Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1907, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.1907, Blaðsíða 13
FREYR. 85 Sýring rjómans. Sýring rjómans hefur jafnan þótt og þyk- ir vandaverk, og ekki allra meðfæri að framkvæma hana svo að vel fari. I Danmörku, þar sem smjörgjörðin er annars i svo góðulagi, er sýr- ingunni víða ábótavant, og þeir eru ekki ýkja margir, mjólkurbúastjórarnir þar, sem búa til jafna og góða sýru, árið um kring. Eáeinir þeirra hafa fengtð almenna viðurkenning um, að mjólkursýran hjá þeirn sé góð, betri en al- ment gjörist, og selja þeir mikið af móðursýru eða frumsýru til annara búa. Hér á landi er smjörgerðinni óneitanlega að ýmsu Jeyti ábótavant.' Orsakirnar til þess eru margar og þar á meðal sýran, tilbúniugur hennar og sjálf sýringin. Sumir gallar á smjör- inu sem kvartað hefir verið yfir, eiga vafalaust rót sína að rekja til slæmrar eða ófullkominnar sýringar á rjómanum. Tilgangurinn með sýring rjómans A að vera ,sá, að smjörið verði meira eða náist betur úr honum en ella. Sýringin á einnig að bafa þau áhrif á smjörið, að það verði betra á bragðið •og gómsætara. Sérstaklega eru þar hafðar fyrir augum kröfur og óskir smjörneytendanna á Englandi. Að hinu leytinu er það fullkomlega vafa- samt, bvort sýrmgin eykur geymsluþol sntjörs- ins. — Sé sýran eða sýriugin eitthvað í ólagi, jþá eru raiklar líkur til og enda vissa um að sýringin hefur skaðleg ábrif á smjörið, og að það heldur sér þá ver og þolir miklu lakar geymslu. — Eyrir því riður á, að vandað sé til sýringarinnar, og kappkostað að nota aðdns góða sýru. Ef sýran fæst, ekki góð, þá er ábyrgðar- iuinst að sýra ekki rjómann með henni, og og strokka hann heldur ósýrðan. En annars var það eigi tilgangur minn að rita hér langt mál um sýringu rjómans; aðeins vildi ég með nokkrum orðum minnast hér á nýja sýringaraðferð til athugunar fyrir þá, er þetta mál tekur helzt til, en það eru bústýrur smjörbúanna og stjórnendur þeirra. Maður er nefndur Rosengren og er doktor að nafnbót. Hann er kennari við mjólkurskól- ann í Alnarp í Svíþjóð, og hefur gjört þar ýmsar tilraunir með sýring á rjóma, og komist að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að sýra rjónv ann kaldan. Þessa sýringaraðferð hefur hann innleitt á skólanum og þaðan hefur hún rutt sér til rúms og náð töluverðri útbreiðslu i Svíþjóð. Það sem þessi aðferð þykir hafa til síns ágætis, er dálítill ómakssparnaður, en einkum þó það, að smjörið þykir betra og heldur sér lengur óskemt. — Þetta er mikilsverður kostur, og væri því ómaksins vert að gjöra tilraun með þessa aðferð. Það hafa annars, fyr og síðar, verið gjörð- ar margar tilraunir með sýring á rjóma, og þar á meðalí Guelph íKanada. Þar viritst reynslan sýna, að því er gæði smjörsins snerti, að hæfilegur hiti á rjómanum við sýringuna væri 13 _ 15° C. Þegar rjóminn var sýrður21 — 24° C. heitur, varð smjörið lakara, og þoldi ver geymslu. Yanalega er rjóminn sýrður 18 — 22° C. heitur, og talið hæfilegt, að sýringu hans sé þá lokið eftir 18 — 20 klukkustundir. Við mjólkurskólann í Alnarp hefur það hepnast að sýra rjómann aðeins 10° C. heitan- Af sýrunni hefur verið notað, sem nemur 8°/0. Að liðnum 20 — 22 klst. hefur svo rjóminn verið orðinn hæfilega súr. Ef kalt er í veðri, og þá einkum að vetr- inura, þarf rjóminn að vera heitari en hér segir eða að minsta kosti 14° C. Þegar sýran er látin saman við rjómann, þarf að hræra vel í rjómatunnunni, og endur- taka það svo aðrahverja og þriðju hverja klukku- stund alt til kvelds. Samkvæmt kenningu Rosengrens á því rjóminn að sumrinu að vera, þegar hann er sýrður, 9 — 10° C. heitur; en að vetrinum 14 — 17° C. eftir því hvað kalt er í veðri. Að sumrinu hitnar rjóminn meðan hann er að sýrast um 1 — 3 stig, eftir atvikum, en að vetriuum ef kalt er, má búast við að hann kólni með- an á sýriugunni stendur. Reynandi væri nú í sumar að gjöra til- raun með þessa aðferð, undir umsjón mjólkur- skólastjóra H. Grönfoldts. Mér skilst, að það mundi hafa rneiri þýðingu, að slík tilraun væri gjörð að sumrinu. Sumurin eru aðalstarfs-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.