Freyr - 01.06.1907, Blaðsíða 3
FREYR.
75-
imi og þjóðinfii til frægðar og framfara. Eg hygg
það skifta minnu, hvoft rnaður telur sig í Heima
stjórnar- eða Framsókuarflokki, heldur en hverja
stöðuna hann tekur i atvinnurekstrinum. Kaup-
manna og embættismannaf'jöldinn er langt fram-
yfir þarfir þjóðarinnar, en bændaflokkinn þarí
að auka og efla. Verkefni hans er ótæmanlegt,
og viðskiftin við náttúruna eru í alla staði virð-
ingarverð og heiðarleg; styðja að þjóðþrifum,
og geta verið arðvænleg, ef rétt er að farið;
og í þeim viðskiftum er um að gera að fara
svo langt sem unt er, í þvi, að fá sem mestar
hreinar tekjur.
Eg vil leitast við að lýsa einum þætti af
viðskiftum mínum við náttúruna.
Landslagi á jörð minni er háttað þannig
að þar eru afarviðáttumiklar sléttar grundir,
og liggja þær hálfa milu norður frá bænum.
Þessar grundir eru aðalengið. I sumum árum
spretta þærallvél, en brugðist getur að þarsó gott
engi. l>að heiir því vakað fyrir mér að færa
túnið út sém mest. Eg hefi reynt að bera á
þéssar grundir húsdýraáburð, án þess að róta
við jarðvegi, til þeks að koma þeim i rækt, en
það hefir mér reynst bæði afar seinlegt og
kostbært. Eg fór því til nú fyrir 3 árum og
lét rista með spaða ofan af dálitlu beði á ó-
ræktaðri sléttri grund, án þess að stinga upp
flagið, en bár áburð undir og þakti svo strax.
Beð þetta hefir sprottið vel siðan, og eg hygg,
ekki lakara en þó flagið hefði verið stungið
upp. Þó þetta væri nú allfljótunnin ræktun-
araðferð, miðað við að stinga upp flagið, þá
þótti mér. hún samt seinleg, fór eg því vorið
eftir og lét rista olan af með algengum plóg,
og lét streugina liggja kyrra í flaginu, bar svo
áburð yfir strengina, og lagði þá svo niður
aftur, lenti áburðurinn þá undir. Við þakning-
una gengur úr af strengjum eftir því sem menn
vilja þekja gisið.
Tvö siðastliðin vor hefi eg látið rista ofan
af einni dagsláttu hvort vorið. Það sem eg
tók fyrir fyrra vorið (1901) spratt svo vel, að
eg gat látið tvislá það bezta af þvi á fyrsta
sumri, og uú í sumar spratt það mikið vel.
Af þeirri reynslu, sem eg er búinn að fá
af þessari ræktunaraðferð, er ekki að ræða um
neina óvissu, ef vandvirkni er við höfð og næg-
ur. og .góður, áburður borinn nudir, sera er aðal-
atriðið. . Ifjög er og nauðsynlegt að þekja sem
allra fy.rst, eftir að rist er olán af, einkum ef
þurkatið er, svo þökurnar skræluj ekki.
Það hefir gengið fremur illa að fá strengina
jafnþunna og ekki of þykka, því við þakning-
una geta kornið fram ósléttur, ef strengir eru
látnir: ganga úr, séu þeir. misþykkir. Það er
þvi nauðsynlegt að útbúa eitrhvað það á. plóg
skaftið, sem gæti afskamtað þyktina á strengn-
ttm. I vetur sá eg í Frey mynd og lýsingu af
þannig löguðum plóg, sem væri mjög hentugur
til þessa starfs. Ef alt er í góðulagi, er hægt
að rista ofan af einni vallardagsláttu á dag
með einum plóg og 2 hestum, en hve lengi
er verið að þekja, veit eg ekki fyrir víst, en
mikið mun það fljótlegra eu þekja með þökuin,
sem bornar eru úr flagi; jatnvel helmingi fljót-
legra.
Það er alment viðurkent að túnaslétta
með handverkfærum borgi sig mjög vel, og þá
kostar að slétta dagsláttuna með þeirri aðferð
hátt á annað hundrað krónur. Hvað vel tnun
þá borga sig að ,iækta tún með áður uefndri
aðferð, sem. mundi kosta að líkindum 3/4 pört-
um minna?
Það sem hindrar að hægt sé að reka þessa
ræktun í stórum stíl, er skortur á áburði, og
er það svo þýðiugarmildð atriði iandbúnaðarins,
sem nauðsyulega þarf að ráða bót á. Skíturinn
er nú orðinn hyrningarsteinninn undir landbún-
aðinutn, þýðingarmestu atvinnugrein Islendinga.
Einn vegur hefir opnast viðvíkjandi áburð-
arskortinum nú í seinni tíð ; það er hinn útlendi
áburður, sem hefir að vísu lítið verið notaður
hér álandi nema til tilrauna, og er enn að miklu
leyti ósvarað, að hve miklum notum hann geti
orðið oss. En reyndist hann vel, svo hægt
væri að brúka hann til viðhaldsræktunar á
túnin okkar, þá gætum við brúkað húsdýra
áburðinn til undirburðar. Því til þess mun
útlendi áburðurinn ekki heppilegur.
Annað atriði er það líka, sem hefði mikla
þýðingu í sumum sveitum til að bæta úr á-
burðarskortinum, það er: — ef alt það sauða-
tað, sem brent er, væri brúkað til áburðar, með
því mætti rækta margar dagsláttur. En til
þess að það gæti orðið, þá útheimtist