Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1915, Page 20

Freyr - 01.01.1915, Page 20
14 FREYR. verið skortur á málnytu. Aunars varð smjör- framleiðslan með langminsta móti. Á mörgum Mum var smjörið helmingi minna, en það hefir verið síðustu árin undanfarin. Eærðu margir ekki frá vegna ótíðarinnar í vor, og öll mál- nyta varð með rýrasta móti. Brá mörgum við, hvað smjörið varð litið, og hvað litlir pening- ar þar af leiðandi komu fyrir það. — En verð á smjöri erlendis var lengstum gott, og hetra en árið á undan. Nautgripafélögin voru í árshyrjun'22, með 2742 fullmjólkandi kúm alls. Ef allar kýrnar í félögunum eru taldar, munu þær hafa verið um 2800. Styrkur veittur félögunum nam 4113 kr. — Þetta ár hafa tvö ný félög verið stofn- uð, bæði í Arnessýslu, í Grímsnesi og í Olfusi. — Eélögin þessi eldri eru, 2 í V.-Sk., 5 í Rangv., 5 i Árn., 2 í Borgf., 2 í Mýras., 1 í Barðast., 1 í V.-ísaf., 2 í Eyjaf. og 2 í S.-l>ing. Hrossaræktarfélögin eru orðin 6 alls. Sauðfjárkyribótabúin eru 7 starfandi. Hafa 2 þeirra, er áður störfuðu, hætt eða lagst nið- ur að nokkru leyti. í>að er búin á Breiðabóls- stöðum í Borgaríirði, og Eyhildarholti í Skaga- firði. — Eftirlitskensla eftirlitsmanna nautgripafé- laganna fór fram eins og að undanförnu 1. nóv. til 15. des. Voru þeir 13 alls, er kenslunnar nutu að þessu sinni. Sýningar á skepnum voru eklri aðrar þetta ár, en héraðssýning á hrossum að Þjórsártúni 11. júlí og hrútasýningar í haust, bæði norðan og sunnan. í Eyjafjarðarsýslu voru haldnar 9 hrútasýningar, í Skagafirði 11, og 21 á sam- bandssvæði Búnaðarsambands Suðurlands. Landsbúnaðarfélagið styrkti þessar hrútasýning- ar gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar frá. Búnaðarnámsskeið voru haldin þetta ár, að Þjórsártúni 12.—17. jan., við Bændaskólann á Hvanneyri 3.—7. febr., á Eiðum 9.—14. sm., í Heykjarfirði og Arngerðareyri við ísafjarðar- djúp, 8.—13. marz, á Hólmavík 17.—22. sm., í Hjarðarholti í Dölum 30. marz til 4. apríl, á Breiðumýri í Reykjadal sömu daga, og á Vopna- firði 2.—4. apríl. Öll þessi námsskeið munu hafa sótt800 — 900 manns, og á þeim hafa verið fluttir 195 fyrirl. Aukaþing var háð á þessu ári. Stóð það yfir í 44 daga, og samþykti 44 lög. Meðal þeirra voru lög um Sandgræðslu, breyting á lögunum um sauðfjárbaðanir, og lög um notkun bifreiða. Auk þessara mála var á þinginu reifað nokkrum öðrum málum, er snerta landbúnað- inn. Dar á meðal var frumvarp um grasbýli. Út af þessu máli var samþykt þingsályktunar- tillaga þess efnis, að skora á landsstjórnina að safna skýrslum um smábýli hér á landi. Bœkur um landbúnað, sem komu út á ár- inu, aðrar en gömlu ársritin, Arsrit Ræktunar- félagsins, Búnaðarritið, Freyr, og Tímarit um kaupfélög og samvinnufélög, voru þessar tvœr: Bjarkir. Leiðarvísir í trjárækt og blómrækt eftir Einar garðyrkjumann Helgason, og Jarð- yrkjubók I. Erumatriði jarðyrkju. Höfundar þessarar bókar eru þeir: Jósef Björnsson kenn- ari á Hólum, Metúsalem Stefánsson skólastjóri á Eiðum og Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hól- um. Ætlast er til, að bókin verði meðal annars not- uð sem kenslubók við bænda ogbúnaðarskólana. Gert er ráð fyrir framhaldi bókarinnar, og mun von á öðru bindinu á þessu ári. S. S. Hrútasýningar á Suðurlandi haustið 1914. í töflunni sem fylgir þessari grein, geta menn séð, hvað sýningarnar voru margar, hvar þær voru haldnar, og hvernig þær voru sóttar. Alls voru sýndir 757 hrútar, af þeim hlutu 7 I. verðl., 56 II. verðl., 100 III. verðl., 120

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.