Freyr - 01.06.1907, Page 16
88
FREYR.
Sláttuvélar.
Að tilhlutun Búnaðarfélags íslands var í
dag gjörð sláttartilraun með vélunum „Herkúles“
og „Viking“ að okkur undirrituðum prófdóm-
endura viðstöddum.
Vélarnar slógu báðar vel, þar sem slétt var
og gras nokkurnveginn vaxið, og svo jafnt að
munur varð eigi á gjörður. Vóru báðar reynd-
ar með 1 og 2 hestum fyrir. Þær eru léttar
2 hestum, en 1 of þungar til lengdar. Slá báð-
ar 1—1‘/2 þml. frá rót á sléttu, hörðu túni.
Aðalgerð vélanna er lík, en einstakir hlut-
ar fráburgðnir á hvorri um sig. Ljálengdin er
hér um bil jöfn á báðum, en á þeim hnífum
er þær voru reyndar með, eru 17 blöð á Her-
kúles en 14 á Víking og má það telja kost,
er vélin slær jafnvel með færri blöðum. Dríf-
hjólin á Víking eru úr smíðajárni og hafa 14
grannar hjólgreinar (pílara). Herkúles hefir
steypujárnsdrífhjól með 6greinum. Brotni hjól-
grein í Víking, er unt að bæta það en ekki
á Herkúles. Víking er einnig hljóðari í gangi.
Þessa gerðarkoati virðist svo Víking hafa
sérstaklega fremur Herkúles, þótt báðar vinni
jafn vel.
Reykjavík 6. júlí 1907.
Björn Bjarnarson. Peder Osterlund.
Stefán Stefánsson,
kennari, alþm.
Dýr naut. Fyrir nokkru voru seld í Málrn-
ey 39 naut l'/2 — 2l/t ára gömul. Þau kost-
uðu að meðaltali 1228 kr. hvert; en 5 af þeim
kostuðu 2000 kr. hvert til jafnaðar. En dýr-
asta nautið af þessum 39 alls, kostaði 5010 kr.
og var keypt til Alnarp búnaðarskóla i Svl-
þjóð.
S. S.
Landbúnaðarnám. Þeir Hannes Ó. Jóns-
son og Páll Jónsson hafa lokið búfræðisprófi
við ]andbúnaðarháskólann,báðirmeðgóðri l.eink-
Mjólknrbú í Svíþjóð. Þar voru árið 1905-
alts 1575 bú. Þar at' 470 sameignar- og sam-
vinnubú, 569 sjálfseignarbú, og 536 samlagsbú.
Félagatala búanna var 71,000, og koma þá
26,000 pd. af mjólk á hvern þeirra.
Smjörframleiðslan og smjörútflutningur var
þessi.
Ár. Framleitt smjör. Útflutt smjör.
1900 52 milj. pd. 38,3 milj. pd.
1902 54 — — O O 1 1 1
1905 56 — — 36!8 — —
Af osti voru flutt út 1904, 13,000 pd. en
1905 tæp 10,000 pd.
S. S.
Kúpeningsfjöldi er talinn að vera: í Dan-
1,067,000 kýr eða 41,,4 á hverju 100 íbúa;
Svíþjóð 1,766,000 eða 37,4 á hverju 100 íbúa;
Noregi 706,000 eða 31,7 á hverju 100 íbúa;
Þýskalandi 18,939,000 eða 33,6 á hverju 100
íbúa; Sviss 739,000 eða 22,5 á hverju 100 íbúa;
Belgíu 828,000 eða 12,3 á hverju 100 íbúa og
á Englandi 4,066,000 eða 9,8 á hverju 100
íbúa. Tölur þessar eru tóknar eftir skýrslum
frá 1900 — 1902.
S. S.
Hrossakynbætur Skagfirðinga. Sýslunefnd
Skagafjarðarsýslu samþykti á seinasta fundi
nýja hestakynbótasamþykt fyrir sýsluna. Þar
er ákveðið að alla kynbótahesta og aðra grað-
fola í sýslunni skuli hafa i öruggri geymslu
frá 20. apríl til októberloka ár hvert.
Samþyktin var samþykt á almennum hér-
aðsfundi 6. f. m. og send stjórnarráðinu til
staðfestingar.
Verðlag smjörmatsnefndarinnar.
•7. ’07. Bezta smjör 88 kr.
‘75 - — — 88 —
23/ ‘ '5 — — 88 -
30/5 - — — 88 —
7e - — 88 —
unn.