Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1915, Page 18

Freyr - 01.01.1915, Page 18
12 FREYR. ólokið við túnin, og lá sú taða á þeim fram undir réttir. — Rigndi oft mikið, og hljóp vöxt- ur í allar ár og læki. Olli það heysköðum i Borgarfirði, Húnavatnssýslu og víðar. Heyið ílæddi í burtu. Skifti það hundruðum hesta, jafnvel hiá einstökum mönnum, er þannig fór forgörðum af heyi. Þegar stytti upp nálægt 12 sept, eða um 21. sumarhelgina, gerði norðangarð. Dagana 12.— 14. sept. var stórhríð norðanlands og vest- an, og snjóaði mikið. Tók þá fyrir heyskap að mestu hjá mörgum. Snjórinn tafði fýrir heyþurkuninni, og náðu menn ekki heyinu inn tyr en seint og síðarmeir, og sumt náðist aldrei. Víða fuku hey til stór skaða og skemda í þess- um norðan garði. — Á Suðurlandi náðu marg- ir því, sem þeir áttu úti, þessa þurkaviku, 13. -—20. sept. En það, sem þá ekki hirtist, eða var slegið eftir það, náðist bæði seint og illa, og sumt varð úti. Grasspretta var rýr á túnum, og þar af leiðandi töðubrestur. Útjörð varð á endanum vel sprottin, og mýrar í bezta lagi. Hjálpaði það mikið. — En þó varð heyskapur allviða lítilfjörlegur, og misjafn. Stafaði það af því, hvað veðráttan var óhagstæð, og heyannatfm- inn stuttur. Sérstaklega mun heyskapur hafa orðið rýr víða á Vesturlandi og um Borgar- fjörð. I Árnessýslu varð hann undir það í meðallagi; þó tæplega í sumum sveitum sýsl- unnnar. En eftir því sem. austar kom, var hann betri. í Rangárvallasýslu var heyskapur víða góður, og eins í Skaftafellssýslum. — Sig- urður Guðmundsson á Selalæk heyjaði t. d. í sumar 2150 hesta, og er það mun meira en hann hefir fengið í garð undanfarin sumur. Sama er að segja um Andrés Andrésson á Hemlu. Heyjaði hann í sumar 1900 hesta, og er það meiri heyskapur en hann hefir fengið nokkru sinni áður. I Húnavatnssýslu, einkum vestri sýslunni og í Skagafirði varð heyskapur tæplega í meðal- lagi. Betri aftur í Eyjafirði og ágætur í í>ing- eyjarsýslum og á Fljótsdalshéraði. Haustið var mjög rigningasamt um suður og vesturland, en norðanlands og austan viðr- aði vel. Hm mánaðarmótin nóvember og desember eða í 6. viku vetra? fór að snjóa og kólna i veðri. Gerði þá harðindi upp úr því, og skepn- ur viða teknar í hús og á hey. Tók sumstað- ar algerlega fyrir jörð, og hélzt það fram um hátiðir. Uppskera úr görðum var alment tilfinnan- lega rýr, og sumstaðar brugðust garðar með öllu. Kom það sér mjög bagalega að þessu sinni, og liða margir við það. Veiði í ám með betra móti, og sumstaðar veiddist ágætlega. — Hinsvegar varð dúntékja í þetta sinu með lakara móti. Heilbrigði fóiks var ekki góð. Lungna- bólga gerði töluvert vart við sig, og dóu marg- ir úr henni. Kvef var einnig tíður gestur víða á landinu þetta ár. Verzlun og viðskifti voru í allgóðu lagi frameftir árinu. Verð á útlendri vöru fremur gott, og innlend vara í sæmilegu verði. — En er Norðurálfuófriðurinn mikli kom til sögunnar í lok júlímánaðar, hækkaði skyndilega verð á öllum útlendum varningi, einkum matvöru. Kvað mikið að þeirri verðhækkun í mörgum kaupstöðum landsins, og það einnig á þeim vörum, er fengnar voru og hingað komnar áð- ur en stríðið hófst. Fór verðið síhækkandi, eftir því sem ófriðurinn ágerðist, og útlitið versnaði. Má svo að orði kveða, að nú sé dýrtíð að flestu eða öllu leyti. Verð á sláturfénaði svipað og í fyrra. Sama að segja um flestar aðrar ÍDnlendar vörur. Um hross er þess sérstaklega að geta, að þau komust í hátt verð. Var mikið keypt af þeim til útflutDÍngs, einkum er á leið. Mun

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.