Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1907, Side 18

Freyr - 01.01.1907, Side 18
14 FJREYB. unarefnið í loftinu sameinast þá kalkkolinu og myndar nýtt efni kalciumcyanamid, sem alroent er kallað kalkköfnunarefni. — Eramleiðsla þessa efnis er í höndum hlutafélags í Berlín. Enn sem komið er, hefir kalkköfnunarefnið mest verið notað við gulliðnaðinn í Suður-Afriku, eg er þá áður breytt í cyannatríum. Gróðrar- tilraunir hafa þó sýnt, að það hefir sama á- fiurðargildi og brennisteinssúrt ammoniak, og að áhrif þess á gróðurinn eru svipuð. Bæði kalkköfnunarefnið og brennisteinssúra ammoní- akið á að hylja með mold (plægja eða herfa niður) þegar þau eru borin á. Séu þessar á- hurðartegundir bornar á óbrotna jörð (graslendi), breytist köfnunarefnið i ammoníakog gufar burt. Á seinni hluta 18. aldar, gjörði enskur efnafræðingur Henry Cavendish þá uppgötvun- að framleiða mætti saltpéturssýru úr köfnunar- efni og eldi loftsins, með því að hleypa rafur- magnsneista gegnum það. Þessa uppgötvun hafa þeir Birkeland og Eyde hagnýtt sér. En til þess að hún gæti orðið að verklegum not- um, hefir þeim hugkvæmst mjög haganlega gjörður og frumlegur útbúnaður. Aðal áhaldið er eldtraustur leirofn 3 álna breiður. Frá báðum hliðum hans ganga tveir holir koparsívalningar (rafurmagnsleiðarar), er ná næstum því saman í miðju ofnsins, einnar eða fárra lína bil millum endanna. Koparsí- valningarnir eru settir í sambaud við afar- sterkan rafurmagnsstraum, og úr ljósboganum, sem myndast millum enda þeirra er dreift með sterkum rafsegul. Bafurljósboginn breytist við þetta i kringlótta ljósskifu, sem verður alt að 5 fet á breidd, ef hundrað hesta rafurmagns- afli er beitt á hvern ofn. Koparsívalningarnir eru verndnaðir fyrir bráðnun, með því að leiða um þá kalt vatn. — Bilið millum veggja ofns- ins og ljóskringlunnar er að eins 2—3 þuml. Hitinn í loganum er um 3000°. í gegnnm ofninn, fram hjá ljóskringlunni beggja vegna, eru leidd 700 teningsfet of andrúmslofti á min- útunni. Loftið hitnar ákaflega mikið um leið og það fer f'ram hjá logannm, og nm leið samein- ast köfnunarefni og eldi loftsins. Loftið er síðan kælt í snatri, og leitt gegnum marga granítturna með vatni í. JÞar verða köfnunar- efnissamböndin eftir, og breytast i saltpétur- sýru. Saltpétursýra er siðan leidd í gegnum kalklög, og gengur þá kalkið í samband við hana og myndast við það kalksaltpéturinn (Ca (N03)s-j-4 H,,0). Því næst er lögurinn hitaður á pönnu, og vatnið látið gufa burt, og storknar þá kalksaltpéturinn. Síðan erhanu grófmalaður og settur i trékvartil, fóðruð með striga, og þannig fæst hann í verzluninni. Kalksaltpéturinn er nokkuð mismunandi, en sá sem framleiddur er á kalksaltpéturverk- smiðjunni á Natodden í Noregi og óefað á framtiðina fyrir sér, hefir 13% köfnunarefni. Það er hvitleitt salt, sem leysist auðveldlega upp i vatni, og rennur niður, ef það er til lengdar í röku lofti. Kalksaltpéturinn á því að geymast á þurrum stað og berast á í þurru veðri. Gróðrartilraunir hafa sýnt, að kalksaltpét- urinn er eins góður áburður og kílísaltpétur- inn, og verkar eins fljótt og vel. Hann má bera jafnt á graslendi og brotna jörð. Visindin eru þá búiu að sýna og sanna, að óþarfi er að óttast skort á könfnunarefnisáburði í framtiðinni, en ennþá er óvíst, hvort þessi uppgötvun hefir í för með sér verðlækkun á áburði. Ennþá er framieiðslukostnaðurinn svo mikill, að þess er naumast að vænta. Alt virðist mæla með, að þessi uppgötvun geti haft afar mikla þýðingu fyrir oss, bæði beinlinis og óbeinlínis. Til framleiðslu kalk- saltpéturs þarf afar mikið afl, en það fæst ó- dýrast í fossunum, og af þeim höfum vér mjög mikið, en flest önnur lönd lítið. Eftir nokkra áratugi verður ef til vill búið að beizla fleiri eða færri af fossum vorum, og í nánd við þá komnar á fót stóreflis kalksalt- pétursveksmiðjur, sem byrgja bændur vora með ódýrum köfnunarefnisáburði, og flytja út kalksaltpétur íyrir nokkrar miljónir króna á ári. Þá verður gaman að lifa á íslandi! Guðjón Guðmundsson.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.