkið sé 11 ár. Venjulegast er hægt að ákvarða það aldurstakmark með' nokkurnveginn vissu eftir slitinu á fram- tönnunum, en séu hrossin komin yfir þann aldur, er oft ómögulegt að ákveða aldur þeirra, svo ekki geti skakkað einu eða jafnvel fleiri árum. Skjótt, glaseygð og glámótt hross ætti alls ekki að flytja til útlanda. Þau seljast að öðru jöfnu mikið lakar en einlit hross. Það ákvæði mundi flýta mjög fyrir útrýming skjótta litsins úr hrossakyni voru, og því gjöra tvöfalt gagn. Eg hefi oft séð stærri og mÍDni hópa af hálfhoruðum og yfir höfuð illa útlítandi trypp- um flutta til útlanda seinni part veturs og að vorinu. Betur er ekki hægt að sýna útleod- ingum, hvert uppeldi íslenzku hestarnir fá, og hvernig með þá er farið. Slíkur útflutningur er einkar vel lagaður til að rýra álit hesta vorra í útlöndum, jafnframt því að hann er til stór minkunar fyrir þjóðina. Eins og áður hefi verið vikið að, hefir talsvert af hestum verið sent hér frá íteykja- vík til Danmerkur tvö undanfarin haust. Þess- ir hestar hafa verið keyptir víðsvegar að vorið áður, og hafðir hér yfir sumarið, til þess að leigja þá útlendingum og bæjarmönnum í út- reiðar og ferðalög. Margir þeirra, er hestana. leigja, brúka þá miskunarlaust, ofþreyta þá hvað eftir annað, meiða og s. frv., oft fremur af því að þeir kunna ekki með hesta að fara en af illmensku. Að haustinu eru hestarnir oft

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.