Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1907, Side 4

Freyr - 01.06.1907, Side 4
76 JTítEYR. að í þess stað verði notað annað eldsneyti. „Hvaða eldsneyti11? segja menn. Það yrði nú að vera eftir staðháttuin og því, hvað helzt væri fyrir hendi á hverjum stað. Mór eða skógur er aðaleldsneyti hérlent, sem nú er notað ahnað en sauðataðið, og kol í kauptúnum, flutt frá öðrum löndurn. Enn sem komið er, er mjög óvíða fundin kol eða surtar- brandur hér á landi, en ósvarað, hvað viða þau efni kunna að geta verið til. Það virðist vera full þörf, að gjörð væri ítarleg tilraun t.il að leita upp þessi efni, ef ske kynni að þau findust á þeim stöðum, sem þægilegt væri að nota sér þau. Aburðurinn er svo afardýr, að það má miklu kosta til, að þurfa ekki að brenna hon- um. Mjög víða er til mór en auðvitað mjög misjafnlega góður eða auðvelt að ná honum. í Eimreiðinni síðstliðið ár er fróðleg ritgerð um mó eftir Asgeir Torfason. Eg vil benda mönnum á að lesa hana vandlega, því þar eru góðar bendiugar viðvíkjandi því að gjöra slæm- au mó að góðu og ódýru eldsneyti. Skógana eiga menn að nota til eldsneytis. en ekki þannig að þeir eyðileggist. Til sönnunar þvi, hvað miklum peningum er eytt með því að brenna sauðataðiuu, vil eg benda á, að allvíða hér um sveitir, þar sem kúabú eru lítil en sauðfé hlutfallslega nokkuð margt, er öllu eða mest öllu sauðataði brent. Væri nú alt þetta sauðatað brúkað til á- burðar, þá mætti halda við rækt í túni, sem væri fullkomlega eins stórt þeim, sem núfylgja hverri þeirri jörð, þar sem sauðataðinu er öllu brent, þegar búið væri að koma upp túni eins og eg hefi bent á hér að framan. Hér er þvi ekki um neina smámuni að ræða í hags- munalegu tilliti, ef hægt væri að komast hjá því að brenna sauðataðinu. Það er viðurkent að úr því búið er að gera einhvern landshluta að ræktuðu landi, svo hann gefi af sér á við meðaltún, þá megi halda við ræktinni með þeim áburði, sem fsest undan þeim skepnum, sem fóðr- aðar eru á því heyi. Þaunig fæðir ræktaða laudið sig sjálft. Þó eg hafi aðeins talað um þessa tvo vegi til að auka áburðinn s. s. útlendan áburð og sauðataðið, af því eg lít svo á, að í suraum sveitum hafi það mesta þýðingu, þá er það víst að á ýmsan annan hátt raá auka og bæta á- burðinn, svo hann verði að meiri og betri notum. Eius og eg hefi áður drepið á, hafði eg ekki fundið ráð til að koma rækt í grundirnar, nema með löngum tíma og mikilli áburðareyðslu — þar til eg tók upp á að rista ofan af og bera áburð undir. Samhliða hef eg nú i 3 ár gert tilraunir með að rækta með útlendum á- burði; fyrir 2 árin hafa skýrslur ura það verið birtar í Arsskýrsiu Ræktunarfélags Norðurlands. Nú í suraar gerði eg þetta í stærri stí) og bar á rúmar ð túnadagsláttur, sem eg afgirti. A dagsláttuna bar eg 200 pd. fosfórsýru og 100- pd. Chilisaltpétur sem kostaði til samans á laud ko.mið 20,00 kr. Af dag3láttunni fékk eg svo 1600 pd. Eftir gangverði á heyi i minni sveit mundi þetta hey vera selt 21/, eyrir pund. Verða þá brúttótekjurnar af dagsláttunni 40,00 kr. Kostnaðinn getur hver og einn reiknað, þegar verð áburðarins er gefið. Elutningur á- burðarins frá uppskipunarstað verður eftir því dýr, hvar sá er búsettur, sem ætlar sér að nota hann. Að bera áburðinn á er mjög fljótlegt og mun betra er að slá þessa jörð, en algengt er í túni. Þó þetta virðist vera nokkuð dýrt, sökuni þess hve áburðurinn er dýr, miðað aðeins við eins árs afrakstur, þá er á fleira að lita, sera eykur gildi þess, að auka ræktaða landið. Nú á seinni árum er altaf að verða meiri og meiri ekla á vinnukrafti í sveitunum og þó hækkar kaupgjald stöðugt; það er því ekki þýðingarlitið atriði, hvort bóndinn heldur fólk til að heyja á ræktuðu landi eða óræktuðu, sem þá er annaðhvort graslítið eða þá reitingssamt, blautt eða þýft. Hey af þannig löguðu engi verður oft og tíðum mjög dýrt. Aðalatriðið við þessa ræktunaraðferð er það, hve varanleg hún reynist og hvert henni megi halda við með húsdýraáburði; ef reynsl- an gæti sannað það, að með húsdýraáburði mætti halda við ræktinni, þá fer þessi ræktunarað- ferð að hafa alvarlega þýðingu, þá gildir það sama um þessa aðferð og ofanafristuaðferðina; að landið sem ræktað er með útlendum áburði fæðir sig sjálft.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.