Freyr - 01.03.1930, Blaðsíða 7
FREYR
35
hluta, sem svo aftur myndi samband
fyrir alt landið.
b. Húsmæðrafræðslan sé eitt af aðai-
stefnumálum þessa lands-sambands.
Vinni það að umferðakenslu fyrir
húsmæður og sé ríkisstj órninni til
ráðuneytis og aðstoðar um þau mál.
Enda sé því veittur hæfilegur styrk-
ur úr ríkissjóði.
c. Til undirbúnings og stofnunar slíks
félagsskapar heimilast Búnaðarfélagi
íslands að verja alt að 1500 kr. hvort
árið 1929 og 1930.. Enda sé skipulag
það, er um getur undir tölulið 2 a
komið á fót í síðasta lagi 1930“.
Samþ. með 12 samhlj. atkv.
3. „Búnaðarþingið samþykkir, að veita
3000 kr. til húsmæðrafræðslu og garð-
ræktar, hvort árið 1929 og 1930“.
Samþ. með 12 samhlj. atkv.
Þessi viðaukatillaga við 3. lið kom fram,
á þskj. 455, frá húsmæðrafræðslu-nefnd-
inni:
„Gegn jafn miklu tillagi annarsstaðar
frá. — Landsfundarnefndinni sé falin
þessi starfsemi á yfirstandandi ári, en
verði kvenna-landssamband myndað 1930,
fær það féð til umráða“.
Samþ. með 11 samhlj. atkv.
Ennfremur kom fram þessi tillaga, á
þskj. 454, frá húsmæðrafræðslu-nefndinni:
„Búnaðarþingið lýsir yfir, að það er
fúst til að styrkja að því, að kensluskóli
fyrir konur, sem kenna eiga húsmæðra-
fræðslu, verði komið á fót t. d. með því
að gefa land og hús Búnaðarfélagsins í
Gróðrarstöðinni, þá starfsemi þess er þar
lokið, og þá trygt er fé af ríkissjóði til
starfrækslu skólans framvegis".
Vísað til stjórnar Búnaðarfélags íslands
með 12 samhlj. atkv.
Nefnd sú, er Búnaðarfélagið hafði skip-
að til að athuga húsmæðrafræðslumálið
hélt nú áfram starfsemi sinni, og eftir að
hafa leitað til hinna ýmsu kvenféiaga-
sambanda, og þau tjáð sig fús til að stuðla
að því að stofna landsfélag og senda full-
trúa á stofnfund slíks félagsskapar, samdi
refndin frumvarp til laga fyrir slíkan
félagsskap og ákvað stofnfund félagsins.
Þessi fundur var svo háður í Reykjavík
dagana 21. jan. til 2. febr. 1930.
Á fundinum mættu þessir fulltrúar:
Frú Guðrún J. Briem, Reykjavík.
Frú Ragnhildur Pétursdóttir, Reykjavík.
Frk. Halldóra Bjarnadóttir, Reykjavík.
Frú Guðrún Pétursdóttir, Reykjavík.
Frk. Inga Lára Lárusdóttir, Reykjavík.
Frk. Laufey Valdimarsdóttir, Reykjavík.
Frú Kristín Vídalín Jakobsen, Reykjavík.
Frú Steinunn Bjarnason, Reykjavík.
Frú Kristín Jósafatsdóttir, Blikastöðum.
Frú Stefanía Thorarensen, Hróarsholti.
Frú Rósa Kristjánsdóttir, ísafirði.
Frú Jóninna Sigurðardóttir, Lækjamóti.
Frú Amilía Sigurðardóttir, Víðivöllum.
Frk. Jóninna Sigurðardóttir,Akureyri.
Frú Kristbjörg Marteinsdóttir, Ysafelli.
Frú Margrét Friðriksdóttir, Seyðisfirði.
Frú Sigurbjörg Bogadóttir, Heydölum.
Frú Oddný Vigfúsdóttir, Borgarnesi.
Frú Sigrún Stefánsdóttir, Borgarneci.
Á fundinum var stofnað „Kvenfélaga-
samband íslands“. Lög þess hljóða svo:
Lög
fyrir Kvenfélagasamband Islands.
1. gr.
Félagið heitir Kvenfélagasamband ís-
lands. Heimili þess og varnarþing er í
Reykjavík.
I. Tilgangur félagsins.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
a.. Að efla húsmæðrafræðslu og heimilis-