Freyr - 01.01.1915, Blaðsíða 22
16
FREYR.
IV. verðl., 101 Tiothæíir, en 139 voru óhæfir.
Hér er nóg verkefni að koma hrútunum upp í
I. og II. verðl. I'yratu verðl. fá ekki aðrir en
þeir, er ekkert verulegt verður fundið að.
Annar hrúturinn, sem fekk fyrstu verðlaun
í Mýrdalnum, er eign nobknrra manna þar, er
hafa samtök með kyDbætur sauðfjár. Hrútur-
inn var keyptur haustið 1913, frá Helga Jóns-
syni í Stórabotni í Borgarflrði. Hinn hrútur-
inn er heimaalinn í Vík hjá Halldóri Jónssyni
bónda, og er hans eign. Grímur í Kirkjubæ
á hrútinn, er fekk I. verðh í ítangárvallahreppi,
og er hann frá bóndanum á Kjóastöðum í
Biskupstungum. Guðjón Guðnason bóndi í
Sölvholti á hrútinD, er fekk I. verðl. í Hraun-
gerðishreppi. Simon Símonarson á Bjarnastöð-
um á I. verðlauna hrútinn í Olfussinu, og er
hann keyptur úr Borgarfirði. Hrútarnir sem
fengu I. verðl. í Þingvallasveit, eru báðir á
Kárastöðum. Ekkjan Jóhanna Magnúsdóttir á
eldri hrútinn. Hann er frá Pétri gamla í Litla-
botni í Borgarfirði. Pétur bjó áður á Svarta-
gili í Þingvallasveit, og seldi þá þennan hrút.
Einar Halldórsson bóndi á Kárastöðum á vet-
urgamla hrútinn.
Hrútarnir komu víðast hvar ver fyrir vegna
þess, hvað vorið var vont nú síðast. Oft voru
rigningar er spiltu útliti kindanna og hömluðu
mönnum frá að sækja sýningarnar. í Fljóts-
hlíð mistókst að boða sýninguna.
Útbúnaður var víða slæmur fyrir sýning-
arhrútana; réttir of þröngar, og hólfin of fá.
Verðlaunamerkin voru einnig ófullkomin. Að-
eins í Hraungerðishreppi höfðu menn prentuð
verðlaunaspjöld. Þannig löguð merki ættu
menn að hafa, þau kosta ekki svo mikið. I
þessum hreppi borguðu menn ofurlítið fyrir að
sýna hrútinn. Var þeim peningum varið upp
í sýningarkostnað. Það er hentugt og við-
gengst víða erlendis.
Misskilningur var það hjá sumum, að þeir
álitu sýningarnar aðeins fyrir fullorðna hrúta.
En það er sjálfsagt að sýna lambhrúta líka,
svo menn fái æfingu í að velja þá.
Búnaðarfélag Islands veitti fé til þessara
sýninga, eða um 20 kr. styrk til hverrar. Bún-
aðarsamband Suðurlands tilkynti búnaðarfélög-
unum á svæðinu um þessar sýningar, og hvatti
til að taka þátt í þeim. Sumir af formönnum
búnaðarfélaganna höfðust lítið að, og komust
sýnÍDgar ekki á þess vegna. Til dæmis í
Austur-Landeyjum og á Landi. I Grafningi og
á Rangárvöllum urðu aðrir en formenn búnað-
arfélaganna, til að koma sýningunum á.
Búnaðarfélögin í Skaftártungu og Hörgs-
landshreppi eru ekki í búnaðarsambandinu, og
urðu eitthvað aftur úr þessvegna. Styrkurinn
frá Búnaðarfélagi Islands átti samt að veitast
til allra búnaðarfélaganna á svæðinu, hvort sem
þau voru með í sambandinu eða ekki. Niður
um Elóann fórust sýningarnar fyrir, meðfram
fyrir það, hvað féð er fátt. Eins og menn vita,
er styrkurinn frá Búnaðaríélagi íslands, til þe3S-
ara sýninga veittur með því sbilyrði, að jafn-
miklu fé sé varið til þeirra frá viðkomandi
sveitum. Ollum sveitum er auðvitað heimilt
að leggja til meira en styrknum nemur. Að-
eins eitt félag lagði til meira en styrknum
nam, það var búnaðarfélag Hvammshrepps. Víða
tóku búnaðarfélögin mjög dauft i, að leggja fé
til verðlauna, og mörg að þeim vildu ekki
vinna til að leggja fram 20 kr. Eitt búnaðar-
félagið lagði til 9 kr. En það er lítið félag.
í öðru félagi í sveit, þar sem húa um 50 bænd-
ur og margir efnaðir, hafðist það fram með
miklum erfiðismunum, að leggja 15 krónur til
sýningarinnar. Pyr má nú vera vesaldómur.
Hvað munar sveit. með 50 búendum um að
leggja t. d. 50 krónur til hrútasýningar ? Ekki
nokkurn hlut. Og svo fara peningarnir heldur
ekki út úr sveitinni.
Eg vona að búnaðarfélögin og einstakir
menn viðurkenni það, að með þessum sýning-
um sé stigið spor í rétta átt til þess, að menn
fái meiri þekkingu á fénu, og vandi sig betur
við alla meðferð þess. Eg ætla því að vona að
Sunnlendingar gefi sýningum þessum betri
gaum næst, er þær verða haldnar. Eg hefi
orðið þess var á Suðurlandi, að mönnum finst
sauðfjárræktin vera aukaatriði í búskapnum,
þótt hún sé aðalatriðið.
Jón H. Þorbergsson.