Freyr - 01.01.1915, Blaðsíða 16
10
FRE YR.
nautgripafélög og síðan kynbótabií. En flestir
j’kkar eru tregir til að fara þá leið; ykkur
þykir það óþarfa mas að vega rnjólk og fóður
í hverri viku og halda skýrslur yfir það. Þið
sjáið marga agnúa við það að nota sérstaka
kynbótabola ti! betri kúnna, og alveg óþolandi
að vera háðir lögum og skyldum í þessu efni.
Áhugaleysi og ófélagslyndi sýkir írá sér, og
hefir drepið marga góða hugmynd ognauðsyn-
lega framkvæmd. Letin er mönnum svo eigin-
leg. I?að kostar áreynzlu að breyta til, og
áreynzlan verður því meiri sem meira þarf að
breyta, og þess vegna er oft erfiðast að koma
því i framkvæmd, sem nauðsynlegast er og
lengst hefir dregist.
Mér dettur í hug karl sem eg þekti. Hend-
urnar á honum voru eins og mykjuskán. Þeg-
ar hann hætti að pæla á kvöldin þótti honum
ekki taka að þvo sér, af því hann ætlaði að
fara að hátta, og þegar hann vaknaði var enn
síður ástæða fyrir hann að fara að þvo sér,
þar sem hann ætlaði beint í fjósið.
Ef ykkur vaxa í augum erfiðleikarnir á
að stofna nautgripafólög, þá ætti ykkur ekki
siður að blæða í augum að fá ekki nema 2—3
aura fýrir töðupundið, og að kúakynið úrkynjist.
Eg heyri bændur oft segja, að þessar kyn-
bætur eigi svo langt í land, að þeir njóti þeirra
ekki. En það er hreinasti misskilningur. Ekki
þarí að eiga langt í land, hagnaðurinn af að verja
kvígur slysafangi, og losna við allan þann óróa
sem bolar gera kúm á sumrin, eða að leita fyrir
sér til að fá kálf af góðu kyni. Ekki gerið
þið allir ráð fyrir að deyja í dag. Beinihagn-
aðurinn er því ekki svo lítill, en óbeini hagn-
aðurinn er þó enn meiri. Og eins og þið búið
í haginn fyrir eftirkomendur ykkar með húsa-
bætur og annað sem kostar meira fó en það
sem hér er um að ræða, því skylduð þið þá ekki
einnig vilja unna þeim að hafa betri kýr en
þið hafið haft.
Daglegu erfiðleikana sigrið þið orðalaust
og vitið ekki af þeim. Eins mundi fara um
þá örðugleika, sem ykkur vaxa i augum við
nautgripafélögin, ef þið skipuðuð ykkur sam-
an einhuga til að vinna bug á þeim. En ef
þið haldið áfram að stara á þá hver úr sínu
horni, verða þeir að draugi, magnaðri en svo,
að hann sé ykkar meðfæri.
Sum félög hafa að vísu lagst niður, af
því að félagsmenn voru ekki nógu samtaka.
í nautgripafélögunum þarf hver einasti fé-
lagsmaður umfram alt að hafa lifandi áhuga
fyrir starfi félagsins, og taki þátt i því með
lífi og sál. Ekki ósjaldan sér maður félags-
menn sofa í þeirri góðu trú, að formaðurinn
þeirra eigi að vaka yfir öllu saman og annast
alt. En hve miklum hæfileikum, sem hann er
gæddur, getur hann ekki haldið félaginu við,
ef félagar þess vilja ekki leggja sitt til að
halda því uppi. Eormaðurinn hefir h'ka öðrum
störfum að gegna, ekki síður en hinir, og hefir
því ef til vill lítið meiri tíma en hinir aðrir
félagsmenn, til að hugsa og vinna fyrir félagið.
„Sameinaðir stöndum við og sundraðir föll-
um við“. Það er mikill sannleikur íólginn í
þessum orðum, og á víða við, og ekki sízt um
íslenzkan landbúnað, þar sem svo lítið hefir
verið gert, en svo mörg þýðingarmikil störf
liggja fyrir, sem ómögulegt er fyrir einstak-
linginn að hrinda áfram. Það er þessvegna
ekki nóg, — þótt það sé þýðingarmikið, —
að hver ykkar reyni að vera sem nýtastur
bóndi fyrir sig. Við megum ekki einangra
okkur svo, að við ekki tökum þátt í þýðingar-
miklum störfum, sem þarf að vinna og verið
er að vinna fyrir þjóðfélagið í heild sinni. •—
Með því móti gerum við gagn bæði sjálfnm
okkur og eftirkomendunum.
Guðmundur Jónsson.