Freyr - 01.01.1915, Síða 13
FREYR.
7
jÞað er með kýrnar nú eins og var með sauð-
íéð áður en sláturbúsin komu, að bændur vita
lítið um mismun þann, sem er á kúnum.
„Gleymt er þegar gleypt er“. — JÞannig
er það með afurðir kúnna; þær gefaþærsmátt
og smátt, og þegar ekki er haldin skýrsla yfir
þær, vilja þær gleymast, sem von er. Og hug-
myndin, sem bóndinn gerir sér um afurðir hvers
einstaklings — ef hann annars gerir sér nokkra
hugmynd um þær — verður óljós eða röng.
Af þessum ástæðum taka bændur ekki eftir
mismuninum, sem er á kúnum, og þess vegna
þola kýrnar svo afar illa samanburðinn, þeg-
ar bændur bera saman arðsemi þeirra og
sauðfjárins.
Mér er það fyllilega Ijóst, að þótt ná-
kvæmar skýrslur væru haldnar yfir afurðir
meðalkúa, eins og þær nú gerast, mundu þær
ekki standast samanburð við meðalgott sauðfé,
með því verði, sem nú er á sauðfjárafurðum.
En mér finst það ekki næg ástæða til
þess, að vera skeytingarlaus um kynbætur naut-
penings. Því um það geta bændur verið vissir,
að góðar kýr, — eins og þær beztu sem til eru í
þessu héraði — standa ekki langt að baki öðr-
um búpeningi að arðsemi.
Til þess að sýna fram á, hversu mikill
munur er á góðri og vondri kú, ætla eg að
taka dæmi úr nautgripafélagi Reykdæla og
Hálsasveitar, þar sem mjólk og fóður er vegið
í hverri viku. Önnur kýrin mjólkaði 3480 potta
yfir árið með 4,02% feiti, sem gerir 312 pd.
af smjöri. Og ef við reiknum pundið 75 aura
virði, þá gerir það 234 kr. 3100 pottar af
undanrennu á 4 aura pt. gera 124 kr. Kálfinn
undan svona góðri kú reikna eg á 10 kr. Als
gefur þá þessi kýr af sér afurðir fyrir 368
krónur. Kýrin át 5600 pund af töðu, pundið
reikna eg á 3 aura; það verða 168 kr., bola-
follur 2 kr. Alls 170 kr. kostnaður, en tekj-
urnar voru 368 kr. JÞannig er ágóðinn af þess-
ari kú 198 kr. Eg geri ráð fyrir að áburður
borgi hirðingu og annan kostnað.
Hin kýrin mjólkaði 1750 potta yfir árið
með 3,33% feiti, það gerir 130 pd. af smjöri,
á 75 aura, verða tæpar 98 kr. 1600 pt. af
undanrennu á 4 aura, verða 64 kr. Kálfinn
reikna eg á 5 kr. Alls gefur þá kýrin af sér
afurðir fyrir 167 kr. Kýrin át 5280 pd. af
töðu á 3 aura, verða rúmar 158 kr., bola-
tollur 2 kr. Kostnaður alls er þá 160 kr. —
Ágóðinn af þessari kú verður því aðeins 7 kr.
Hin fyrnefnda gefur því 191 kr. meira í ágóða.
Eg skal geta þess, að þetta er hvorki nyt-
hæzta eða nytlægsta kýrin i félaginu.
Hvað er nú hægt að fóðra margar ær á
þeirri töðu sem betri kýrin át, sem var 5600 pd.
Eg ímynda mér, að það láti nærri, að á
meðalbeitarjörðum sé hægt að fóðra á því heyi
28 ær. Gerum ráð fyrir, að þær gefi af sér
27 lömb á 12 kr. hvert lamb; það verða 324
kr. LJllina geri eg 2 kr. afhverriá; það verða
56 kr. Samtals gefa þá þessar 28 ær afurðir
fyrir 380 kr., en betri kýrin gaf af sama fóðri
afurðir fyrir 368 kr. Þannig 12 kr. minna en
ærnar. Það er nú ekki meira, og eg þykist
þó reikna afurðir ánna full hátt. Eg hefi held-
ur ekki reiknað ánum hrútagjald til útgjalda,
sem er þó töluvert á 28 ám. Sömuleiðis verð-
ur að athuga það, að stærri höfuðstól] liggur
í 28 ám en einni kú, og hirðingarkostnaðurinn
er einnig meiri.
Eg get þessa hér, ekki til þess að draga
úr áhuga fyrir sauðfjárkynbótum, eða eg telji
það heppilegt að fækka sauðfé og fjölga kúm
á þess kostnað yfirleitt, beldur til þess að sýna,
að kýr geti verið eins arðsamar eins og sauðfé,
og munurinn á góðum og vondum kúm er meiri
en margur gerir sér grein fyrir.
Þess vegn^i er það bein fjárhagsleg skylda
ykkar bænda, á meðan þið hafið kýr, og gefið
þeim úrvalið úr heyjunum ykkar, að gera ykk-