Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1907, Page 7

Freyr - 01.06.1907, Page 7
FREYK. 7? hey uru leið og það er hirt, en margir hændur eru farnir að gera það, sem betur íer. Ekki svo iá dæmi eru til þess, að reyust hefir vel, að væta rykugt og myglað hey, sem ekki hefir verið saltað, um leið og það er tekið nið- ur, en áður það er hrist, svo rykið og myglan fari síðar í andtæri fjárhirðara og fénaðar, sem annars er þráfaldlega orsök til lungna-sjúkdóma, bæði á mönnum og skepnum. Það mætti með lægni og gætni væta heyið með vatni úr garð- könnu jafnóðum og það er tekið niður. Vafa- laust er betra að væta ósaltað hey með salt- vatni, þegar ryk.og mygla er i þvi'. Þess er áður getið, að aðal-íóður búpen- ings hér á landi sé heyið; þessvegna þarf stutt- lega að minnast á helztu heytegundir. Taða er það hey kallað, sem aflað er af túnum, sem borið er á. Hún á aðeins saman að nafninutil, er næringargildi viðvíkur, og fer það eftir jarðvegi túnauna og ræktuu þeirra. Mest næringarefni er í töðu, sem vex á túnum, er hafa gljúpan, hæfilega lausan og sléttan jarð- veg, sem er hæfilega þur og framskorinn; þar sem vel hirtur áburður úr áburðarhúsi er borinn á að hausti til, áður en gróðrar-magn txinaDna er þorrið, og ruulinn með túnherfi að vorinu. Tún með súrum og blautum jarðvegi gefa af sér lélega töðu, jafnvel þótt mikill og góður áburður sé borinn áþau, þarsem hann renn- ur burtu með vatni, i stað þess að síga í jarð- veginn og innsogast af rótum grasanna. Taða af harðlendum túnum er einnig léleg og létt í þurkasumrum, þar sem jarðvegur er svo fast- ur og harður, að loft, hiti og hæfilegur raki hafa ónæg áhrif á jarðveginn. Aburðurinn harðnar, fýkur burt og verður að litlum notum. Það er því auðsætt, að mjólkurkýrnar geta ekki alstaðar gert jafnt gagn og mjólkað jafn- vel, sem að mestu leyti fer eftir gæðura töð- unnar. Hversu kyngóð sem kýrin er, mjólkar hún lítið og þrífst illa, ef hún t. d. er fóðruð á töðu at mýrleDdu túni. Þesskonar taða er mjög tormelt, ést illa, orsakar niðurgang og eyðir holdum og mjólkurmyndun júgursins. Ef gefa þarf mýrgresis-töðu, skal haga hirðingu hennar þannig, að salta hana og láta hitna í henni, svo hún rauðorni, og gefa með henni maismjöl og rófur. En fyrst og fremst af öllu skal ræsa öll mýrlend tún, losa og slétta jarð- veginn, og bera kraf'tgóðan áburð á þauárétt- um tíma. Eitthvert algengasta og skaðlegasta mein túnræktarinnar hér á landi — jafnframt litluin og illa hirtum áburði —- er hiuu blauti, súri og þýfði jarðvegur túnanna. Alt það sem gert er til að bæta og auka rækt þeirra, eykur töðu- magnið og næringargildi þess, svo taðan verð- ur gott og nærandi f'óður, sem eykur arð og afnot nautpeningsius og annara gripa, sem á töðu eru fóðraðir, en spornar mót sjúkleikum og kvillum. Að sumu leyti má segja um hinar ýmsu útheystegundir, sem um töðurnar, þær eiga saman einuDgis að nafni til, eru því kost-betri sém jarðvegurinn er frjóvari. Valllendishey með litlu af víðilaufi í, aflað til fjalla og vel hirt, er talið jafDt að næringargildi tyrir geitfé og sauðfé sem góð taða. Saraa hey, aflað á láglendi, sem nákvæmlega hefir sömu grasteg- undir, er næringarminna og léttara til fóðurs. Þannig fer næringargildi heys eftir staðháttum og jarðvegi. Af þurlendum leiruengjum er einn- ig kostgott hey, þar sem vatn flýtur yfir. Það sem einkanlega bætir graslag og hey- gæði er framræsla mýranna, og vatDSveiting á engjarnar. Svo og að þurkun og hirðing heysins sé góð. Mjög áriðandi er talið að næringarefnin í fóðrinu standi í réttum hlutföllum hvert við annað, þegar fóðrið samaDstendur af fleiri fóð- urtegundum (blandað íóðurj. Engu síður er það áríðandi að þau standi f réttu hlutfalli, þeg- ar eingöngu er fóðrað á heyi. JEtétt næringarefna hlutföll í fóðrinu, gera efuaskifti líkamans örari, og sérhvert liffæri fær- ara að starfa sameiginlega að þrifum, viðhaldi og vellíðun dýrsins, en það eykur arð og afnot búfjár' yfir höfuð, en gerir það hraust og fært um að þola margskonar umskifti, er oft og tíð- um draga eftir sér kvilla og sjúkdóma á óhraust- um og vanfóðruðum búpeningi. Bæði gömul og ný reynsla liggur til grund- vallar fyrir því, að allar tegundir búfjár fóðrast vel og gefa ákjósanlegan arð, þótt eingöngu sé fóðrað á heyi, einungis að heyið sé gott, til dæm-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.