Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 8
88 FREYR. þá var látinn til þeirra livitur Plymouth Rocks- hani. 30 dögum eftir að Brahma-haninn var tekinn xrá hænunura voru 16 egg tekin til út- ungunar og á 31. d9ginum önnur 16 og loks á 33. degi hin þriðju 16. Arangurinn af þessu var sá að fimm ungar af fyrsta flokknum líktust Brahma-han- anum, einn ungi af öðrum flokki, en af þriðja flokknum var enginn. Brahma-haninn hefir þannig haft áhrif á eggin í 32 daga eftir að hann hafði verið með hænunum. Onnur tilraun var gerð á þann veg, að 17 egg af bröndöttum Plymouth Rockskyni voru tekin til útungunar 17 dögum eftir að haninn hafði verið hjá hænunum; þau egg urðu öll fúl, en svo voru 54 egg tekin 14 dögum eftir að haninn hafði verið hjá hænunum og urðu þá 48 fúl. Tilraun var gerð til að ákveða hve fljótt megi vænta frjórra eggja eftir að hani er lát- inn til hænanna, til þess voru bafðar hvítar Wyandott-hænur, sem í nokkra mánuði höfðu verið hanalausar. 'iil þeirra var látinn Dork- ing-hani og egg tekiu eftir 8 daga, en þau reyndust öll ófrjó. A 14. degi voru tekin 15 egg, en af þeim reyndust 5 ófrjó. Margt er það, sem getur haft áhrif hér að lútandi; einstaklingarnir geta verið nokkuð misjafnir að þessu leyti og kynferði, aldur, árs- tíðir og aðrar kringumstæðnr geta komið til greina; en þessar tilraunir benda þó á það, að nauðsynlegt sé að hafa hana minst 30 daga með hænum áður en farið er að unga eggjun- um út. (Tidskrift for Landökonomi 1908.) Bráðapestarbólusetning haustið 1908. Orðsending tíl bólusetjara. • Af því að þræðirnir hafa ekki reynst vel fyrirfarandi ár, ýmist of veikir eða of sterkir, eins og þeir voru í fyrra, er nú hætt við þá, að minsta kosti fyrst um sinn. — Eins og skýrslurnar frá í fyrra báru með sér reyndist bláa efnið vel. Auk þess höfðu margir af bólusetjurunum látið það álit sitt í Ijósi við mig, að bláa efnið þannig blandað mundi vera bezta bóluefnið að öllu samanlögðu, sem reynt hefir verið hér, og er eg samþykk- ur þeirri skoðun. Eg lagði þvi til, að þetta bóluefni yrði reynt hér framvegis og hefi eg nú fengið efni í 60.000 fjár, sem eg útbýti í haust. Skamturinn í hverja kind af sjálfu bólu- efninu („hvítu“j er sami og altaf hefir verið, 5 milligröm, en serumskamturinn er sami og í fyrra, 11/2 milligram; á því efnið að vera ná- kvæmlega samskonar og bláa efnið í fyrra. f>að er þó rétt, að bólusetjararnir fari gætilega af stað í fyrstu og reyni efnið á fáu fyrst, og skyldi það reynast of sterkt, þá má blanda i fleira en 50 úr glasinu. Hins vegar verð eg að taka það ríkt fram, að eigi má minka skamt- inn nema það sé augljóst, að fénu verði of mik- ið um; bólusetningin verður að vera meira en nafnið tómt,. og ef ekki er gætt nákvæmni í þessu efni, verður ekki hægt að dæma gagn- semi efnisins réttilega af tilraununum. Skýrslurnar á að semja í marz apríl og senda mér, svo að þær sem séu til mín koranar fyrir sumarmál. Það má ekki bregðast. Reykjavík i ágúst 1908. Magnús Einarsson. Verðlag smjörmatsnefndarinnar. 16/, ’08. Bezta smjör 103 kr. 100 pd. 2a/7 — — — 104 — — — •37, — — — 104 — — —- % - - - 104------------

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.