Freyr - 01.01.1915, Síða 12
6
FEEYR.
ins bíða halla við það, að íólk fæst ekki til
þess að vinna að þeim eða stunda þá.
Þessi tilhneiging, að vilja leiða hjá sér
líkamlegt erfiði, einkum alla grófa vinnu, á eí
til yill skylt við þann hugsunarhátt, er hingað
hefir flutst og farið er töluvert að bera á, að
vilja komast yfir fé á skömmum tíma og með
léttu móti. Hér á eg við það kaupbrall og
„spekúlatíónir“, sem farnar eru að tíðkast hér
og flestir kannast við, og margir að illu einu.
Jafnvel þó það geti verið heiðarlegt, þeg-
ar svo ber undir, að komast yfir fé með hægu
móti, t. d. þegar mönnum íellur arfur, eða
menn verða fyrir höppum af sjó eða landi, þá
verður því þó ekki neitað, að þessi gróðabralls-
hugsunarháttur er óheilbrigður i sjálfu sér og
leiðir sjaldan gott af sér. Hann miðar ekki
að því að bæta efnahagsástæður almennings,
eða efla atvinnuvegi landsins. Það er öðru nær.
Elestir menn eru eitthvað meir og minna
óánægðir með kjör sín. Margir hafa hug á því
að verða ríkir. Aðrir kæra sig kollótta um
það, en vilja hafa sem hægast fyrir. Þeir sem
vinna öfunda hina, sem ekkert þurfa á sig að
leggja og alt er rétt upp í hendurnar. Og
þeir sem ekki vinna fá sér eitthvað til, og
sjaldan eru þeir barnanna beztir. — Hver hefir
sinn djöful að draga.
Hvernig víkur þessu við ?
Því er þannig farið, að mennirnir leita
ekki hamingjunnar þar sem hana er að finna,
leita hennar ekki á réttan hátt.
„Maður, littu þér nær, liggur í götunni
steinn“.
Hamingjunnar og sannrar lífsgleði hér á
jörðu er að leita í starfsemi og vinnu; þar
og hvergi annarstaðar.
Sigurður Sigurðsson.
Nautgriparæktarfélög,
Erindi flutt í nautgripafélögunum í Borgarfirðh
veturinn 1913—1914.
Þegar sláturhúsin tóku til starfa, og
bændur hættu að selja fé sitt til fjárkaup-
manna, en lögðu það í sláturhúsið eftir nið-
urlagi, duldist ekki lengur sá feikna munur,
sem er á fénu. Sérstaklega kom mismunurinn
glögt í ljós, þegar sláturhúsin borguðu minna
fyrir hvert pund í rýra fénu. Eg efast ekki
um, að allir bændur — að minsta kosti allir góðir
bændur — hafi áður gert sér einhverja grein
fyrir þeim mikla mun, sem er á vænleika sauð-
fjárins, og viðurkent að kynbætur á sauðfé væru
nauðsynlegar. En þar við sat hjá fle3tum.
En þegar vigtarseðlar sláturhúsanna fóru
að berast út um sveitirnar, og sýndu bænd-
um með skýrum tölum þann afar mun, sem
er á vænleika sauðfjárins, þá fýrst er það, að
bændur rumskuðust og fóru að hugsa um kyn-
bætur þess.
En það er eins og þessi lofsverðí áhugi,
sem vaknaður er fyrir sauðfjárkynbótum, leiði
hug bænda frá arðsemi og kynbótaþörf hinna
búfjártegundanna.
Þetta á ekki, og má ekki vera þannig.
Eðlilegast virðist vera, að þegar áhugi er
vaknaður fyrir kynbótum á einni bútjárteg-
und, þá vakni áhugi fyrir hinum; en það er
ekki ætíð. Sumstaðar er það svo, að eftir því
sem sauðfé batnar, skeyta menn minna um
kynbætur hrossa og nautpenings. Hvers vegna?
Getur nokkrum bónda dottið í hug að kýr og
hross séu óþörf Eg held tæplega.
Eg held að þetta almenna áhugaleysi fyr-
ir kynbótum nautgripa stafi að nokkru leyti af
því, að bændum sé ekki nógu ljós sá feikna
munur, sem er á kúm, eins og þær gerast bezt-
ar hjá okkur, og eins og þær gerast lakastar.-