Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1930, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1930, Blaðsíða 11
FREYR 39 til um að lögboðin verði þegar á þessu Alþingi kensla í handavinnu og mat- reiðslu, sem skjddunámsgreinar í öllum barnaskóium landsins og í fræðsluhéruð- unum líka, að svo miklu leyti sem unt er“. Handavinna. Nefndin leggur til að handavinna verði kend 2 stundir á viku í öllum deildum skólanna, bæði drengjum og stúlkum, og að samin verði reglugerð, er gildi fyrir alla fastaskóla landsins, þar sem ákveðið sé, h v a ð sé kent í skólunum og hvað kenna skuli í hverri deild skólans. Einnig sé þar ákveðið um umferðakenslu í handa- vinnu í öllum sveitum landsins. Matreiðsla, Nefndin leggur til, að matreiðsla verði kend í öllum fastaskólum landsins stúlku- bömum á aldrinum 12—14 ára, og gerir nefndin ráð fyrir 4 stunda kenslu á viku. Umferðakensla fer einnig fram í þessum efnum i fræðsluhéruðunum. Með reglu- gerð skal ákveðið, hvað kenna skuli í matreiðslu, bæði í verklegum og bóklegum efnum. 2. Um heimilisiðnað voru samþyktar þessar tillögur: Að Kvenfélagasamband íslands ráði svo fljótt sem það sér sér fært konur í þjón- nstu sína, er leiðbeini í heimilisiðnaði bæði í heimahúsum þar sem þess væri óskað, og með námsskeiðum þar sem því verði við komið. Konur þessar hafi með sér fyrirmyndir að velunnum heimilisiðn- aði til leiðbeiningar. Ennfremur felur fundurinn stjóm fé- lagsins að rannsaka möguleika fyrir því að félagið komi upp útsölu á heimilisiðn- aði, og leggi fram tillögur um það fyrir næsta landsþing kvenna. 3. Um umferðakenslu voru þessar til- lögur samþyktar: Að stjórn Kvenfélagasambands íslands verði falið að útvega nægilegt fé svo fé- lagið sjái sér fært að ráða á næstu árum 4 konur er hafi á hendi umferðakenslu í matreiðslu, og 8 konur er Ieiðbeini í garðyrkju. Félagið setji reglur um fyrirkomulag kenslunnar. Útvegi nauðsynleg kensluá- höld og sjái um útgáfu leiðbeinandi smá- rita. 4. Um húsmæðraskóla voru samþyktar þessar tillögur: Samkvæmt yfirlýstum vilja Búnaðar- þingsins, að það sé fúst til að styrkja kenslukvennaskóla (þingsk. 454 frá hús- mæðraskólanefndinni) væntum við alis góðs styrks frá þeim í þessu efni og' von- um að það sjái sér fært að afhenda Kven- félagasambandi Íslands hús og lóð félags- ins í Gróðrarstöðinni til umráða. II. Tillaga. Vegna þess að nefndin getur ekki í skjótri svipan gert alla þá rannsókn sem nauðsynlegt er til þess að byggja hús- mæðraskólamálið á traustum grunni, né heldur gert áætlanir um kostnað, starf- lækslu, kenslufyrirkomulag og alt annað sem hér kemur til greina, leggur hún til að fundurinn kjósi sérstaka nefnd í málið, og skal sú nefnd framkvæma allar nauð- synlegar rannsóknir og gera ítarlegar til- lögur um húsmæðrafræðslukerfið, og fá fulla vissu fyrir hvern stuðning Búnaðar- félagið mundi vilja veita til um stofnun kenslukvennaskóla, svo og semja reglu- gjörð fyrir hinn væntanlega skóla, sem lögð væri fyrir Alþingi 1931. Að síðustu var kosin stjórn Kvenfélaga- sambands íslands. Hana skipa: Frú RagnhildurPétursdóttir (form.), Frú Guðrún J. Briem, Frú Guðrún Pétursdóttir.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.