Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1907, Page 6

Freyr - 01.06.1907, Page 6
78 FREYR. stafmJýr, gott fóður og hirðing, og eamhliða þessu: nc&gœtin og góð meðferð. Þeir bæodur, er stunda landbúnað, þurfa að> vita glögg skil á því, hvernig búfé verði bezt varið fyrir kvillum og sjúkleikum, því þeg- ar í'jársýki, hverju nafni sem nefnist, hefir grip- ið um sig og gert fleiri eður færri skepnur veikar, þá er það ekki alment meðfæri bænda að lækna sjúkdómana, en hættan og vandinn því meiri, sem þeir eru næmari. Þh verður auðvitað að snúa sér til dýralæknis, sem nauð synlega þyrfti að vera einn í hverjum lands- fjórðungi, til að byrja með. Ur þvi minst er á dýralækna-fæðina, er ómögulegt annað en um leið að telja það slæmt mein f'yrir þjóðína, að hafa þá ekki fleiri en einn. Sé spurt um, hvor maðurinn sé nauðsyn- legri, dýralæknirinn eða mannlæknirinn, þá .svara eg hiklaust dýralæknirinn. Alit á þessu virðist vera öfugt, hjá öllum þorra þjóðarinnar, þar sem þingið hefir stöðugtfjölgað mannlæknum, eri lítið gert til að fullnægja brýnustu þörf og útvega landinu dýralækna. Það er ómögulegt að það sé meining þingsins, að nauðsynlegt sé fyrir iandsmenn að lifa at krönkum og sjúkum húpeningi, til þess að mannlæknarnir hafi nóg að starfa. Til þess að stuðla að því, að búfé verði hraust, er það fýrst, er þarf að gjöra, að velja undaneldisdýrin af hraustu og góðu kyni, sem hafa fengið gott uppeldi, og gildir þetta um allar tegundir, nautpening, sauðfé, hesta o. s. frv. Vel alin og hraust undaneldisdýr geta af sér heilbrigt afkvæmi, sem er hinn rétti þroska- vísir til arðsamrar og kostaríkrar skepnu. Sérstaklega ber að taka það fram, að hin ungu nýfæddu dýr verða þvi aðeins hraust, að vel sé farið með móðurdýrin um meðgöngutím- ann, svo fóstrið vaxi og þroskist á eðlilegau hátt, en það er mikilsvert atriði, 'er eykur mót- stöðuafl dýranna gegn sjúkdómum og kvillum. Uegar ræða er um fóður búpenings, verð- ur það að vera hollt, og ríkt af efnum, ernæra líkamann; til þess þarf að hirða vel og geyma allar fóðurtegundir. Hér á landi er aðalfóður heyið, en það á saman að gæðum og nær- ingu aðeins nafnið. Nærfelt undantekningar- laust þarf að þurka alt hey vel, og salta það með deigu salti, ý2 pundi í hver ÍOOpd. heys, um leið og það er látið í hlöðuna, lag á lag ofan 8—10 þm. þykk, sem þarf að þrýsta vel saman. Hið sama gildir, ef heyið er ekki vel þurt vegna óþurka, en þá þarf ekki að bleyta saltið. Gott væri, ef það væri almenn regla að þurka vel og salta alt hey. , Sá kostnaður, er hlýzt af söltun heysins, margborgar sig, því heyið geymist betur, myglar minna, en verður hollara og betra fóð- ur. Ef hey er ekki saltað, skernmist það meira eða minna, þess meira sem það er ver þurkað. Hin svonefndu holdgjafaefni (eggjahvituefnin)eru þau efni, sem myglusveppirnir nærast á og lifa af. Þau þverra eftir því hvé mikið er af myglu í heyinu. En þar sem holdgjafaefnin eru aðal- næringarefni og þurfa að standa í réttu hlut- falli við önnur næringarefhi heysins, er auðsætt hve mikill skaði og hættulégt ér að þau skemm- ist og þverri. Þetta skýrist betur við að at- huga efnasamsetningu á góðu íslenzku útheyi: Vatn 10,40 °/0 Feiti 3,80 — Holdgjafaefni 12,l2 — Tréefni 19,5, — Kolvetni 44,— Aska 9;12 — Oyggjandi reynsla er fengin fyrir þvi, að allur búfénaður fóðrast betur á söltuðu heyi og er hraustari. Þar má því telja eitt grundvallar- atriði, er eykur mótstöðuafl búfjár mót sjúk- dómura. Þegar athugað er, að mörgum fjáreigend- um hefir gefist vel að væta hey lítið eitt með saltvatni áður en gefið er, þá er auðsætt að hæfi- legur hluti af salti er jafnan nauðsynlegur með fóðrinu, og hentugra er að salta heyið um leið og það er látið í heystæðið, bæði til að firra það skemdum og sleppa hjá fyrirhöfn þeirri, að væta heyið með saltvatni í hvert sinn og gefið er, enda er vandratað meðalhófið, því ofmikið salt má heldur ekki gefa. Það hefir einnig reynst vel að væta lítið eitt saltað hey um leið og tekið er niður í hlöð- unni. Hafa til þess garðkönnu, og gæta þess að sú gjöf, sem gefin er af heyinu, verði jafn- rök, ekki um of, aðeins jafnþvöl fyrir hendiuni. Því miður er það ekki alment að salta *

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.