Freyr - 01.01.1915, Side 11
FRElíR.
5
í byrjun vega sinna báru menn alt 4 bakinu.
Svo var farið að nota hestinn til áburðar.
Nú er mest ekið á vögnum, sem hestum er
beitt fyrir. Eða þá að notaðir eru til flutning-
anna vagnar á járnbrautum, sem reknir eru
með gufuafli eða rafmagni.
Aukin notkun verkfæra og vinnuvéla, ásamt
bættum samgöngutækjum heflr þannig, ef svo
mætti að orði kveða, umskapað heiminn á síð-
ustu mannsöldrunum. Og þetta hefir leitt af
sér, að miklu meira er framleitt nú en áður var.
í>ar sem allskonar jarðrækt og notkun
vinnuvéla er lengst á veg komin, þurfa menn
miklu skemri tíma en áður til að fullnægja
daglegum þörfum sín og sinna. Miðað við
yrktan og góðan jarðveg telst svo til (P. Kra-
potJciri), að maðurinn þurfi að vinna árlega
sem nemur:
Til að afla fæðis . . . 300 st. = 30 daga.
— — — klæða . . . 250 - = 25 —
— — — húsaskjóls. . 200 - = 20 —
Samtals 750 - = 75 daga.
Ef ástæðurnar eru nú að einhverju leyti
lakari en hér er gert ráð fyrir, þá þarf tiltölu-
lega lengri tíma ár hvert til þess að geta full-
nægt daglegu þörfunum. Mun þá ekki veita
af 100—150 vinnudögum eða jafnvel lengri
tíma. En annars fer það eftir legu landsins,
landskostum, verklegri menning og öðrum á-
stæðum, hve langan tlma af árinu þarf til þess
í hverju landi að afla daglegs brauðs.
VII.
Mörgum þykir vinnan vera þungbær, og
vinnutíminn langur. — Það er nú svo hvert
mál, sem það er virt. — Hér á landi er ekki
meiri vinnuharka en víða gerist annarsstaðar,
nema síður sé. í nálægum löndum vinna menn
viða til sveita, frá því kl. 5—6 á morgnana
og til kl. 7—8 að kveldinu. Vinnutíminn, að
frá dregnum matmálsstundum, er þá 10—12
stundir á dag. Og ekki er vinnuharkan
minni í Ameriku að sögn og sannindum, og
munu fleslir fá að kenna á því, er þangað
flytja.
Það er satt, að áður fyrr var unnið hér
lengur en góðu hófi gegndi. En nú er orðin
breyting á því. Vinnutíminn á landi, bæði við
sjó og til sveita, er nú jafnaðarlega 10—12
stundir á dag. — Þegar nú þess er gætt, hvað
sumarið er hér stutt —- þetta 4—5 mánuðir i
mesta lagi—og útivinna við heyskap og jarð-
yrkju þar af leiðandi takmörkuð, þá nær það
ekki neinni átt, að stytta vinnutímann meira en
orðið er. iPað væri meira að segja barnaskap-
ur að gera það, með þeim viunutækjum, sem
menn eiga hér við að búa, og því verklagi, er
alment á sér stað.
Hitt er annað mál, að menn fari nú fyrir
alvöru að útvega sér og nota þau nýtízkuverk-
færi og verkvélar, er eiga hér við og gera
bæði að létta vinnuna og flýta henni. I>á
þurfa menn einnig að læra að hagnýta sér
vatnsaflið til verkasparnaðar, ljóss og hita.
Þetta alt er þeim mun nauðsynlegra og sjálf-
sagðra, sem öll vinna er orðin dýr, og erfitt
að ná í menn til að vinna, með köflum.
VIII.
£>að var vikið að því hér að framan, að
margir hefðu ríka tilhneigingu til þess að leita
sér þeirrar atvinnu, sem ekki hefði í för með
sér líkamlegt erfiði. Einkum er það yngri
kynslóðin, sem virðist vera með þessu marki
brend. Hvað veldur því?
Sumir kenna þetta stefnuleysi fólksins og
alvöruleysi þess. Aðrir segja, að leti og ó-
menska sé að fara hér í vöxt. En hvort sem
þessu er nú um að kenna eða ekki — en á
það skal enginn dómur lagður hér — og hver
svo sem ástæðan er að öðru leyti, þá er það
þjóðfélaginu mlður holt, ef atvinnuvegir lands-