Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1915, Side 9

Freyr - 01.01.1915, Side 9
FREYR. 3 ]ráð, að sjá sér og sínum borgið. "Þar næst kemur svo Iiitt, að fullnægja almennu kröíun- um. En þær eru meðal annars í því fólgnar, að afla viðurværis öllum hinura, sera annaðhvort ekkert gera eða hafa öðrum hnöppum að hneppa. Ýmsir hagfræðingar (Benjamin Franklin o. fl.) hafa haldið því fram, að ef allir verkfærir menn ynnu að akuryrkju og jarðrækt á réttan og fullkominn hátt, þá þyrfti maðurinn ekki að erfiða lengur en 4—6 stundir á dag, til þess að hafa ofan af fyrir sér og sínu skylduliði. — Hér er átt við húsföður í akuryrkjulandi með 4—5 manns i heimili. Ef það er svo, sem skýrslurnar sýna, að það séu ekki fleiri en sem svarar 28—30#/# af öllum landslýð, er í ströngum skilningi stunda framleiðsluverkin, þá segir það sig sjálft, að þessi hluti fólksins verður að vinna lengur og afkasta meiru en ella þyrfti, ef allir verkfærir menn — lærðir sem leiknir —■ legðu út, og gerðust verkamenn í vingarði drottins. I stað þess að þurfa þá ekki að vinna nema 5 stund- ir á dag til jafnaðar, til að fullnægja daglegu þörfunum, verða menn nú að erfiða í 10—12 stundir og hrekkur naumast til. Hluturinn er sá, að töluverður partur af vinnuarði verkalýðs- ins gengur til þess að framfæra hina, er ekki vinna líkamlega vinnu eða hafa öðru að sinna. En hjá því verður ekki komist. — Auk þess fer vitanlega mikill hluti af vinnuarðinum til þjóðfélagslegra umbóta, alþýðumentunar, sam- gangna, póstmála o. s. frv. Ennfremur tekst af vinnuarðinum kostnaður sá, sem andlegu þarfirnar hafa í för með sér, ef þeim er full- nægt. Þar til heyra listir og skáldskapur, kirkjur og klerkar o. s. frv. Loks er að geta þess, að arðurinn af vinnu fjöldans, eða mikill hluti hans, lendir stundum hjá einstökum mönnum og gerir þá auðuga. en það er óheilbrigt, og öfugt við það, sem ætti að vera, ef rétturinn skeði. IV. Skiftar eru nú að vísu skoðanir hagfræð- inganna um það, hverjir geti að réttu lagi talist að vera framleiðendur. Allir er sammála um það, að börn, gamalmenni og farlama fólk — vanaðir, haltir og blindir — séu það ekki. Börnin eiga að sjálfsögðu heimting á því, að alin sé önn fyrir þeim, enda borga þau upp- eldiskostnaðinn síðar, ef þau Iifa. Gamalmenn- in, sem hætt eru að geta unnið fyrir sér, er og skylt að annast, hvernig sem þeirri forsorgun er að öðru leyti fyrir komið. Og svipað erþá að segja um farlama íólk og fáráðlinga. En þegar til embættismannastéttarinnar kemur, vandast málið, Þó mun svo álitið, að flestir embættismenn, svo sem kennarar, lækn- ar, lögfræðingar o. fl., styðji að framleiðslunni á einn eður annan veg. Kennararnir, með því að fræða fólkið og búa það undir lífið, lækn- ainir moð því að lækna þá, sem veikir eru, og lögreglustjórarnir með því að halda uppi góðri reglu og sjá um að rétti manna sé borgið. Um embættismennina er það að öðru leyti að segja, að þeir eru launaðir af almanna fó og kostaðir til náms af öðrum að meira eða minna leyti. Eyrir því er meðal annars nauð- synlegt og sjálfsagt, hafa þá ekki fleiri en góðu hófi gegnir. Hæfilega margir þarfir og nýtir embættismenn og sýslanamenn eru vafalaust gagnlegir og ómissandi, með því þjóðfélags- skipulagi, sem við eigum við að búa. En hvað sem þar er framyfír er ekki gott. — í>að er beinlfnis rangt að vera sífelt að stofna ný em- bætti og nýjar stöður, til þess eins, ef til vill, að útvega vissum mönnum atvinnu. Ný em- bætti má ekki búa til, nema að þjóðhag3leg nauðsyn krefji. Óþarfur embættafjöldi er skað- legur, og leiðir af sér aukinn kostnað fyrir landssjóð og landsmenn, og veldur það óá- nægju. I>á er það og álit ýmsra mætra manna,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.