Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1907, Page 9

Freyr - 01.06.1907, Page 9
rREYR. 81 -dag 15 pund gott valllendishey, 1 pd. hafra og 5 pd. skornar rót'ur. Nákvæmar athugað skal fóður hestsins fara eftir stœrö hans, nœringarefnum fóðurtegund- anna og hvernig vinnu hestsins er hagað, hversu þung ' hún er og hve langan tíma hún varir. Eóður hesta, alment um alt land, er van- haldsfóður, með fáum undantekningum. Þó hestarnir séu feitir á haustin eru þeir orðnir mjög rnagrir á vorin. £>eim er gefið viðast hvar lélegt fóður, allar rekjurnar og moðið, og þá ætíð sagt: „Þetta er nógu gott í hestana“. Sá ljóti vani að safna öllum heyrekjum og moði saman handa hestunum þarf að leggjast niður. Ei hey er tekið jafnt í heystæðum, gefst það raka, við veggi og gólf, upp með í viðkoraandi fóðurdýr. Takast má að fóðra hestinn á heyúrgangi alt að helmingi, meðfram til að fylla kviðrými hans, ef annað af fóðrinu er gott hey, og það er ávantar bætt upp með kraftfóðri, en tæplega er hægt að nota hestinn mikið til vinnu, neraa með aukinni kraftfóðurgjöf að miklum mun. Þegar hesturinn er vanfóðraður, verður hann að draga fram lífið með því að leggja þau efni, sem vanta í fóðrið, af sínum eigin líkama, en því fylgir vettjulega mjög sárar og nagandi sultarkvalir. — Hesturinn leggur af, megrast alt af meira og meira. IÞegar svo er farið með hann fyrstu lestaferðina, hárlítinn, magran og skjálfándi, og lagður á hann 200 punda burður, ásamt þungum reiðingi, i vondu færi, snjó og aurum - - þá er kvalabikarinn fullur, hesturinn gefst upp — máttvana — nær dauða ■en lífi. Ekki fá dæmi eru til, að skorið hefir verið fram úr hestum þannig ásigkomnum, en þeim er nú samt að fækka, sem betur fer. Vanfóðraðir hestar eru óhraustir og kvilla- samir, þollitlir til vinnu og fótaveikir. Meiðast ■oft undan reiðingi og aktýgjum. Vel fóðraðir hestar eru aftur á móti hraustir, sýkjast sjald- an, ef vel er með þá farið. Margt er enn ótalið viðvíkjandi húsvist og meðferð hesta, sem mjög er áríðandi að sé góð, engu síður en sjálft fóðrið, er altsaman í heild sinni styður að þrifum og heilsu þeirra. , .Þegar ræða er um afurðafóður nautgripa, liggur næst, að minnast á fóður mjólkurkúnna. Sú kýr, sem vegur 700 pund og gefur 14 pund mjólkur í mál þarf að fá 14 pund töðu í mál og 5 pund af rófum; eða 28 pund töðu á dag. JÞó mundi betra fóður, ef gefin væru 24 pund töðu og 2 pund gott maismjöl á dag og sami skamtur af rófum. Venjulega þarf mjólkurkýr- in að skifta næringarefnum fóðursins 1 þrent, til fósturmyndunar, til viðhalds líkamanum og til að mynda mjólkina. Hætt er við að inargir gleymi því að taka hæfilegt tillit til þessa, þar sem venjulegt er, að gjöfin er minkuð við kúna, eftir að hún hefir fengið kálfsvon, og það svö, alt of víða, að vart má telja viðhaldsfóður, mið- að við lifandi þyngd. Hvað flýtur svo af þessu? Annaðhvort heldur kýrin holdum og hættir að mjólka, eða hún leggur til efni í mjólkina úr sínum eigin líkama og megrast. Loks þverrar mjólkin, og kýrin verður til skaða og skamm- ar eigandanum. Hún þolir illa vor-umskiftin, er gagnslítil yfir sumarið og er hætt við ýms- um kvillum. Öllum er það fullljóst, hversu arðsamur gripur góð mjólkurkýr er, þegar hún er vel fóðruð og hirt. Allir nautgripir, sem hafa gott fóður og hirðingu, eru hraustir og lítið hætt við sjúkdómum. Afurðafóðri sauðfjár má stuttlega lýsa með því að segja, að það þurfi gott viðhaldsfóður, svo það haldi haust-holdum sem lengst fram eftir vetri. Eengi-ærin, sem hefir mjólkað venjulegan tíma áf sumrinu, er oftast holdlitil i byrjun vetrar. Ef hún hefir frá 90—110 pd. líkamsþunga, mun hún alment vera kölluð vel fóðruð, hafi hún á sumarmálum sömu þyngd, euda gefur hún fullan arð, ef tíðarfar að vor- inu er bærilegt. Til þess að ærin fái slikt fóð- ur, þarf að gefa henni á dag, þegar hún stend- ur inni, 2‘/4—3 pund af góðu heyi. tíérstak- lega þarf gjöfin að vera mikil, ef snögglega koma innistöður og jarðbann á haustin og að vorinu, einkanlega ef ærin er borin. Standi ærin inni lengri tíma, mætti ef til vill gefa nokkru mintia en hér er sagt, ef gjöfin fer í gegnum hendnr á góðum fiármanni. Eitthvert með verri meinum landbúnaðar- ins hér á landi er hve illa sauðfé er fóðrað og hirt. Nú er alment viðkvæðið hjá bændum,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.