Freyr - 01.01.1907, Side 7
FítEYR.
3
magrir og meiddir og yfir fiöfuð illa útlítandi,
-bæði af vondri brúkun og lélegum högum.
Þetta er þó ekki það versta, því það geta
kaupendurnir séð. Hitt er verra, að þeir eru
Mþvældir, hafa verið gjörðir uppgefnir hvað
eftir annað, og með því að þetta eru alt full-
orðnir hestar, sumir janfvel um tvítugt, má
ganga að því vísu, að þeir nái sér aldrei fram-
ar, hvorki að því er þrótt eða vilja snertir.
Engan skyldi því undra, þótt útlendingar, er
hreppa slik happakaup, hefðu ekki mikið álit
á íslenzkum hestum eða mæltu eigi með þeim
við aðra.
Með hrossin gildir sama regla og allar
aðrar vörur, er ganga kaupum og sölu: Því
vandaðri sem varan er, þess betur er hún borg-
nð, og því vissari markaðurinn.
Eyrirkomulagið á flutningi hrossanna á
markaðinn og sölu þeirra þar er afar óheppi-
legt. Um síðara atriðið skal þó eigi ræða hér,
enda erfitt ef ekki ómögulegt að ráða bót á
því með lðgum. tJr stærstu göllunum á út-
flutningnum er þar á móti auðvelt að bæta.
Hrossin eru flutt til útlanda á gufuskipum,
meiri hlutinn með skipum Zöllners stórkaup-
manns í Newcastle, er flytja vörur til kaupfé-
laganna og taka hrossin til baka. Hitt með
póstskipunum. I báðum tilfellunum er lögð
aðaláherzlan á, að koma sera flestum hestum
íyrir í sem minst rúm, því ákveðið flutnings-
gjald er tekið fyrir hvern hest, og gróðinn á
flutuingnum þar af leiðandi því meiri, þess
þéttara sem hægt er að stafla hestunum saman.
Munurinn er aðeins sá, að á póstskipunum eru
hestarnir ekki hafðir á þilfari, en á hrossatöku-
■skipunum erraðað á þilfarið, eftir því sem ástæður
leyfa, þegar búið er að troðfylla niðri. -— Hrossin
eru höfð í stærri eða minni stíum, eftir því
sem tilhagar, og óbundin; jötur eru engar eða
vatnsstokkar, heyinu kastað á hrygginn á
hestunum, og vatnað í fötum. Mikið afheyinu
treðst niður í forina, og tápminstu hrossin fá
•oft lítið eða ekkert hvorki af heyi eða vatni,
verða að láta sér nægja með bit ogslöghinna,
sem meiri máttar eru. Hitasvækjan og óloftið
keyrir fram úr hófi, einkum á neðri þiljum,
bæði vegna þrengslanna og vondrar loftræst-
ingar.
Talsvert af hestum þeim, sem fluttir eru
til útlanda, eru seldir strax og þeir koma af
skipsfjöl. Það hefir því eigi lítil áhrit á sölu-
verðið, hvernig um þá fer á leiðinni, því leið-
in er eins og kunnugt er löng og vond. Og
eigi mun það ótítt, að kaupa verði dýra haga
fyrir hestana, áður en þeir eru seldir, til þess
að þeir nái sér eitir flutninginn, og eykur það
oft verulega sölukostnaðinn. Þá er ekki óal-
gengt að hestar drepist og stórmeiðist í flutn-
ingnum, þótt hlutaðeigendum lánist oft að halda
því leyndu. Nokkrum sinnum hafa þó orðið
svo mikil brögð að þessu, að komist hefir í
hámæli, meðal annars seinast liðið sumar.
Allar misfellur í flutningnum lenda á eig-
endum hrossanna, því þau fást ekki vátrygð.
Hér er því um mjög mikið beint og óbeint
peningalegt tjón að rœða fyrir bændur, ogskömm
og skaða fyrir þjóðina.
Til þess að ráða bót á þessu, verður að
ákveða með lögum, hvað mikið rúm skuli ætla
hverjum hesti, eftir því hvar er í skipinu, og
hvað marga megi hafa saman í stíu. Þá
verður að heimta jötnr, og þær verða að vera
vatnsheldar svo hægt sé að vatna íþeim, og
þannig fyrirkomið, að allir hestarnir í hverri
stíu geti etið í einu. Viðunanlega loftræsing
verður að heimta, og banna að flytja hesta á
þilfari milli landa, því á öllum tímum árs geta
komið þau veður, að hross, sem þar eru höíð,
séu vonarpeningur. Loks verður að ætla
hverjum hesti nægilegt fóður, og má það eigi
vera minna en 10 pd. af góðu heyi á dag, mið-
að við áætlun skipsins, eða sem því svarar í
öðru fóðri.
Til þess að lög um útflútning hrossa með
líkum ákvæðum og að framan eru nefnd, verði
eigi dauður bókstafuT, þarf landsstjórnin að
skipa áreiðanlegau manu, sem hefir vel vit á
hrossum í hverju kauptúni á landinu, þaðan sem
hestar eru fluttir, til þess að hafa á hendi eft-
irlit og umsjón með útflutningnum. Þeir, sem
senda vilja hesta til útlanda, verða að tilkynna
það umsjónarmanni með nægum fyrirvara.
Hann skoðar hestana nákvæmlega, og gjörir
þá afturreka, er að hans dómi eigi fullnægja