Freyr - 01.06.1907, Blaðsíða 1
íslenzkir hestar á dönskum markaöi.
Um tíu ára bil hefí eg hatt talsverð af-
skifti af islenzkum hestum og notkun þeirra i
Danmörku. Eg hefi nú selt hér um 2000 hesta
og lengið við það ýmis konar reynslu, er eg
álít rétt að skýra íslendingum frá, til sameig-
inlegs gagns báðum löndunum.
Ástæðurnar til þess að vér höfum lagt kapp
á vinna að því, að islenzkir hestar yrðu notaðir
hér eru þessar: Yér flytjum árlega inn frá
Rússlandi mörg þúsund litla hesta og ætluðum
þvi, að hægt væri að miuka þann inníiutning
að nokkru og taka í staðinn islenzka hesta og
á þann hátt mynda hér markað fyrir þá. Yið
það fengju þá íslendingar nokkuð af þeim pen-
ingum, sem annars ganga héðan til Rússlands,
og um leið mundum vér hér í Danmörku spara
té með því að nota ísl. hestana, því að þá er
ódýrara að halda en nokkra aðra hesta sökum
þess, hve fóðurléttir þeir eru. Loks hefir það
komið í Ijós, að með rússneskum hestum hefir
fluzt hingað hvað eftir annað „Snive“, en sá
sjúkdómur er ekki til á Islandi.
Dað hefir verið mörgum og miklum erfið-
leikum bundið að koma f'ólki hér í skiining um
það, að þessir litlu, óálitlegu, ísl.hestár gætu
í raun og veru unnið svo verk sitt hér, að að fullum
notum þyki koma. Það hepnaðist tiltölulegu
fljótt að koma mönnum upp á að nota
hestana liér í Kaupmannahöfn meira en áður
hafði tiðkast, og svo að nokkru leyti í öðrum
bæjum, einkum við léttan akstur. Til sveit-
anna voru isl.hestar áður fyr álitnir nokkurs-
konar leikfang, aðeins til reiðar banda börnum
o. þ. 1. En aftur á móti hefir það gengið mjög
stirt að fá smá-bændur (,,Husmændene“) til þess
að nota þessa hesta, þar sem þeir hafa verið
hræddir um að jarðyrkjuverkfærin væru þeim
of þung; og þó er það einmitt hjá slíkum
mönnum, að ísl.hestarnir geta komið að mjög
arðvænlegum notum. 1 Danmörku eru um
150,000 smábændur og liggur það i augum
uppi, að það eru engar smáræðis upphæðir, sem
sparast við að halda ódýra dráttarhesta og
fóðurlétta, eins og ísl. hestarnir eru. Það er
einkum í nokkruin héruðum á Jótiandi, að
farið er að nota ísh hesta, og það einkum á
seinni árum, hjá sinábændunum, og súreynsla,
sem þar hefir fengist, er fremur hvetjandi en
letjandi.
Til þess að styðja að notkun ísl; hesta á
búum smábændarma hefir myndast hér félag
á þessu ári, og nýt eg þess heiðurs að vera
formaður félagsins. Tilgangur félagsins er, að
útvega góða, stóra og sterka hesta, er einkum
henta smábændum, að taka á móti pöntunum
frá smábændum og afhenda hina pöntuðu hesta
í sumar. Bændurnir borga hestana við mót-
töku, en komi það í ljós á fyrstu 9 mánuðunum,
að hestarnir dugi ekki til þeirrar vinnu, er
þeim var ætluð, má skila þeim aftur til félags-
ins, er borgar þá aftur út kaupverðið að fullu.
Boð þessi, sem margir smábændur hafa þegið
með gleði, sýna Ijóst, að hér er ekki eingöngu
um verzlun að ræða, heldur alvarlega tilraun
til að ná takmarkinu: ísl. hestar hjá dönskum
smábændum.
Til þess nú ennfremur að efla hug smá-
bændanna á þessu máli, hefir félagið síðan i
haust látið gjöra tilraunir á smábændaskólan-
um í Kærehave nálægt Ringsted og hafa til-
raunir þessar hingað til haft sérlega góðan á-
rangur. Ennfremur er mér heimilt að segja
frá því, að „Atlantshafseyjafélagið“ er að vinna
að þvi, að fá ísl. hesta tekna á danskar gripa-