Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 5

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 5
FREYfi. þessa ótætis hnjóta; eg verð að fara að kaupa mér sláttnvél, ef eg á að geta búið. Hætt er við að það hefði lítið hætt búskap- inn hjá lionum. Maðurinn hefir, eins og fleiri, enga hugmynd haft um, hvaða skilyrði eru fyrir því, að sláttuvél komi að notum. Og þetta er eðlilegt; því enn má svo heita að það mál alt sé nýjung hér á voru landi. Um þessi skilyrði hefir nýlega verið ritað í Isafold (Agúst í Birtingaholti, Halldór á Hvanneyri, sr. Jóhann í Stafholti). Átti það mál betur heima í „Frey“ eða Búnaðarritinu, sem allir ísl. bændur ættu að lesa. Mönnum verður skiljanlegt, að slægjuland- ið þarf að vera vel slétt, til að fá vel slegið með sláttuvél, er þeir vita og gæta þess, að við sláttinn dregst ljárinn rétt fram, tekur ljáfar svo breitt sem hann er langur, og svo langt sem slægjubletturinn er stór á hvern veg. Ljárinn leggur sig ekki eftir ójöfnum lands- ins, sem undir honum verða á braut hans; hann sleikir yfir smá-lautir, en honum verður að lyfta yfir nabhana (þúfur, steina o. s. irv.); ann- ars rekst hann (sker sig) í þá. En um leið og lyft er yfir, verður óslegið kring um slíkár ó- jöfnur. Aftur á móti verða — sé vélinni vel stýrt — engir bálkar milli skára, og engin ljáfara- skil. Vel slétt land, slegið með sláttuvél, sem rétt er stýrt, verður alt jafnslegið, svo nærri sem ljárinn kemst. Nær en um einn þumlung frá rótaðjafnaði er varla við að búast að sláttuvélaljáir geti slegið. Og svo nærri slæst því að eins, að grasið sé ekki mjög lágt. Sé grasið hátt, (stráin löng) hefir það nægi- lega yfirvigt til að taka móti ljáshögginu, en lága grasið, sem er þéttast niður við rótina, leggst fremur uudan, og slæst ekki eins nærri, stubbarnir verða lengri. Sláttuvólaljárinn er þanpig, að mörg, þrí- 8& hyrnumynduð blöð eru fest á langan, beinan bakka. Oddar blaðanna vita fram, og þá er vélin er dregin, kippist ljárinn ótt og títt til og frá (að og frá vélinni) og sagar þannig gras- ið eða klippir við brúnir fingranna, er undir ijánum liggja. Ljárinn leikur í stálkambi er dregst með jörðinni. Hann er óbeygjanlegur (legst ekki eftir smá-ójöfnum). Fram úr houum ganga tennur, fingurnir. Þykt þeii-ra takmarkar það, hve nærri ljárinn liggur. En þeir verða uaum- ast hafðir þynnri eu 1jíi þumh; yrðu annars of veikir og brotgjarnir,. ef í rækj.ust, sem ol't vill koma fyrir. Venjulega verða grasstubbarnir, er eftir standa, nokkru lengri að jafnaði en þyktfingr- anna némur. Veldur því bæði það, að stráin bogna lítið eitt um leið og þau fá höggið, enda bíta slíkir Ijáir ekki eins ^el og orfljáir (eru sjalduar hvattir) — og það, að jörðin er sjald- an s.vo fjalslétt, að .beinn ljár, 3—4 feta lang- ur, taki alstaðar jafn nærri rót. En vinnusparnaður er svo mikill að vóla- slætti, að loðslæguin, ekki meiri en þetta, ætti ekki að fráfæla menn vélanotkuninni, þar sem einstök eða fleiri nærliggjandi sléttlönd eru til, nógu víðáttumikil til þess að vinna þeirra svari kostnaði — (borgi verð vélauna). Sláttuvélar þær, er reyndar vóru í Rvik 18. júlí þ. á., slógu allar (4), einkum þó 2, svo vel, að vel mátti við una, þar sem grasið var sæmilega vaxið (á túni), og. því mýkra við rót- ina, eins og gerist á fullvöxnu túngresi. Það var viðunandi þótt ekki ætti að tvíslá, en eng- inn hagur að slá nær, ef tvíslá skyldi. En eg gjöri ráð fyrir, þótt ekki hafi það reynt, að há (eftirsláttur) ýrði ekki slegin með vél; grasið er þá venjulega miklu linara og oft- ast lægra. Þá er líklegt að flestir bændur sæu eftir stubbunum, sem eftir yrðu í slættinum. Líklegt er að mest munaði um vélaslátt

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.