Freyr - 01.03.1930, Blaðsíða 20
48
FRE YR
landbúnaðs okkar eru margfalt meira að-
kallandi og þýðingarmeiri, en tilraunir
með kornrækt. Það er því ekki réttmætt
að verja árlega miklu fé til kornræktar-
tilrauna, en vanrækja önnur viðfangsefni.
Guðmundur Jónsson.
Ræktunarsjóður íslands.
4 ára yfirlit.
Við áramótin síðustu varð sú breyting
gjör um Ræktunarsjóð íslands, aö hann
frá þeim tíma skal starfræktur sem deild
úr Búnaðarbanka íslands.
Ræktunarsjóðurinn er fyrst stofnaður
með lögum 2. marz 1900. Hið fyrsta
stofnfé sjóðsins er andvirði þeirra þjóð-
jarða, er seldar voru eftir 1888. Sjóður-
inn tók til starfa 1901, og var fvrsta
stofnfé hans 154485 krónur, og var hand-
bært fé sjóðsins jafnan lítið hin fyrstu
ár. Við árslok 1923 eru eignir hans þó
vaxnar upp í 963456 krónur.
Á hinum 23 fyrstu starfsárum sjóðsins
nema þau lán, sem hann veitir, að með-
töldum áður veittum lánum, er hann tók
við, alls 1.664.150 krónum. Auk þess
greiddi sjóðurinn verðlaun fyrir unnar
jarðabætur víðsvegar um land á þessu
tímabili alls 70525 krónur, ennfremur
andvirði og reksturskostnað hinna fyrstu
þúfnabana 164 þúsund krónur og til verk-
færasýningar og verkfæratilrauna Bún-
aðarfélags íslands 32704. Fé veitt úr
sjóðnnum á hinum fyrstu 23 árum til
landbúnaðarins nemur alls 1931379 krón-
ur og auk þess vextir til ríkissjóðs á sama
tímabili 225286 krónur. Nema því greiðsl-
ur á þessu tímabili 2156665 krónum.
íslenskur landbúnaður hafði ekki að-
stöðu til útvegunar á lánsfé til fram-
kvæmda sinna í öðrum lánsstofnunum,
nema af mjög skornum skamti. Að vísu
höfðu bændur fengið nokkur lán í veðdeild
Landsbankans, einkum - þeir er keypt
höfðu ábýli sín.Úrkirkjujarðasjóðivoru fá
ián veitt til búandi presta til umbóta á
kirkjujörðum. Viðlagasjóður lánaði til
bænda fram til ársloka 1924 alls rúm 50
þúsund krónur. Að þessu athuguðu um af-
stöðu bænda til útvegunar lánsfjár er
skiljanlegt að sterkar raddir kæmu fram
er kröfðu umbóta, einmitt um það leyti er
mörkuð voru hin fyrstu spor til stórstígra
ræktunarframkvæmda.
Með lögum 27. júní 1921 er ríkisveð-
banki íslands stofnaður, hann fæddist
andvana. Búnaðarlánadeild við Lands-
banka íslands er stofnuð 4. júní 1924, og
þáverandi ríkisstjórn samdi frumvarp til
laga um jarðræktarflokk við veðdeild
Landsbankans, en það frumvarp dagaði
uppi. Með lögum nr. 17, frá 13. júní 1925
er svo Ræktunarsjóður íslands hinn nýi
stofnaður. Tók hann til starfa 1. október
sama ár. Fé það er sjóðurinn fekk til um-
ráða var Ræktunarsjóður hinn eldri, og
andvirði seldra jarðræktarbréfa er honum
samkvæmt lögum var gefin heimild til að
gefa út.
Á rúmum fjórum síðustu árum hefir
ræktunarsj óðurinn lánað alls til búnað-
arframkvæmda 3567980 krónur. Fylgja
hér tvær yfirlitsskýrslur um hvernig lánin
hafa skifst til ræktunar, húsabóta, raf-
magnsstöðva og til annara framkvæmda
eftir sýslum, og í öðru lagi hvernig lánin
hafa skifst á hinar ýmsu framkvæmdir
ár hvert á tímabilinu frá 1. okt 1925 til
31. des. 1929. Ræktunarsjóður hefir látið
Frey yfirlitsskýrslur þessar góðfúslega í
té til birtingar.
Hin fyrstu 23 starfsár sjóðsins hefir
að meðaltali verið lánað á ári kr. 72354.
En hin síðustu 5 ár er meðaltalið 713596.