Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 8
4
FREYR.
fyrirmælum lagauna, lítur eftir útskipuninni og
sér um að útbúnaður skipsins og fóðurbirgðir
séu í góðu lagi. Síðan ritar hann á skipsskjöl-
in þar að lútandi vottorð, og má eigi afgreiða
skipið fyr en það er búið. Við lok hvers árs
gefur hann laudsstjórninni skýrslu um tölu út-
fluttra hrossa, og með hvaða skipuin þau hafi
verið flutt. Eyrir ómak umsjónarmanns skulu
þeir, er hrossin senda, greiða honum ákveðið
gjald t. d. 25 aura á hross.
Mér er það ljóst, að lagafrumvarp með lík-
um ákvæðum og nefnd hafa verið, mæti mót-
spyrnu úr ýmsum áttum. l>á hlið málsins er
því rétt að athuga.
í fyrravetur skriíaði ég mönnum víðsveg-
ar um land, er ég áleit að væru sérstaklega
kunnugir útflutningi hrossa, og bað þá að gefa
mér. upplýsingar um aldur hrossa, er seld
væru til útlanda í þeirra héruðum. Retta er
nokkuð mismunandi í ýmsum héruðum lands-
ins, en eftir svörum þeirra að dæma, er ég
fékk, mun láta nærri að */, hluti af útfluttum
hrossum só 2 vetra, 3/, þriggja vetra, */7 fjögra
vetra og */7 fimm vetra og eldri. Á 10 ára
tímabilinu 1895—1904 hafa þá verið flutt til
útlanda að meðaltali ár hvert 400 tvævetur
tryppi, 1200 þrevetur, 800 fjögra vetra og 400
fimm vetra hross og eldri.
Eí vér gjörum ráð fyrir, að tölor þessar
séu nokkurnveginn réttar, er auðsætt, að fyrir-
varalaust bann um útflutning á tryppum yngri
en 4 vetra gæti orðið tilfinnanlegur hnekkir
í svipinn fyrir einstaka menn. En fyrir það
má girða, með því að láta lögin eigi koma í
framkvæmd fyr en t. d. einu ári eftir að þau
væru samþykt. £>á væri auðvelt fyrir hrossa-
eigendur að haga sölunni þannig, að breyt-
ingin yrði ekki tilfinnanleg.
Skjóttir, glaseygðir og glámóttir hestar
eru nú orðið farnir að týna svo tölunni, sem
betur íer, að þótt bannað væri að flytja þá til
útlanda, gæti það ekki bakað neinum veruleg
óþægindi.
Af gömlum hestum, eldri en 11 vetra, er
tiltölulega mjög lítið flutt út, líklega einna mest
hér úr Reykjavík, og allir hljóta að sjá, að
eigi er réttmætt, að þeir fáu menn, er kunna
að hafa stundarhagnað af þeirri sölu, spilli
markaðinum yfirleitt.
Gölluð, mögur og meidd hross ber að
skoða sem skemda vöru, sem eigi er frambæri-
leg á erlendum markaði.
Menn verða hér sem ætíð, þegar um yfir-
gripsmikil nýmæli er að ræða, að minnast
þess, að stundarhagnaður einstakra manna
verður að þoka fyrir hagsmunum heildarinnar.
Og eins og áður hefir verið tekið fram, getur
enginn vafi leikið á, að sú takmörkun á út-
flutningi hrossa, sem hér er um að ræða,
mundi auka mjög álit íslenzkra hesta í út-
löndum, og hækka verð þeirra stórkostlega,
þegar frá liði.
Eg hefi heyrt þeirri mótbáru hreyft gegn
umræddri takmörkun á útflutningi hrossa, að
hún mundi hafa í för með sér, að mikið færri
hross yrðu flutt út á eftir en að undanförnu.
Þetta er i sjálfu sér rétt, en miklu fremur
meðmæli með málinu en hitt. Þeir einu, sem
græða á höfðatölunni eru eigendur eða leigend-
ur skipanna, er hrossin flytja og umboðssal-
arnir, en fyrir engum þeirra þurfum vér að
bera umhyggju. Það, sem oss varðar mestu,
er að hagnaðurinn af hrossasölunni verði sem
•mestur fyrir bœndur og markaðarinn sem trygg-
astur, og að því verður að styðja með kynbót-
um og bættri meðferð á hrossum og skynsam-
iegri takmörkun á útflutningi þeirra.
Með nú verandi tryppasölu gengur ó-
hæfilega mikið af andvirðinu í flutnings og sölu-
kostnað, líklega fullir a/s hlutar söluverðs.
Elutnings og sölukostnaður tryppanna er jafn
mikill og fullorðinna hesta, um 40 kr. á hross,
en óhætt mun að gjöra ráð fyrir að 5 vetra hest-
urinn seljist að jafnaði helmingi betur en 2
vetra tryppið. 1 fyrra tilfellinu gengur helm-
ingur söluverðs eða meira í kostnað, en í síð-
ara tilfellinu einn fjórði hluti. Þessi eina á-
stæða ætti því að nægja ti) að sannfæra menn
um, hvað tryppasalan er afar-óheppileg. í>að,
sem sérstaklega heldur henni við, er að bænd-
ur fá sjaldnast að vita hið sanna söluverð
hestanna eftir aldri og gæðum.
Guðjön Guðmundsson.