Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1907, Qupperneq 5

Freyr - 01.06.1907, Qupperneq 5
FREYR. 7 7 Enn seoi komið er, verðnr ekkert áreiðan- legt gefið upp um það, hvernig rækt.un þessi muni reynast, til þess þurfa margra ára tilraunir. Það er eitt í verkshring Ræktunarfélags Norð- urlands. Þær tilraunir, sem eg hefi gert, eru eftir fyrirsögn Sigurðar skólastjóra á Hólum, og verður haldið áfram undir hans umsjón. Eins og eg hefi tekið fram, er heyaflinn undirstaða landbÚDaðarins, en grasræktin — einkum túnræktin — undirstaða heyafians. Það kemur því að þvi, að á því veltur framtíð okk- ar ísiendÍDga, hve mikinn dugnað við sýnum í því að rækta landið. Það er á margra vörum, að ræktun lands- ins verði ekki komið í viðunanlegt horf fyr en flagsléttur og grasfræssáning verði rekin í stór- um stíl. Það sem eg þekki til þessarar rækt- unaraðferðar, þá hefir hún orðið afar dýr, og þar að auki dálítið vafasöm undir sumum kring- umstæðum. Þar á móti eru þær ræktunarað- ferðir, sem eg hefi gert að umtalsefni mjög ó- dýrar, og hvað snertir ofanafristuaðferðÍDa, þá er hún ekkert vafasöm ræktunaraðferð, þar sem henni verður viðkomið. Eg býst við að það muni verða ef til vill tiltöiulega óvíða, sem landslag er þannig, að sú aðferð geti orðið notuð; til þess brestur mig kunnugleika, og ekki eigum við enn uppdrátt af landinu, sem geti sýnt, hve mikill hluti af því er með þessu eða hinu landslaginu, sem þó gæti háft mikla hagfræðislega þýðingu bæði í þessu tilliti og öðru. Bn svo mikinn kunn- ugleika hefi eg, að éf alt slétt valllendi á land- inu væri orðið velræktað tún, þá væri að því hin m^sta framfór í búnaðarlegu tilliti. Það er mikið undir staðháttum komið, hve mikið má leggja í sölurnar til að auka rækt- aða landið, hver aðferð sem brúkuð er. Þvi til dæmis má heyið á einum stað verða helm- ingi dýrara en á öðrum, til þess þó að það svari eius vel kostnaði. í því tilliti vil eg benda á útbeitarsveitirnar á móts við inni- gjafasveitirnar, þar sem munað getur um helm- ing eða meira á því, hve miklu fóðri er eytt í sauðfé. Þar að auki er það vanalegt, að féð er vænna í útigangssveitunum, því þar eru landskostir betri. Það er því engu síður á- stæða fyrir uppsveitamanninD i útbeitarsveitinni áð leggja kapp á að rækta landið sitt, heldur en lágsveitamanninn, og engu síður ástæða til að hið opinbera styðji að landbúnaðinuin í uppsveitunum. Því ef uppsveitabúskapurinn rýraar eða legst niður, þá er stórt skarð höggv- ið í efualegt sjálfstæði þjóðarinuar. Uppsveita búskapurinn er kjarni landbúnaðarins og upp- sveitafólkið kjarni þjóðarinnar. Um hirðingu og meðferð búféiaðar, Eftir J. E. Yel bygður og hraustur líkami er f'rum- skilyrði fyrir því, að sérhvert dýr standist öll innan og utanaðkomandi áhrif, sem baráttu lífs- ins er samfara. Það mætti segja að hvert dýr af hinum æðri dýraflokki,, þar á meðal húsdýr- in, lifi á tvennan hátt, sálarlífi og lífi líkamans.. Þetta má ráða af hinuin ýmsu háttum og venj- um dýranna og fyrirhyggju, sem þau berafyr- ir lífinu. Til þess að þrif líkamans geti verið- í fullu samræmi, þarf engu síður að hlúa að sálarlífi dýranna en hinn líkamlega. Þetta nær eitikanlega til þeirra dýra, sem tamin eru, og meira eða minna undir hendi mannanna. Til eru margar sagnir um það, hversu vitur sum dýr eru, sem benda á það, að þau hugsa og álykta hvert á sinn hátt. Það er því ekki alls kostar rétt að kalla dýrin „skynlaus", en getur hinsvegar verið orsök til hættulegs mis- skilnings á meðferð dýranna. Meðal búfjárteg- undanna finnast ætíð sérstaklega greindar og skynugar skepnur, sem eru órækur vottur um, að allir einstaklingar búfjársins hat'a vit á, hvort vel eða illa er með þá f'arið. Það hefir all-jafúau reynst svo, að sá búpeningur, sem er misþyrmt á einhvern hátt, er hundbeittur, hrak- inn úti í illviðrum o. fl., en þarf að lifa í sífeldum ótta og hræðslu við eitt eður annað, þrífst mið- ur, er sjúkur og kvillasamur, enda þótt fóðri og hirðingu sé í engu áfátt. Hinar helztu varnir gegn kvillum og sjúk- leikum búfénaðar verða því: Hraust og vel alin

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.