Freyr - 01.07.1930, Qupperneq 14
82
FREYR
austurfyrir og rak í maímánuði suður með
landi alt út í Grindavík og á fjórðu viku
fylti hann sundið milli Eyjafjalla og Vest-
mannaeyja, svo þar sá hvergi í auðan sjó.
Vorið var á Suðurlandi mjög kalt og gróð-
urlaust fram undir messur; fyrri hluta
júnímánaðar varð að gefa hestum ferða-
manna undir Eyjafjöllum; syðra snjóaði
í fjöll á Jónsmessu og frost voru svo mik-
il, að fatnaður ferðamanna stokkgaddaði
á Hellisheiði 17. og 18. júnímánaðar. ...
1837. Þá kom ís með meira móti. ... Við
Vatnsnes lá ísinn til 4. ágúst. ... 1839.
Það vor var Jónas Hallgrímsson á ferð frá
Kaupmannahöfn til Akureyrar og 12. júní
sáu heir hafís 14 mílur fyrir austan Langa-
nes, veður var kyrt og svarta þoka og
hrím og ís á reiða skipsins; þó þeir væru
tvær mílur frá ísnum, heyrðist þaðan
brak og brestir og niður eins og af brim-
hljóði, þó væri blæjalogn og ládeyða. Dag-
inn eftir varð ísinn fyrir þeim, svo þeir
komust ekki fyrir Langanes. .. .
1840. ... Skipstjóri Lorentzen, sem var
á Eskifjarðarskipi það ár kvaðst hafa séð
fyrstu ísjakana miðja vegu milli Færeyja
og íslands. . .. Fjalljaki einn varð eftir
milli Raufarhafnar og Langaness og stóð
grunn á 50 faðma dýpi. ...“.
Frekari upptekning hefir hér ekki að
þýða. Þess má geta, að eftir miðja 19.
öld og það fram á 9. tug þeirrar aldar,
voru mörg harðæri og hafísar miklir. Eru
sum þau harðæri núlifandi mönnum minn-
isstæð. Læt eg fylgja hér með þessari
grein minningar frá þeim árum, eftir
merkan bónda hér í Þingeyjarsýslu, Áma
Jónsson á Þverá í Reykjahverfi. Sendi
hann mér þær eftir ósk minni og samtali
okkar um þessi mál.
Það er hægt að ganga að því vísu, að á
þessum góðæristímum nálgumst við meir
og meir næsta harðæristímabil og ísaár.
Þetta vil eg hér með biðja bændur vel
að athuga. Setja sem varlegast á fóður-
birgðir á hausti hverju, því að hver kom-
andi vetur getur falið í skauti sínu fá-
dæma harðindi, og hafísa er liggi við land
fram undir haust. Ekkert bjargar þá
bændum jafn vel sem miklar heybirgðir
og fyrningar af heyjum eftir góðærin.
Margt fleira er nauðsynlegt að taka
fram í sambandi við þessar athuganir,
sem gert mun verða síðar hér í blaðinu.
Laxamýri 9. ágúst 1930.
Jón H. Þorbergsson.
n.
Eg er þér sammála um það, að þess sé
varla að vænta, að það árferði, sem við
i'.öfum haft við að búa þennan síðasta ára-
tug verði ævarandi. Síðan 1920 hafa sum-
urin verið hlý, grassprettan góð, veturnir
snjóléttir og mildir, jörð gróið snemma og
engin teljandi ísrek. Væri gott við slíkt að
búa öll ár. Virðist mér ekki laust við að
vart verði við að ýmislegt sé á því bygt,
að árferðið fari ekki að breytast og víst
eru þeir fáir, sem safna í kornhlöður þessi
góðu árin að dæmi Farós. Búi sig undir að
taka á móti næstu harðindunum. —
Reynsla liðíns tíma, ára og alda, sýnir þó
að einatt hefir skiptst á með tíðarfarið,
og því miður má eins og telja víst, að
svo fari enn, að á okkur dynji veruleg ó-
tíð og harðindi og náttúruöflin sem við
eigum svo mikið undir, hafi engri algerðri
breytingu tekið, svo enn skiptist á blítt
og strítt hvað árferði og veðráttu snertir.
Þú getur til, að eg kunni sökum aldurs
og fleira að muna og geta sagt um síðustu
harðindin, sem gengu yfir landið á níunda
tug 19. aldarinnar. Er mér ekki erfitt að
rifja það upp, því enginn áratugur æfinn-
ar hefir orðið mér eins minnisstæður og
sá og ber margt til þess, þar á meðal það,
að lífið hefir verið minn einasti skóli, og á