Freyr - 01.06.1907, Blaðsíða 12
84
FREYR.
Þar sem sauðfjárrækt er stunduð af alúð
og með kunnáttu, láta menn sér mjög ant um
að vanda fjárhúsin, svo þau séu rúmleg, björt,
kæfilega hlý og þur íýrir fénaðinn. Vandaður
dyra-hunaður er hafður fyrir heystæði sem úti-
dyrum. Útidyrahurðin höfð í tvennu lagi, l/3
af henni á hjörum, til þess að opna þegar gef-
ið er, til að svala og endurnýja loftið, og láta
standa opna í góðviðrurn, því mjög áríðandi
er að hiti sé jafn í fjárhúsum, þótt veðurfar sé
breytilegt, ekki yfir 8° á C.
Þótt bygging og tilhögun sauðfjárhúsa hafi
mikið verið bætt á síðustu áratugum, er þó
mikið áfátt i því efni á sumum stöðum. Nær-
felt alment eru húsin gluggalítil og myrk. Eng-
inn dyraumbúnaður fyrir heystæði, en þó of
heitt á fénu í góðviðrum — loftskifting ekki
nægileg þá, en dragsúgur um húsin og inn í
heystæðio, þegar kalt ér. Víða eru gólf hirt
miður en skyldi, óf. þur eða ot blaut, er hvoru-
tveggja hefir ill áhrif á ullina o. fl. Alt þetta
gerir fénaðinn óhraustan og kvillasaman.
Loks , má segja, að góð hirðing búfénaðar
útj og inrn', þar með taiið gott atlæti og nær-
ggetni við hverja skepnu, sé að sínu leyti eins
iiauðsynlegt eíns og gott fóður og góð hús.
Ekkert er skeratilegra,, en að sjá mann, sem
hefir gert sér far um að gera búfénaðinn elsk-
an að sér, koma í hesthúsið, fjósið eða sauð-
húsið, sjá hvernig gleðin og þakklætið skín út úr
augunum á hverri skepnu, og heyra hvernig
hann talar við þær (eins og ástfólgin fósturbörn).
Þær taka lika undir við hann. Það er sem
heyrist gegnum hneggið, baulið og jarminn þessi
orð: „Eyrir þig vij eg lifa, hjá þér vil eg
deyja.“ Enda eru launin eft.ir þvf hagfeld fjár-
eigandanum, þau sem sé, að búféð er hag-
spakt, heldur trygð við haglendið og húsin, þar
sem það fær gott fóður, hirðingu og meðferð.
Ejárgeymslan því auðveldari, krefur minni vinnu,
en arður og afnot búfjárins því meiri.
Þá er eftir að minnast á umskiftatímana
vor og haust, en þá er búpeningur einkanlega
undirorpinn snöggum veður-brygðum og fóð-
urbreytingum, sem venjulega orsaka alskonar
vanþrif og kvilla í búfénaði. Þessvegna þarf
nauðsynlega að gera þá alt sem hægt er til þess
að hirða fénaðinn þannig, að hann þoli við-
brigðin og þau verði sem minst að hægt
er.
Vorumskiftin eru margvísleg og mjöghættu
leg í kuldavorum, þegar fénaðurinn er van-
fóðraður og í afleggingu; er þá þörf á mikilli
nákvæmni i hirðingu og fóðurgjöfum, svo féð
gangi þolanlega undan vetri. Þegar jörð grær
seirit, þatf nauðsynlega að bæta beitina upp með
bezta heyi eða kraftfóðurgjöfum.
Það mætti ætla að allur fénaður væri bet-
ur fær um að þola umskiftin á haustin, sem
hann er að vísu, vegua sumarholdanna, en þar
sem það er nauðsynlegt að fénaður haldi vel
holdum yfir veturinn, má hann ekki líða hung-
ur og byrja að megrast þegar á haustnóttum.
Oft er það bæði vor og haust að veður-
áttin breytist snögglega. Hríðarnar dynja yfir
alt í eina. Fönnin dýpkar, svo tekur fyrir alla
hagbeit,. Búsmalinn, sem í góðu tíðinni hefir
gengið með fullan kvið, haft frjálsræði ög all-
ar nauðþurftir, sviftist nú öllu þessu, verður að
standa fóðurlaus, stundum dægrum saman,
Þá 'líða skepnurnar sárar sultarkvalir, og þola
illa þann kulda og vosbúð, sem vor og haust-
áfellum eru samfara. Á þessum tímum er það-
oft, að nauðsynlega nákvæmni skortir í með-
ferð fjárius af' ýmsum orsökum bæði sjálfráðum,
og ósjálfráðum. Þá er það einnig of't, að mót-
Stöðuafl skepnanna þverrar meir og meir, og
er þ að a ð alue dirrót ti 1 ým iskon ar fj ársýki og kvilla-
Hirðum, því vel búfénaðinn á umskiftatím-
unum, hirðum hann vel yfir alia tíma ársins.
Hversu ólíkt sem lundarfar mannanna er,
og skoðauir á ýmsu því, er nauðsynjum lífsins
viðkemur, þá er það þó eitt atriði, sem öllum
kemur saman um, að rétt sé að leggja út kostnað
sem fuilkomin vissa er fyrir að margborgar
sig, ber margfaldan arð. En það er á-
reiðanlegur sannleikur, og öllum er lifa af land-
búnaði og búfjárrækt kemur saman um það,
að sá kostnaður og fyrirhötu borgar sig marg-
falt, sem iagður er í fóður, hirðingu og betri.
meðferð bufjárins.