Freyr - 01.01.1915, Page 17
FREYR.
11
Árið 1914,
í>að mun óhætt mega gera ráð fyrir því,
að flestum komi saman um, að árið sem leið
hafi verið erfitt, og víða um land jafnvel eitt
með þeim lakari, þegar öllu er á botninn hvolft.
Um veturinn er það að segja, að upp úr
nýárinu gerði hláku og leysti þá allan snjó af
láglendi. Hélzt þýða og snjóleysi rúman hálf-
an mánuð, og var þá öllum útifénaði beitt.
Víða var klaki farinn svo úr jörðu, að vinna
mátti að jarðabótum, og gerðu það sumir. —
Með miðjum vetri versnaði tíðarfarið. Kyngdi
þá niður snjó og gerði jarðbönn. Voru norðan
hríðir eða byljir með köflum, en þó sjaldnast
frost til muna. Hélzt þetta svo fram um páska
og enda lengur. Gfengu hey mjög til þurður
í mörgurn sveitum og var útlitið mjög ískyggi-
legt. En þó klappaði betur steininn siðar.
Eftir sumarmálin, þegar allir væntu þess,
að nú færi að batna, versnaði tíðarfarið um
allan helming. Kom þá hvert áhlaupið á fæt-
ur öðru fyrstu sumarvikurnar. í>ó tók upp-
stigníngardagskastið, mánuð af sumri, eða um
20. maí, út yfir alt. Gerði þá stórhríð um
mestan hluta lands, og hörku gadd. Varð
frostið |8—12° C. Fór þetta hret afar illa
með allan fénað, sem við var að búast,
því að þá voru hey manna mjög gengin til
þurðar.
Gjafatíminn varð óvenjulega langur. Auk
þess reyndust heyin víða, einkum um suður-
land, létt, áburðarfrek og óholl. Narðanlands
og austan var fé gefið inni 22 —24 vikur, og
sumstaðar lengur. Um Suðurland var innistaða
fyrir fé í 26—28 vikur, og sumir gáfu jafnvel
í 30 vikur. — Af þessum langa gjafatíma og
léttum heyjum leiddi alment heyleysi um mest-
an hluta Suðurlands og Vesturlands. Norðan-
lands og austan stóðu menn sig allvel með hey,
enda voru þeír ólíku betur undir veturinn bún-
nir en hinir. En af heyskortinum og því, hvað
heyin voru óholl, leiddi svo allskonar óáran í
fé. Eénaðarhöld urðu því með langversta móti,
og fellir nokkur. Unglambadauði mikill, svo
að segja um alt land. Mistu margir */4 lamba
sinna, og sumir meira, jafnvel helming og alt
að 3/s hlutum þeirra, Einna lakast mun ástand-
ið hafa verið á Snæfellsnesi, í Borgarfjarðar-
héraðinu, og í Arnes- og Rangárvallasýslum.
Skaftfellingar sluppu betur. Austan Mýrdals-
sands urðu engin vandræði, svo teljandi væri.
Komust þar flestir af með hey. Þó mun lamba-
dauði hafa orðið þar nokkur eins og annars-
staðar. — I Rangárvallasýslu og Arnessýslu
urðu einstaka sveitir allvel úti, eftir þvi sem
áhorfðist, og mistu ekki mikið af fénaði.
Eins og þegar er getið, gáfust hey mjög
upp hjá öllum þorra manna víða um land, og
í sumum héruðum landsins varð alment hey-
leysi. En bót í máli var það, að í þessum
sveitum voru þó til einstaka menn, er stóðu
uppi „sem klettur úr hafinu“, og gátu hjálpað
öðrum um hey. Kom það sér vel, og reyndust
sumir þeirra sannir bjargvættir. Yæri ekki
ófróðlegt að vita deili á þeim mönuum, og ætti
sagan að geyma nöfn þeirra.
Um hvítasunnu, eða mánaðarmótin maí og
júni brá heldur til hins betra. Eór veðuráttan
upp frá því að batna og jörðin að gróa. En
einlægt var þó hálfkalt í veðri, og spratt seint.
Sláttur byrjaði viku til hálfum mánuði
seinna en vant er að vera. Tóku menn ekki
til að slá fýr en eftir 20. júlí, eða um 13 vik-
ur af sumri, og sumir enn seinna. Gerði þá
góða tíð hér sunnanlands rúman mánaðartíma,
eða fram að 20. ágúst. En þá brá til óþurka
um mikinn hluta lands. Höfðu margir þá náð
inn töðum sínum, og sumir einnig nokkru ut-
antúns. En svo voru aðrir, bæði í Gullbringus.,
Snæfellsnesi og víðar um Vesturland, er áttu