Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 2

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 2
82 FREYR „Á Spáni, í Portúgal og á Tyrklandi er mest af ostum úr sauðamjólk og í Grikklandi er geitamjólk og sauðamjólk höfð i alla osta,“ segir Pourian prófessor við landbúnaðarkáskólann í Grignon.1) Það er ýmist, að sauðamjólkin er hötð í osta ein sér, eða að samau við hana er bland- að geitamjólk og kúamjólk. Saint-Marcellin- ostur, sem kendur er við þorp eitt ekki langt frá Grenoble, er búinn til úr geitamjólk og sauðamjólk, Mont-Cenis-ostur úr kúamjólk, geita- mjólk og sauðamjólk, og hinn svonefndi Roque- 'fort-ostur úr eintómii sauðamjólk — áður fýrri var þó geitamjólk höfð meðfram í hann. Margir aðrir ostar eru búnir til úr sauða- mjólk, en þessir eru nefndir sem dæmi. Eoquefort-osturinn hefir nafn sitt af þorpi einu sunnarlega á Frakklandi (Depart. Aveyron). Þar hefir hann verið búinn til frá ómunatið2). Hann er búinn til úr nýmjólk þvínær eingöngu. Ærnar eru mjólkaðar kvöld og morgna, en kvöldmjólkin er sett yfir nóttina og þykkast-i rjóminn svo fieyttur af uæsta morgun. Þá er kvöldmjólkinni blandað við morgun-nýmjólkiua og búinn svo til osturinD úr þeim mjólkurblend- ingi. Það einkennilegasta við ost þenna, sem selst háu verði, er það, að saman við hann er höfð mygluð brauðmylsna, sem blandað er í hann um leið og hann er mótaður. A Larzac-háslóttunni fyrir sunnan Roque- fort og í dölunum þar í kring voru árið 1785 um 50 þúsund ær mjólkandi og var öll mjólk þeirra höfð í Roquefort-osta. En síðan hefir ánum á þessum stöðvum fjölgað mjög mikið, svo að árið 1873, eða nær því hundrað árum síðar, voru þar orðnar um 400 þúsund mjólk- andi ær. Var þá enn öll sú mjólk höfð í Eoque- x) Sjá Mælkeriet af A. F. Pouriau. Paa Dansk ved H. ýalentiner og Villerme-Larpent. Kbh. 1876, bls. 17. 2) Pourian, Mælkeriet, bls. 307. fort-osta, enda fengust þar þá um 8.3 milJ. pd. at' nýjum osti, er seldust fyrir kr. 4132800 (4,1 rnill. kgr. og 5.74 mili. franka). Fyrir mjólk- ina úr hverri mjólkandi á fengust því í ost- verði liðugar 10.00 kr. að meðaltaJi yfir árið. Meðal-nythæð var 55 litrar (ca. 55 pt.)1). Bænd- ur á þessu svæði eru fjárríkir rajög sumir hverjir. I fyrirJestrum sínum yfir mjólkurfræði veturinn 1885—86 gat prótessór Segelcke2) þess, að sumir bæudur í nánd við Roquef'ort hefðu 700 rajólkandi ær. Þetta hlýtur að nægja, til þess að sýnt sé, að fleiri Norðurálf'ubúar hafi mjólkað og mjólki ær eu vér Islendingar, og að það borgi sig vel. Til þess má og færa næg rök, að sá siður sé gamall mjög hér í álfunni að nytka ær, og á það er drepið lítið eitt hér að framan að því er snertir svæðið í kring um Roquefort. Allmiklar líkur eru og til þess, að í fornöld hafi ær verið nytkaðar í ýmsum þeim löndum, þar sem það er ekki gjört nú.3) Sauðkindin er eitt þeirra dýra er lengst hefir fylgt mönnum, sem tamið dýr, en hirðingjar nota hjarðir sínar til mjólkur því nær jöfuum höudum, hver belzt sem hjarðdýrin eru. Finnar, Lappar, Samójedar o. fl. mjólka hreindýr, Tatarar mjólka hryssur4) og mjög viða í Asíu eru ær rajólkaðar5) t) Sjá Pourian, Mælkeriet, bls. 308—309 og 321. s) Th. R Segelcke kennari í mjólkurfræði við bCnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. 8) A Þýzkalandi eru ær enn mjólkaðar á nokkrum stöðum. Á Fríslandi er ágætt mjólkurfé. Á Norðurlöndum er og víst, að ær hafa fyrrum verið mjólkaðar. 4) Hryssumjólkin er notuð til manneldis og búið til úr henni Kumys og Arsa, sem eru áfengir drykkir. 5) Þar er sauðamjólkin höfð til smjörgjörðar. Arabar telia, að á dag fáist 8 pd. smjörs undan 100 ám. Sbr. V. Prosch, Faarets og Svinets Avl og Pleje. Kbh. 1885; bls. 175. Hér á landi veit ég til, að fengist hefir 1 pd. smjörs úr 15 pd

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.