Freyr - 01.01.1915, Síða 7
Framleiösla og vinna,
i.
„Vinnan er móðir auðæfanna,11, segir gam-
.alt spakmæli, og má það til sanns vegar færa.
Öll framleiðsla í iieiminum á rót sína að
rekja til vinnunnar.
En vinnan, hverju nafni sem nefnist, er
,sú starfsemi, sem miðar að því að afla þeirra
hluta, sem nauðsynlegir eru til þess að full-
nægja þörfum manna. — Eramleiðslan, ásamt
hagkvæmum viðskiftum og hagfeldri stjórn, er
grundvöllur þess, að þjóðunum geti liðið vel,
efnalega og andlega.
f>arfirnar eru margar og margbreyttar.
Með vaxandi þroska þjóðanna og menningu
aukast þær og margfaldast. A fyrstu frumstig-
um menningarinnar eru þarfirnar aðallega fólgn-
ar í öflun fæðis, klæða og húsaskjóls. En eft-
ir því sem menningin eykst, kemur fleira til
greina. Þá koma andlegu þarfirnar til sög-
unnar og munaðartilhneigingin. Og alt krefur
þetta fullnægju. En til þess að hægt só að
fullnægja þörfunum, andlegum og líkamlegum,
verður að afla meira en áður var gert. Það
verður að auka framleiðsluna, en til þess þarf
vimandi hendur og starfandi hugsun.
Störfin eru mörg. En grundvöllurinn, sem
alt byggist á, er sú starfsemi eða vinna, sem
lýtur að því að afla og notfæra sér gæði nátt-
úrunDar. E>ar til heyrir allskonar jarðrækt og
akuryrkja, ásamt búfjárrækt, og fiskiveiðar.
Þetta eru undirstöðuatriðÍD, stoðirnar, sem
alt annað hvílir á; þvf má ekki gleyma. Þess-
vegna er svo rnikið undir því komið, að menn
stundi með alúð og dugnaði framleiðslustörfin,
svo sem jarðyrkju og fiskiveiðar. Velmegun
lands og lýðs byggist mjög á þvi, hvernig
þessir atvinnuvegir eru ræktir. Markmiðið er
og á að vera það, að framleiða sem mest úr
skauti náttúrunnar og notfæra það á réttan
hátt, sér og öðrum til gagns.
Auk þeirra athafna, er beinlínis fara til
þess að framleiða, eru margar starfsgreinir
aðrar, er styðja og efla framleiðsluna. Má þar
til nefna allar verklegar uppgötvanir, og end-
urbætur á eldri starfsaðferðum, samgöngubæt-
ur á sjó og landi, og alt sem þar til heyrir,
svo sem bygging skipa og brúa, tilbúning verk-
færa og verkvéla, húsagerð o. fl. Alt þetta
stuðlar að því að auka framleiðsluna, oghjálp-
ar til að gera það, sem framleitt er, nothæft.
n.
„Margar hendur vinna létt verk“, segir
máltækið. •— Með því nú að vinnan er undir-
staða framleiðslunnar, þá liggur það í hlutar-
ins eðli, að miklu varðar, að þeir séu sem flest-
ir er þar leggja hönd á plóginn. En hvernig er
þessu nú i raun og veru háttað.
Því er nú þannig varið — og það er tím-
ans sorglega tákn — að þeim fjölgar stöðugt,
er ekki vilja vinna líkamlega vinnu. Leita
margir allra bragða, til þess að hafa ofan af
fyrir sér á annan hátt, verzla, vera í búð, inn-
heimta skuldir og gjöld, skrifa bækur, yrkja o.