Einherji


Einherji - 20.04.1967, Side 1

Einherji - 20.04.1967, Side 1
• Samviimufélögin skapa sannvirðl á vöru og auka öryggi hvers byggðariags • Gaagið i sam- vinnufélögin. • Veralið við sam- vinnufélögln Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. • Samvinnan skap- ar betri lífskjör. 3.-4. tbl. Fimmtudagur 20. aprll 1967 36. árgangur. Ný umbótastefna mótuð FJÓRTÁNDA FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA FLOKKURINN OG TÍMINN FIMMTÍU ÁRA EYSTEINN JÓNSSON HELGI BEBGS SIGURJÓN GUÐMUNDSSON 14. flokksþing Framsókn- arflokksins var haldið í Reykjavík 14.—19. f. m. Á fimmta hundrað fulltrúar sátu þingið víðsvegar að, en samgönguörðugleikar höml- uðu mörgum fulltrúum að komast til þings. Formaður flokksins, Eysteinn Jónsson, flutti snjalla ræðu um stjóm málin og ný viðhorf, sem við blöstu. Helgi Bergs, rit- ari flokksins, flutti skýrslu í upphafi þings, svo og Sig- urjón 'Guðmundsson, gjald- keri flokksins. Síðan hófust nefndarstörf. Fjölda ályktana og tillagna samþ. þingið og margar af þeim ályktunum eru líklegar til að valda tímamótum í flokksstarfinu. — Þá var stjórnmálaályktun flokksins mjög ýtarleg og kemur þar margt fram, sem sýnir, að ný umbótastefna, byggð á reynslu þess liðna, er þar fram sett sem stefnumark Framsóknarflokksins. Er fyrri hluti hennar birtur hér á 2, síðu blaðsins. Áberandi var hve mikinn og virkan þátt yngri kynslóðin tók í störfum þingsins og mótun ályktana og samþykkta um framtíðarstörf flokksins. I tilefni 50 ára afmælis flokksins, fyrr í vetur, svo og 50 ára afmælis Tímans, 17. f. mánaðar, var haldin mjög fjölmenn hátíðasam- koma í Háskólabíói 18. marz. Var þar mjög mikið fjöl- menni, en lokahóf var hald- ið að Hótel Sögu kvöldið eftir. Formaður flokksins var kjörinn Eysteinn Jónsson, varaformaður Ólafur Jó- hannesson ,ritari Helgi Bergs, vararitari Jóhannes Elíasson, gjaldkeri Sigurjón Guðmundsson og varagjald- keri Kristján Benediktsson. Mikitl maður Þriðji maður á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra er mikill maður. Hann víkur heimamönnum til hliðar. Hann ætlar sjálfum sér ó- smáan hlut, svo sem miklum manni sæmir. Hann ætlar sér hvorki meira né minna en að gerast bjargvættur Norðurlandskjörd. vestra og draga það upp úr því feni, sem Framsóknarmenn og samvinnufélögin hafa sökkt því í. Þetta og annað álíka merkilegt kemur gerla fram í 3. og 4. tölublaði Norðan- fara, sem frekar ætti að nefnast Sunnanfari, því að sunnan mun hann sendur, prentaður í skjóli Morgun- blaðsins og skreyttur aug- lýsingum reykvískra heild- sala, okkur fáráðum Norðl- ingum til leiðbeiningar um hagstæð viðskipti. „Grýla kallar á bömin sín,“ segir í þulunni. Ritstj. Morgunbl. skrifaði fyrir rösku ári: „Auðvitað vita allir, að .... Framsókn armenn .... eru andvígir einkarekstri og óska einskis heitar en að atvinnufyrir- tækin búi við sem mesta örðugleika.“ (Auðk. hér). 1 forystugrem í 3. tbl. Norðanfara (sem hvergi sést hvar er prentaður, er það eitthvert feimnismál að nefna prentsmiðju Morgun- blaðsins?) veltir höf. vöng- um yfir því, hversu „þessar byggðir," þ.e. Norðurl.kjör- dæmi vestra, séu illa famar. Hann spyr hvað valdi. Og ekki stendur á svarinu: „Nærtækasta svarið er fólgið í þeirri staðreynd, að Framsóknarmenn hafa yfir- leitt ekki áhuga á því, að upp rísi öflug fyrirtæki, ein- staklinga eða félaga þeirra, þeir em beinlínis andvígir því að þeim samvinnufélög- um, sem þeir ráðast(!) sé veitt aðhald eða samkeppni. Þess vegna leiðir af sjálfu sér, að þeir hafa ekki áhuga á að greiða fyrir því að upp rísi nýr atvinnurekstur, sem tryggt gæti lífsafkomu fólks ins.“ Ættarmótið með hinum tilvitnuðu ummælum í Morg- unbl. og Norðanfara villir ekki á sér heimildir. Póli- tískum andstæðingum ætluð illmennskan ein, tóninn að- eins ívið mildari síðan rit- Stjórinn íklæddist biðilsbux- um. Og þó er innræti þeirra sem ekki vilja ganga heild- salatrú íhaldsins á hönd ekki betra en svo, að enn em þeir andvígir einu og öllu, „sem tryggt gæti lífsafkomu fólksins." Þá þarf ekki lengur að velkjast í vafa um það, hverj um af ritstjórum Morgunbl. lætur það bezt, að lauga sig í forinni. Allur er varinn góður. Höf. þykir ekki taka því, að tæpa á neinum rökum. En fróð- legt væri að fá að vita við hvaða fyrirtæki hann á, þegar hann segir að Fram- sóknarmenn séu beinlínis andvígir því,“ að samvinnu- félögunum hér í kjördæm- inu „sé veitt aðhald eða samkeppni," eða hafi „ekki áhuga á að greiða fyrir því að upp rísi atvinnurekstur, sem tryggt gæti lífsafkomu fólksins.“ Á hann við verzlunarfélög in, sem nokkrir íhaldsmenn stofnuðu með makt og miklu veldi — sjálfsagt til að Framhald á 5. síðu. 109.310 á kjörskrá 1967 Kjósendur eru 9.500 fleiri nú en fyrir 4 árum Á kjörskrá 1963 99.796 Hagstofan hefur birt skrá yfir tölu einstaklinga 21 árs og eldri, þ.e. þeirra, sem á kjörskrá standa nú. 1 kaupstöðum eru einstaklingar 21 árs og eldri 74.903 en í sýslmn landsins 34.407. 1963 vom til- svarandi tölur 67.603 í kaupstöðum og 32.195 í sýslum. Fjölgunin í kaupstöðum er því 7.300 eða tæpl. 11% fjölgun. Fjölgun í sýslum er 2.212, eða um 7% fjölgun. I einstökum kjördæmum er fjöldi kjósenda þessi: Reykjavík: 46.159 (42.521) fjölgun 3.908, eða um 9.2%. Reyk janesk jördæmi: 17.096 3.342, eða um 24%. (13.754) fjölgun Vesturlandskjördæmi: 7.086 456, eða tæp 7%. (6.630) fjölgun Norðurlandsk-jördæmi vestra: fækkun 38, eða um 0.8%. 5.731 (5.769) Norðurlandskjördæmi eystra: fjölgun 743, eða tæp. 7%. 11.945 (11.202) Austurlandsk jördæmi: 6.169 (5.799) fjölgun 370, eða 6.4%. Suðurlandskjördæmi: 9.546 (8.853) fjölgun tæp 8%. Það fer ekki fram hjá neinum, að Norðurlands- kjördæmi vestra er eina kjördæmið, þar sem um beina fækkun er að ræða, enda mun Siglufjörður eini kaupstaðurinn, þar sem bein fækkun hefur orðið á íbúum árin 1965 og 1966. Jónas Halldórsson skákmeistari Norð- urlands í 5. sinn Skákþingi Norðurlands lauk á Akureyri um 19. febrúar s. 1. Jónas Halldórsson frá Leysingja- stöðum í A.-Hún. varð skák- meistari Norðurlands í fimmta sinn og vann þar með til eignar taflkóng, sem keppt hefur verið um síðan 1919. I meistaraflokki kepptu átta menn og hlutu þrír efstu menn eftirtalda vinninga: Jónas Halldórsson 5 vinn. Þorgeir Steingrímsson 4J4 — Hjörleifur Halldórsson 4J4 — Efstur í fyrsta floklú varð Heigi Hauksson með 5 vinninga. 1 öðrum flokki urðu efstir og jafnir Halldór Aðalsteinsson, Stefán Ragnarsson og Örn Ragn- arsson, allir með 3 vinninga. í hraðskákkeppni varð I>or- geir Steingrímsson hraðskák- meistari Norðurlands með 2V/> vinning af 24 mögulegum, 2.—3. Jón Torfason og Jón Björgvins- son með 20 vinninga hvor. Samvinnubankinn Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn fyrir nokkru. Uar kom fram að innstæðuaukning á árinu 1966 varð 50,9 millj. kr. Innstæðufé er nú 452,5 millj., en útlán 371,2 millj. Bankinn hefur nú útibú á 7 stöðum utan Reykja víkur og á tveim stöðum um- boðsskrifstofur. Endurkosnir í bankastjórn voru: Erlendur Etnarsson, Hjört- ur Hjartar og Vilhjáimur Jóns- son. Bankastjóri er Einar Agústs- son. Kaldur marz- mánuður A Norðuriandi var nýliðinn marzmánuður sá kaldasti, sem komið hefur í 48 ár og annar kaldasti á þessari öld. Aðeins 1919 var hann kaldari. A Suður- landi var hins vegar marz 1951 eins kaldur og nú. Musteri óttans MorgunblaðshöUin við Að- alstræti í Reykjavík er reisulegt hús og ekkert hef- ur þar verið sparað. En nú þegar líður að kosningum eru sumir farnir að kaUa þetta „musteri óttans“, því að óttinn við úrslit alþingis- kosninganna setur svip á margt, sem þaðan berst út um höfuðborg og iands- byggð, ýmist í Morgunblað- inu sjáifu eða fylgibiöðum þess hér og þar, svo og með erindrekum sem komnir eru á kreik. Sá ótti, sem nú magnast í musterinu, er ótti við minnkandi kjörfylgi Sjálf- stæðisflokksins og ótti við Framsóknarflokkinn. Margt ber tii: Viðreisnin löngu strönduð og frelsið reynist stjórnleysi. — Bjarni Bene- diktsson þykir ekki sigur- stranglegur foringi. Magnús Jónsson ræður ekki við fjár- málin, varð að hækka skatta í fyrra og neyðist nú tU að ausa tollvörum inn í landið í trássi við iðnaðinn. Jóhann Hafstein stendur í stríði við Iæknastéttina, rík- isútvarpið og almennings- álitið, — og stjórnarmenn í útvarpsráði orðnir að gjalti fyrir ritskoðun. Niður- skurður opinberra fram- kvæmda og upptaka fjár frá sveitarfélögum sætir nú hörðum mótmælum jafnvel hjá borgarfulitrúum Sjálf- stæðisflolíksins í Reykjavík. Kjarasamningar ógerðir. Bændur og sjómenn þungir á brún. — Og „slagari" skemmtistaðanna: „Hvað á að gera við Þorvald Garðar — Jjegar hann kemur að vestan?" lætur ámátlega í eyrum þeirra, sem áður höfðu nóg á sinni könnu. — Dagur.

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.