Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 6
86 FREYR. hér á landi á viðáttumiklum, sléttum starungs- engjum. ]?ar mundi hin mikla yfirferð, sem gjöra niá með litlum vinnukrafti, og.jafnslægn- in, bæta það upp, þótt 1 þuml. stubbar yrðu eftir og þótt lyfta þyrfti yfir einstaka nabba. Eftir vélaslátt (með um 3 feta ljá) liggur grasið í svo að segja sjálfgjörðum rifgörðum, hæfilegum til að snúa, er þurka skal, sé það gjört á staðnum. Af þessu sést, að sláttuvélanotkunin er að mestu undir því komin, að slægjulöndin séu nægilega vel slétt, laus við smá-ójöfnur. Stærri dældir og bala má slá, séu brekkur ekki injög skarpar. Það má takast að slá nokkuð ójafnt land, en þá verður, eius og áður er sagt, verk- ið ver af hendi leyst. Haft er eftir manni, sem hefir talsverða þekking og reynslu hér í þessu efni, að sláttu- vél borgi sig, verði hún látin vinna með fullu gagni, sern svarar vikutíina á sumri. Það sem meira væri, ætti þá að vera beinn hagur. En svo er þess eigi sízt að gæta fyrir þá, er sláttuvél eignast: að hirða hanavel: Smyrja og hreinsa iðulega meðan á notkun stendur, hreinsa, er vinnu er hætt og geyma síðan und- ir þaki. Séu slíkir hlutir vanræktir, kemur til stirð- leiki, ryð, fui og allskonar eyðilegging. Þau hafa orðið forlög ýmsra véla og verk- færa er hingað til lands hafa komið á siðari árum. Standa þau þá sem fráfælandi dæmi. Með aukinni þekking hverfur slíkt. B. B. Skýrsla um prófun sláttuvéla. Hinn 18. dag júlímánaðar 1908 voru á túni P. Hjaltesteds í tóeykjavík (Sunnuhvoli) reyndar 4 sláttuvélar: „Adriance.11 „Deering.11 „Mc. Cormick.“ „Yíking“ og vorum við undirritaðir þar viðstaddir að tilhlutun „Búnaðarfélags Islands.“ Túnið var ekki vel slétt, og misjafnt sprottið, var sumt snögt, en sumt allvel vaxið (fullsprottið). Þar sera loðnast var og grasið mjúkt við rótina slógu allar vélarnar nægilega nærri rót, sem fýrri slátt (ef tvíslá skyldi), einkum „Adriance“ og „Víking“. Tveim hestum veittist létt að draga hverja um sig. (Slógu allar nær rót en áður hér reyndar sláttuvélar hafa gjört. B. B.) A snöggri jörð verða grasstubbarnir, er eftir standa, ætíð leugri; þar eru stráin léttari fyrir og leggjast því fremur undan höggi. Til gleggra yfirlits er hér sett jö cð +■> !_ CÖ *o s- O .Q C cö E cö CO •SanpA JJOIŒUOQ *OJ\[ •eoaBijpY cö JO cö u ð r* r*3 o T-i Oi cö XO o > W) :0 2 <n O CO CO - « V-H Oí - CO ^ e 1-1 CO o ©» o a xo :0 b c '0 Ti XO ‘xo C3 -o u c3 s © 'rO c um rf3 c3 -c3 c3 &D 03 XO -03 XO 's © o #o 'S -C3 u ÖD o X C3 > ’TÍ ÖD tals . u A u *o S u r>i H-H C3 rQ rQ O 43 © xo :0 P ÖC o O bC o <tí rQ <X CO C3 U J=U ^o 5 s ■P o OQ

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.