Einherji


Einherji - 20.04.1967, Page 4

Einherji - 20.04.1967, Page 4
4 EINHERJI Fimmtuclagur 20. apríl 1967 Bœjarmál á Sauðárkróki Þegar farið var fram á það við mig, að ég segði fréttir úr bænum, og af því sem efst er á baugi nú í bæjarstjórn og mér sagt að marga fýsti að heyra hvern- ig aðkoma nýrrar bæjar- stjórnar hefði verið og við- brögð hennar til mála, tók ég mér penna í hönd. lóðir til úthlutunar en sem nægja munu til úthlutunar 1. árs með svipaðri eftir- spurn eftir lóðum og undan- farin ár, en þá mun það land er við höfum hér á flöt- unum, og til greina kemur til skipulags byggðar, búið. Því var það að nú í vetur var samþykkt tillaga í bæj- á húsnæði er svo aðkallandi, að öllum tiltækum ráðum þarf að beita til að koma málinu í höfn. Gamla barnaskólahúsið hýsir ekki lengur gagnfræða- og iðn- skóla og því hefir gagn- fræðaskólinn orðið að taka leiguhúsnæði í vetur fyrir einn bekk skólans. NÝbyggingar á Sauðárkróki. — Ljósm.: Stefán Pedersen. iSá stóri sigur, er Fram- sóknarflokkurinn vann hér á Sauðárkróki í síðustu bæj- arstjórnarkosningum, er okkur Framsóknarmönnum vissulega hvatning ítil að standa vörð um bæinn okk- ar. Mörg verkefni eru fram- undan og margt þarf að gera til að bæta afkomu borgaranna. Vissulega mun- um við vinna eftir beztu getu að framgangi hinna ýmsu mála. En töframenn erum við ekki, og enn eru peningar afl þess er gera skal. Það sem við rákum okkur á, og reyndar þóttumst vita, var að geta bæjarfélagsins fjárhagslega var til mikilla muna verri en fráfarandi bæjarstjórn vildi vera láta, en fjármál bæjarins ætla ég ekki að ræða hér, það var gert hér í blaðinu fyrir stuttu og verður sjálfsagt síðar til frekari umræðu og þá gerð ítarlegri skil. Það, sem háð hefir fram- kvæmdum á vegum bæjarfé- lagsins er fyrst og fremst fjármagnsskortur og hitt sem að okkar dómi er ekki minna atriði, en það er, hversu hinum ýmsu sér- fræðistörfum og undirbún- ing framkvæmda hefir verið ábótavant og vantað alger- lega í sumum tilfellum, og þá jafnframt ekki nægjan- legt skipulag á röðum fram- kvæmda. Því var það að á fundi í bæjarstjórn 20. des. sl., var samþykkt að gera framkvæmdaáætlun fyrir Sauðárkrók og var Gunnar Áaústsson hagfræðingur úr Revkjavík fenginn til að annast áætlunargerðina. í beinu framhaldi og í nánu samstarfi af sérfræðistörf- um í bæjum kemur skipylag byvgðarinnar. Ástandið var þannig í þeim málum, að til stórra vandræða horfði og dærni eru um, að sama gatan í nýju hverfi hafi verið skipulögð margsinnis. Lítið sem ekkert hafði verið gert til að tryggja að endar næðu saman um byggingarlóðir, en nú munu varla vera fleiri arstjóm, að ráða Stefán Jónsson arkitekt úr Reykja- vík, til að vinna að skipu- lagi Sauðárkróks. Stefán var hér til viðræðu nú fyrir stuttu og era sterkar líkur á því að hann fáist til sam- starfsins. Mestar líkur eru á að næsta skipulagt byggð- arsvæði verði á svonefndum Sauðárhæðum. En þar er hið fegursta útsýni um Skaga- fjörð og við fyrstu athugun virðast hentugar lóðir þar til byggingar. En allar stofn æðar, t.d. heitt og kalt vatn, rafmagn, skolp og aðalgata til byggðarsvæðisins, munu kosta mikið fjármagn. Einn- ig má geta þess, að öll und- irbúningsvinna sem óunnin er t.d. kortagerð og upp- drættir sem skipulag bygg- ist á er talið að kosti nokk- ur hundruð þúsund krónur. iStefán áætlar að skila fyrstu tillögum að skipu- lagi á nefndu svæði um næstu áramót, en síðan ætti að vera hægt að hefja út- hlutun lóða til bygginga ár- ið 1969, ef allt gengur sam- kvæmt áætlun. Hér má skýra frá því, að svæði það er á eldra skipulagi var ætl- að til bygginga iðnaðarhúsa, að er bæjarstjóri lét menn þá er fengnir hafa verið sem tæknilegir ráðunautar við varanlega gatnagerð o.þ.h., haliamæla landið, kom í ljós, >að mikill hluti þess lands er byggja skyldi á reyndist of lágt vegna frá- rennshs húsanna. Hvað hefði nú skeð, ef búið hefði verið að úthluta og jafnvel byggja á fleiri lóðum en út- hiutað hefir verið nú þegar? Hér vantaði undirbúnings- vinnuna sem og víðar. Á liðnu sumri hófust framkv. við byggingu gagnfræða- skóla. Hér er um mikla framkvæmd að ræða og mikið nauðsynjamál. Stærð þess áfanga, sem nú er tek- inn fyrir, er um 6000 rúm- metrar og kostnaðaráætlun um 30 millj. kr. Sjálfsagt finnst mörgum upphæðin mikil og víst er, að krón- urnar eru margar, en þörfin Nú, þegar þetta er skrif- að, standa yfir samningar um byggingu fyrsta áfanga skólans, en það er að gera bygginguna fokhelda á kom- andi sumri. Á teikningum og skipulagi lóðar er gert ráð fyrir heimavist við skól- ann, miðað við að þjóna þörf Skagfirðinga allra um lands- próf, miðskóla- og gagn- fræðapróf. Annars ætla ég ekki að ræða hér um skóla- mál okkar Skagfirðinga, það er efni í heila grein, en von mín er sú, að heilbrigð dóm- greind verði látin ráða en ekki fordómar um skipan þeirra mála. Af gefnu tilefni og vegna ummæla fráfarandi forseta bæjarstjórnar í Morgunblað- inu sl. haust, þar sem hann lét í ljós undrun sína yfir seinagangi hjá hinni ný- kjörnu bæjarstjórn með byggingu gagnfræðaskólans, þar sem mikið fé hefði verið fyrir hendi til byggingar- innar, eða um 5 millj. kr., þá sfcal það tekið fram, að enginn okkar í byggingar- nefnd skólans hefir fundið þessa peninga og hefir þó mikið verið leitað. En sann- leikurinn í málinu mun vera sá, að miklu af því fé, sem ætlað var til skólans hefir fvrrverandi bæjarstjórn eytt til annarra hluta. Framkv. við varanlega gatnagerð eru á framkvæmdaáætlun í trausti þess að lán fáist til framkvæmdanna. Á síðast- liðnu sumri var unnið við hæðarmæhngu gatna, lagðir kantsteinar og gangstétt, einnig voru niðurföll sett í götur. Þá voru þær götur, sem byggt var við í sumar, undirbúnar þannig að jarð- vegurinn var hreinsaður burt, en möl sett í staðinn. Því standast þessar götur varanlega gatnagerð, þegar að henni kemur. Því miður reyndist allt það efni er unnið hafði verið og keyrt saman rétt fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, og kostaði bæjarfélagið hundr- uð þúsunda, algerlega ónot- hæft til blöndunar olíumal- ar. Nú hefur hins vegar ver- ið unnið undanfarið að hörp- un á nýju efni til blöndunar með stórvirkum tækjum frá Vegagerðinni, og hefur það efni verið sent jafnhliða til rannsóknar og staðizt þær. Hafnarmál. — Hafnarmál eru okkur Sauðárkróksbú- um ekkert nýtt, þar hefur verið byggt og grafið. Mik- ið hefur verið unnið að því að fá starfsmenn Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar til að gera verulegt átak í þessu brýna hagsmunamáli okk- ar, og því ber að fagna að nú höfum við fengið þrjá nýja tillöguuppdrætti, sem alhr eru um lokaða höfn. Mestur áhugi hér heima er fyrir tillögu nr. 1, höfn um 13 ha. að stærð, lengist þá núverandi hafnargarður um 150 metra. Þá er gert ráð fyrir öðrum garði frá þeim stað er gamla bryggjan er nú, en sá gtarður verður um 420 metrar. Meðfram landinu , frá svonefndu syðraplani og inn að gömlu bátabryggju, á að byggja garð og dæla upp úr höfn- inni á bak við hann og mynda þannig land um 60 metra að breidd, sem okkur er dýrmætt að fá. Um bygg- ingarlag þessara garða ætla ég ekki að ræða hér, um það verður sjálfsagt alltaf hægrt að deila. Þó er rétt að það komi hér fram að sú hugmynd hefur verið könn- uð að steypa fcer til bygg- ingar garðanna, en starfs- menn iVita- og hafnarmála- skrifstofunnar telja að kostnaður við kerin sé svo miklu meiri, en sú gerð garða sem þeir sýna á upp- dráttum, að slíkt komi varla til greina. Þó ber að kanna þetta mál til hlýtar í ljósi þeirra staðreynda, að bygg- ingarefni er hér ódýrt, en miklir erfiðleikar á að ná stóru grjóti til framkvæmd- anna. Sjúkrahús. Héraðssjúkra- hús Skagfirðinga, sem tekið var í notkun í janúar 1961, jafnan margir á biðlista um sjúkravist. Nú fyrir stuttu komu tillöguteikningar að skipulagi og byggingum á sjúkrahússloðinni, sem er mjög rúmgóð og býður upp á mikla möguleika. Hér má skjóta því að, að þær tillög- ur, sem nú liggja fyrir, eru mjög í anda þeirra hug- mynda, sem komu fram í blaði okfcar Framsóknar- manna fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar. Þar er gert ráð fyrir viðbyggingu við sjálft sjúfcrahúsið, einnig eru smáhús fyrir gamalt fólk og vinnuskáli fyrir þá er starfað geta, þrír lækna- bústaðir, starfsstúlknabú- staðir o. fl. nauðsynlegra bygginga. Við Sauðárkróks- búar og Sbagfirðingar höf- um átt því láni að fagna, að til ofcfcar hafa ráðizt hin- ir hæfustu læfcnar og ætti það að verða okfcur metn- aður að búa þeim hér sem bezta starfsaðstöðu, þannig að sfcortur á tæfcjum og annarri aðstöðu þurfi ekki að standa stofnuninni fyrir þrifum. Húsnæðismál. — Nokkur sfcortur hefur verið ihér á hentugum íbúðum. Því var það að í vetur kiaus bæjar- stjórn 3ja manna nefnd til að vinna að byggingu íbúða samkvæmt byggingaáætlun ríkisstjórnarinnar og verka- lýðsfélaganna og að Sauðár- krókur gerðist aðili þar að. Bæjarstjóm hafa nú þegar borizt 22 umsóknir um íbúð- ir í þessum væntanlegu byggingum og vonum við fastlega, að mál þetta nái fram að ganga. Sundlaug er hér að rísa, glæsilegt mannvirki, enda hefur æska þessa staðar kunnað að meta þá aðstöðu sem hér er verið að skapa, og haldið þannig á merki Sauðárkróks, að til mikils sóma er. Nú er verið að vinna við múrhúðun sund- laugarhússins og vonandi tekst að ljúka þessum öðr- um áfanga byggingarinnar fljótlega, enda öllum ljóst, að sú aðstaða sem nú er til sundiðkana er ónóg, en að loknum þessum áfanga bygg ingarinnar verður hægt að fullnægja þörfum sundnáms ins betur en nú er, og í nán- ari tengslum við Skólana. Þá er það von okkar, að fram- kvæmdir við hið nýja íþróttasvæði (grasvöll) sunn an sundlaugar, hef jist á komandi sumri, verði þá svæðið jafnað og tekið rétt. Bókhlaða er nú risin, mik- ið hús, tvær hæðir og kjall- ari að hluta. Bóka- og skjala safn Skagfirðinga verður á efri hæð hússins. Unnið verður nú að því að fullgera þann hluta byggingarinnar, er nú þegar of lítið og eru I sem ætlaður er undir þessa Skip afgreiðslu á Sauðárkróki. — Ljósm.: Stefán Pedersen.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.