Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1929, Page 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1929, Page 5
TlMARIT V. F. I. 1929. 35 strandstaðnum“. Einhver húmanisti hefir líklega staðið á bökkunum fyrir innan Laxá og horft á skip- verja vera að velkjast í brimrótinu, selt sig siðan niður og ort kvæði, 15 cm á lengd og 9 á breidd. Hitt kvæðið var lengra, 25 cm, en ekki nema 5 á breidd, svo að bað var hóti minna en það fyrra. I sama blaðinu voru 5 — fimm — smásögur og nokkrar skrítlur að auki. Þetta var mjer sagt um daginn: Ungur stúdent hafði gefið út kvæðabók, sem hjet „Hjarðir“ eða „Hrannir“ eða „Stritlur“, jeg man annars ekki livað liún hjet. Kunningi hans sagði við hann, að mikið væri hann nú búinn að yrkja, ekki eldri, heila kvæðahók. Skáldið svaraði á þá leið, að hann liefði því miður lítinn tíma al'gangs skyldustörfum, annars mundi hann geta ort iniklu meira — framleitt miklu meiri lýrik, próportiónala að flatarmáli við þann tíma, sem hann hefði afgangs daglegum skyldustörfum. En húmanistunum þykir framleiðslan ekki nóg. Þessvegna er nú i ráði að flytja inn 50 — fimmtiu — arkir af lýrik „virkileg- um bókmentum“ frá Ameríku. Það heyrði jeg í gær. Það er líkt um blómdaggarúðalýrikinaogumsýróp- ið. Hún er andleg fæða handa einföldum sálum, sem þekkja ekki aðra bctri. Jeg gat lesið liana þegar jeg var um tvítugt, það geta margir á þeim aldri. Ef jeg væri einvaldur, skyldi jeg láta rikar stúlkur á aldr- inuin frá 16 til 25 ára framlciða alla lýrik í landinu fyrir ekkert. Jú, mjer er alvara, jeg get varla hugs- að mjer auðvirðilegra karlmannsverk, en að sitja og prjóna saman hendingar. Svo telja þeir alþýðunni trú um, að lýrikin sje „fín“, svo að hún þorir varla að lesa það sem hún licfir gaman af. Sjer er nú hver vitleysan. Jeg get ekki still mig um að minnast á „Stúdenta- blaðið“ í þessu sambandi, þó að jeg eigi ekkert úti- standandi við stúdentana, síður en svo. Þeir lialda aðalhátið einu sinni á ári og gefa þá út blað. Nú skyldi maður lialda, að þegar stúdentar — „blóminn af íslenskum æskulýð“ eru þeir venjulega nefndir — leggjast á eitt til þess að gefa út eitl aðalblað, einusinni á ári, mundi þar gefa á að lita eitthvað nýtt, eitthvað djarft og skemtilegt, óvanalegt. En margt fcr öðruvisi en ætlað er. Þar voru eitthvað um tuttugu kvæði, að jeg held, jeg týndi blaðinu og taldi ekki kvæðin. Og þau voru öll i þessum venjulega dúr, eða rjettara sagt moll, þar vantaði hvorki „Yor- nótt“ nje „Sumarkvöld“ og kyrfilega hugsa jcg að „Horfnar ástir“ hafi setið þar á sínum stað, þó að jeg muni það ekki. Öll voru skáldin sem jeg las þar full af heilagri alvöru, engum stökk bros. Ekki svo- lciðis, þetta var allt sauðmeinlaust og hneyxlaði eng- an. En vei þeim, er ekki veldur hneyxlunum. Betra væri honum að skrifa eins og Þorbergur eða Kiljan, svo að einhver nenti að lesa það, þó að úti kynni að slá fyrir honum við og við — hvar vorum við nú aft- ur? Jú, jeg var að skrifa um Stúdentablaðið, til þess að sýna, hvernig „bókmentirnar“ liggja eins og farg á hinum mentaða æskulýð landsins. Jeg sný mjer svo aftur að skólunum. Húmanist- arnir segja, að þeir sem þurfi endilega að læra þessa stærðfræði og eðlisfræði eða hvað það nú er, geti þá farið í stærðfræðideildina i mentaskólanum. En þetta er alveg rangt. Bæði er það, að skólarnir eru tveir, livor á sínu landshorni, en stærðfræðideildin ein, og svo miklu frelcar liitt, að Jiað er eigi von á }þvi, að unglingar um fermingu, sem nú taka gagn- fræðapróf, geti strax áttað sig á því, hvorn veginn þeir eigi að fara, og leiti þvi heldur til hinnar deild- arinnar, þar sem þcir eiga frekar von á feitum vitn- isburðum, án þess að þurfa að gera sjer þá fyrir- höfn að setja sig inn í greinir, sem þeim veitir erfitt að læra. Þar þurfa þeir ekki annað en fletta upp í orðabókum, og sjá! Þær leysa fyrir þá öll próblem. Er það ekki munur? Þó er mjer ekki grunlaust um, að ýmsir nemendur máladeildanna í mentaskólan- um hjerna hafi eitthvert hugboð um, að hjer sje ekki alt með feldu, en það er varla hægt að snúa við, þegar búið er að velja. Þeir verða að halda áfram með sínar smásögur og sín kvæði, á latínu, ensku, þýsku, frönsku, dönsku og íslensku, eintómar smá- sögur og kvæði, því að efni kenslubókanna er aldrei annað. Annars hefi jeg hej'rt, að í nágrannalöndunum sjeu nýmála-deildirnar langmest sóttar af kvenfólki, sem leiti sjer svo atvinnu við skrifstofustörf og þess- liáttar að afloknu stúdentsprófi. Sjeð hefi jeg sjálf- ur skólaskýrslu frá Danmörku, |þar sem í máladeild var einn karlmaður, hitt alt kvenfólk, en í stærð- fræðideildinni voru tómir karlmenn. Og mjer liefir 'erið sagt af kunnugum að í enskum skólum sje algengast að karlmenn sæki stærðfræðideildirnar, þá fornmáladeildirnar, en síður liinar, En hjer er alt öðru máli að gegna, því að hjer svifur „bókmenta“- andinn yfir vötnunum. Það er nú af sem áður var. Það stendur einhvers- staðar í mínum liistoríubókum, að við innganginn að skóla Platons í Aþenu hafi verið letruð orðin: Mr]óelg dyeofiérQrjiog ríoíroi. Þessum orðum ættu nú húmanistarnir okkar að víkja við, og letra vfir út- ganginn úr sínum skólum: Mrjðeig yroiiéiQr^og sí-ítcú. Ólafur Daníelsson. Matematiska uppgiftcv för latingyninasiet. 1. En likbent triangel ABC har spetsen A och basen BC. Hur stor bör vinkeln A vara, om en cirkel, som tangerar sidorna AB och AC i D och E, sá att AD = 2DB, har sin medelpunkt pá basen? 2. Vilket várde skall r ha i ekvationen æ2 -|- 7t + r = 0, för att summan av kuberna pá ekvationens rötter skall vara 77?

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.